mobile navigation trigger mobile search trigger
20.04.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi 20. apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi. Því er enn fremur beint til foreldra og forráðamanna barna á grunnskólaaldri að kynna sér vel útfærslu skólans á tilmælum sóttvarnayfirvalda í skólastarfinu. Þar er m.a. lögð áhersla á hólfaskiptingu og að tilteknir hópar blandist alls ekki á milli hólfa. Mikilvægt er að þær umgengistakmarkanir haldist líka utan skólatíma og það eru öðru fremur foreldrar og forráðamenn sem geta unnið að því og skýrt fyrir börnum sínum.  

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi  20. apríl

Frétta og viðburðayfirlit