mobile navigation trigger mobile search trigger
21.01.2016

Ungmennaráð Fjarðabyggðar

Nýtt ungmennaráð hélt sinn fyrsta fund í dag. Hér má sjá fulltrúa ráðsins skömmu fyrir fundinn ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra og Bjarka Ármanni Oddssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.

Ungmennaráð Fjarðabyggðar
Ungmennaráð Fjarðabyggðar. Á myndina vantar Steinunni D. Björgvinsdóttur

Helsta hlutverk ungmennaráðs er að gæta hagsmuna ungs fólks í Fjarðabyggð á aldrnum 13 til 18 ára gagnvart sveitarstjórn. Það hlutverk rækir ráðið með því m.a. að koma skoðunum og tillögum ungs flólks til viðeigandi aðila innan stjórnkerfis sveitarfélagsins og með umfjöllun og umsögnum um einstök mál sem snerta aldurshópinn sérstaklega.

Ungmennaráð er skipað fulltrúum úr 8. til 10. bekk allra grunnskóla í Fjarðabyggð, tveimur fulltrúum Verkmenntaskóla Austurlands og tveimur sameiginlegum fulltrúum íþróttafélaga, ungmennafélaga og unglingadeilda björgunarsveita í Fjarðabyggð.
Ráðið er skipað til tveggja ára í senn. Í því eiga nú sæti þau Bríet I. Ómarsdóttir, Guðmundur Bjarnason, Guðrún E. Gísladóttir, Jóhann G. Jónsson, Katla Heimisdóttir, Rakel Þorsteinsdóttir, Sigurður I. Gunnþórsson, Stefán Bjarni Einarsson og Steinunn D. Björgvinsdóttir.

Frétta og viðburðayfirlit