mobile navigation trigger mobile search trigger
17.06.2015

Þjóðhátíð á Reyðarfirði

Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, Fjallkona Fjarðabyggðar ásamt Aðalheiði Vilbergsdóttur, formanni umf. Vals og fánaberum hátíðarinnar, Hirti Elí Steindórssyni og Bylgju Rún Ólafsdóttur. Hátíðarhöld dagsins voru glæsileg, en auk útiskemmtunar á sviði fór fram fjölbreytt leikjadagskrá í Fjarðabyggðarhöllinni.

Þjóðhátíð á Reyðarfirði

Stemning á hátíðarsvæðinu var mikil og góð. Hátíðin hófst á því að Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, bauð hátíðargesti velkomna. Fjallkonan flutti ljóð eftir Þórarinn Eldjárn og leikskólakór Fjarðabyggðar söng þjóðhátíðarlög.

Á útisviðinu tók því næst við fjölbreytt tónlistardagskrá með listafólki víða að úr Fjarðabyggð, sem gestir gátu notið úr veitingatjaldi um leið og þeir gæddu sér á ilmandi vöfflum. Inni í Fjarðabyggðarhöllinni gekk síðan heilmikið á með fjölda lekjastöðva sem dreifðust um alla höllina.

Fyrr um daginn fór svo fram víðavangshlaup þar sem leikskóla- og grunnskólabörn stóðu sig frábærlega.

Umsjón með hátíðar-og skemmtidagskrá dagsins hafði umf. Valur á Reyðarfirði, en hefð hefur skapast fyrir því að íþróttahreyfingin í Fjarðabyggð skipti því með sér á víxl eftir bæjarkjörnum. Á síðasta ári leiddi Austri á Eskifriði hátíðarhöldin og Þróttur í Neskaupstað árinu áður. Á næsta ári verður því komið að Leikni á Fáskrúðsfirði.  

Sjá má svipmyndir af hátíðarhöldunum á fasbókarsíðu Fjarðabyggðar

Frétta og viðburðayfirlit