mobile navigation trigger mobile search trigger
19.06.2015

Kosningaréttur kvenna 100 ára

Fjarðabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum til hamingju með aldarafmæli kosningarréttar kvenna. Opnun sýningarinnar „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ er á meðal viðburða dagsins í Fjarðabyggð. 

Kosningaréttur kvenna 100 ára
Raksturskonur á Norðfirði um það leyti sem konur höfðu fengið kosningarétt hér á landi.

Í tilefni dagsins verður starfsmönnum sveitarfélagsins veitt frí frá vinnu eftir hádegi og eru stofnanir því lokaðar frá og með kl. 13:00 í dag. 

19. júní sýningin „Vér heilsum glaðar framtíðinni“ opnar kl. 13:00 í Safnahúsinu í Neskaupstað og kl. 15:00 í samkomuhúsinu á Stöðvarfirði. Rakin er í máli og myndum saga réttindabaráttunnar, en yfirskriftin er tilvitnun í sigurræðu sem baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir flutti á Austurvelli. Þá hefur í tilefni afmælisársins einnig verið opnaður vefur um sögu kosningaréttar á konurogstjornmal.is

Verkefnið er styrkt af framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og er í samstarfi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns við Þjóðskjalasafn Íslands, Alþingi, RÚV og Rannsóknastofnun í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands.

Sýningin verður í Safnahúsinu út sumarið en lýkur í samkomuhúsinu á Stöðvarfirði 6. júlí.

Fjarðabyggð óskar landsmönnum til hamingju með aldarafmæli kosningarréttar kvenna.

Nánar um 19. júní í Fjarðabyggð

Frétta og viðburðayfirlit