mobile navigation trigger mobile search trigger
18.06.2020

Styrkir veittir til ljósleiðaraverkefna í Fjarðabyggð

Á dögunum var ritað undir samninga um aukaúthlutun til Fjarðabyggðar úr sjóðnum „Ísland ljóstengt“. Styrkirnir munu renna til áframhaldandi ljósleiðarverkefna í Fjarðabyggð.

Styrkir veittir til ljósleiðaraverkefna í Fjarðabyggð
Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, og Haraldur Benediktsson, varaformaður Fjarskiptasjóðs við undirritunina.

Að þessu sinni hlut Fjarðabyggð styrk upp á tæpar 4,9 milljónir króna. Auk þess fékk Neyðarlínan ohf. úthlutað styrkjum úr sjóðnum sem notaðir verða til ljósleiðaratengingar milli Brekku og Dalatanga í Mjóafirði., ásamt hringtengingu fjarskipta innviða í Fjarðabyggð.

Styrkirnir koma sér afar vel, og skipta þeir gríðarlega miklu máli til að efla öryggi hvort sem er á sjó eða landi.

Frétta og viðburðayfirlit