mobile navigation trigger mobile search trigger
10.12.2020

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020

Á vordögum stóð Fjarðabyggð fyrir ljósmyndasamkeppni undir heitinu „Fjarðabyggð með mínum augum“. Það er skemmst frá því að segja að mikill áhugi var á keppninni og rúmlega 300 myndir bárust. Úrslit í keppninni liggja nú fyrir.

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020
Sigur myndin í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020 - Ásgeir Methúsalemsson

Leitað var eftir myndum í fjórum flokkum:

  • Staðarmyndir, götumyndir, hús, yfirlits myndir.
  • Landslag, gróður, náttúra Fjarðabyggðar.
  • Mannlíf, atvinnulíf og íþróttir.
  • Dýralíf.

Ákveðið var að veitt yrðu verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar heilt yfir alla flokka. Auk þess yrðu veitt verðlaun fyrir bestu myndina í hverjum flokki að upphæð 15.000 kr.

Dómnefnd hefur nú setið að störfum að undanförnu og vegið og metið þær myndir sem bárust. Vinna nefndarinnar hefur ekki verið auðveld, og hefur tafist nokkuð af ýmsum ástæðum og er beðist velvirðingar á því.

Í dómnefndinni áttu sæti:

Pétur Sörensson, forstöðumaður Safnastofnunar Fjarðabyggðar og ljósmyndari

Jóhann Ágúst Jóhannsson, forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar

Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir, verkefnastjóri hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar.

Niðurstaða dómnefndar var þessi:

Fyrsti vinningur kemur í hlut Ásgeirs Methúsalemssonar. Ásgeir sendi inn afar fallega mynd af Andapollinum á Reyðarfirði. Þessi mynd Ásgeirs var auk þess sigurvegari í flokknum „Staðarmyndir, götumyndir, hús, yfirlits myndir“.

Annar vinningu kemur í hlut Fjólu Þorsteinsdóttur sem sendi inn hrífandi mynd af Hoffellinu á Fáskrúðsfirði sem speglar sig í spegilsléttu vatni. Þessi mynd Fjólu var auk þess sigurvegari í flokknum „Landslag, gróður, náttúra Fjarðabyggðar“.

Þriðju verðlaun í keppninni hlýtur síðan Hrafnhildur Þórarinsdóttir. Mynd hennar af konum í blaki á strandblakvellinum í Neskaupstað í glampandi sól þótti afar skemmtileg og fanga vel iðandi mannlíf. Þessi mynd Hrafnhildar hlaut auk þess verðlaun fyrir bestu mynd í flokknum „Mannlíf, atvinnulíf og íþróttir“.

Þá hlaut mynd Dariu Richardsdóttur verðlaun sem besta myndin í flokknum „Dýralíf“. Mynd Dariu af ketti að teygja sig í góðu veðri á Eskifirði þótti afar skemmtileg.

Fjarðabyggð þakkar öllum þeim sem tóku þátt í keppninni fyrir þátttökuna og sýnda biðlund eftir niðurstöðum dómnefndar.

Allar myndirnar sem sendar voru inn verða aðgengilegar innan skamms á sérstakri Flickr síðu Fjarðabyggðar, og verður það kynnt sérstaklega hér á vefnum og samfélagsmiðlum.

Fleiri myndir:
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020
Annað sæti - Fjóla Þorsteinsdóttr
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020
3. sætið - Hrafnhildur Þórarinsdóttir
Úrslit í ljósmyndasamkeppni Fjarðabyggðar 2020
Besta myndin í flokknum "Dýralíf" - Daria Richardsdóttir

Frétta og viðburðayfirlit