mobile navigation trigger mobile search trigger
28.09.2017

Uppskeruhátíð Art Attack í Neskaupstað

Í sumar hefur mikið verið um að vera á vegum verkefnisins Art Attack í Neskaupstað. Fjölmargir listamenn hafa komið til Neskaupstaðar á vegum verkefnisins frá ýmsum löndum, allt frá Hawaii til Finnlands, og hafa svo sannarlega sett svip sinn á bæinn og bæjarlífið.

Uppskeruhátíð Art Attack í Neskaupstað

Víða um bæinn má finna listaverk eftir þá listamenn sem dvalið hafa í bænum. Meðal listamannana eru teiknararnir Stúdíó Kleina og Rán Flygenring, argentíski ljósmyndarinn Guadalupe Laíz og sænski rýmishönnuðurinn Jeanette Gostomski.  Verkefnið hefur verið í miklu samstarfi við ýmsa aðila; skólastofnanir, einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.

Um helgina verður haldin uppskeruhátíð með fjölbreyttum viðburðum þar  sem árangri verkefnisins er fagnað. Uppskeruhátíðin hefst á föstudaginn 29. September kl 17:00 í netagerðinni Fjarðaneti í Neskaupstað og henni lýkur svo með vöfflukaffi í listasmiðjunni Þórsmörk kl. 16:00 á sunnudag. 

Hægt er að kynna sér frekari dagskrá uppskeruhátíðarinnar hér

Allir viðburðir eru ókeypis og allir velkomnir. 

 

Frétta og viðburðayfirlit