mobile navigation trigger mobile search trigger
23.01.2024

Styrkir til menningarmál 2024

Stjórn Menningarstofu og Safnastofnunar Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2024. Markmið menningarstyrkja er að styðja og efla menningarstarfsemi í Fjarðabyggð.

Styrkir til menningarmál 2024

Öllum er heimilt að sækja um í sjóðinn en verkefni verður að hafa skýra tengingu við Fjarðabyggð. Gjaldgeng eru verkefni sem fara fram í Fjarðabyggð, fela í sér kynningu á menningarstarfsemi í sveitafélaginu eða ef umsjónarmenn eða listamenn hafa búsetu í Fjarðabyggð. INNSÆVI, lista- og menningarhátíð Fjarðabyggðar, verður haldin í sumar og er því einnig óskað sérstaklega eftir verkefnum sem gætu hentað á dagskrá hennar. Nánari úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar.

Ekki eru veitti styrkir til náms, reksturs eða viðhalds húsnæðis.

Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar

Sótt er um rafrænt á vef Fjarðabyggðar í gegnum Íbúagátt. Eyðublað má finna undir: Umsóknir

Úthlutunarreglur má nálgast á heimasíðu Fjarðabyggðar

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar í síma 894 4321 og á menningarstofa@fjardabyggd.is

Frétta og viðburðayfirlit