mobile navigation trigger mobile search trigger
22.03.2024

Þróunarverkefnið ,,Gott að eldast"

Áfram er unnið í þróunarverkefninu ,,Gott að eldast" þar sem stjórnvöld taka utan um þjónustu við eldra fólk með nýjum hætti. Markmið verkefnisins er að finna góðar lausnir á samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér annars vegar um og hins vegar sveitarfélögin.

Þróunarverkefnið ,,Gott að eldast"

Í verkefninu er lögð áhersla á aðgerðir sem hverfast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og bættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk.

Allar aðgerðir miða að því að tryggja eldra fólki þjónustu sem stuðlar að því að sem flest þeirra séu þátttakendur í samfélaginu m.a. með viðhaldi og eflingu á færni í daglegu lífi – sem allra lengst.

Sex svæði voru valin til þátttöku, þar á meðal voru sveitarfélögin Fjarðabyggð og Múlaþing og Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) valin sem eitt svæði.

Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið inn á vef Stjórnarráðsins

Fleiri myndir:
Þróunarverkefnið ,,Gott að eldast"

Frétta og viðburðayfirlit