mobile navigation trigger mobile search trigger
27.04.2017

Þorsteinn ráðinn veitustjóri

Þorsteinn Sigurjónsson rafmagnsverkfræðingur og MBA hefur verið ráðinn Veitustjóri sveitarfélagsins. 

Þorsteinn ráðinn veitustjóri

Þorsteinn hefur langa og fjölbreytta starfsreynslu af sviði veitna. Frá árinu 2015 hefur hann starfað sjálfstætt sem ráðgjafi á sviði raforku. Áður starfaði hann m.a. hjá Orku náttúrunnar, Orkuveitu Reykjavíkur, Rafmagnsveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja, bæði sem stjórnandi og sérfræðingur. Fjarðabyggð óskar Þorsteini til hamingju með starfið og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum.

Þorsteinn mun koma til starfa um miðjan maí nk.

Frétta og viðburðayfirlit