mobile navigation trigger mobile search trigger
29.12.2020

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 29. desember

Engin greind COVID-19 smit eru á Austurlandi. Aðgerðastjórn hvetur til þess að ýtrustu aðgæslu sé gætt í aðdraganda áramóta, við meðferð flugelda en ekki síður í samskiptum okkar íbúa á milli vegna sóttvarna. 

Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi - 29. desember

Á það sérstaklega við nú þegar glíma stendur yfir við náttúruhamfarir ofan í farsóttina. Munum því fjöldatakmörkin góðu, tveggja metra regluna, handþvottinn og sprittnotkunina. Síðast en ekki síst er mikilvægt að ef upp koma veikindi þá ber einstaklingum að halda sig heima og hafa samband við heilsugæslu eða í síma 1700 vegna sýnatöku.

Bólusetning hófst á Austurlandi í dag. Allir íbúar hjúkrunarheimila verða bólusettir í þessari fyrstu umferð auk nokkurra aldraðra utan heimilanna, allt eftir reglum og skipulagi þar um. Þá eru framlínustarfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í forgangshópi. Gert er ráð fyrir að bólusetningu í þessum fyrsta áfanga ljúki á morgun miðvikudag.  

Gleðjumst yfir áramótin með okkar nánustu, þökkum það liðna og hlökkum til þess sem framundan er.

Frétta og viðburðayfirlit