mobile navigation trigger mobile search trigger
22.08.2019

Tilnefningar til umhverfisverðlauna í Fjarðabyggð 2019

Nú er leitað eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar fyrir árið 2019. Íbúar eru hvattir til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og senda inn tilnefningu um þær lóðir sem þeim finnst koma til grein.

Tilnefningar til umhverfisverðlauna í Fjarðabyggð 2019

Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar í eftirfarandi flokkum:

  • Snyrtilegasta lóðin, íbúarsvæði.
  • Snyrtilegasta lóðin, atvinnusvæði.
  • Snyrtilegasta lóðin, dreifbýli.

Íbúum gefst kostur á því að skila inn tilnefningum fyrir þær lóðir sem þeim finnst koma til greina í ofangreinda flokka. Dómnefnd velur úr tilnefningum og gerir tillögur til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar um verðlaunahafa.

Frestur til að tilnefna er til 10. september 
Tilnefningum skal skila til þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar, Hafnargata 2, 730 Reyðarfirði eða til umhverfisstjóra á netfangið anna.b.samuelsdottir@fjardabyggd.is. Tilnefningarnar skulu vera merktar „Umhverfisviðurkenning 2019“

Anna Berg Samúelsdóttir

Umhverfisstjóri

Frétta og viðburðayfirlit