mobile navigation trigger mobile search trigger
01.03.2024

Vegna breytinga í fræðslumálum

Síðastliðin þriðjudag var samþykkt tillaga á fundi bæjarstjórnar um breytingar í fræðslumálum í Fjarðabyggð. Breytingunum er ætlað að auka skilvirkni og fagmennsku innan skólakerfisins. 

Vegna breytinga í fræðslumálum

Tillagan hafði áður farið í gegnum samráðsferli, meðal annars með stofnun starfshóps í október síðast liðnum, en í honum  áttu sæti fulltrúar skólastjórnenda úr tón-, leik- og grunnskólum. Áhersla var lögð á samráð við hagaðila í ferlinu og lagt var upp með það að í hópnum ættu sæti kennara úr leik- og grunnskólum. Sannanlega var þeim boðin slík þátttaka og eftir því gengið.

Þegar hugmyndavinna að þeim sviðsmyndum sem starfshópurinn rýndi lá fyrir tók bæjarráð málið fyrir og ákveðið var að hefja vinnu við stefnumótun á grundvelli þessara sviðsmynda. Var erindisbréf starfshópsins þá uppfært og skipað í hann að nýju. Niðurstöður vinnu þess hóps voru svo kynntar skólastjórendum skólanna í Fjarðabyggð og komu þar fram athugasemdir sem tekið var tillit til við frágang tillagnanna. Fjarðabyggð telur miður að í tengslum við boðaðar breytingar hafi komið fram misvísandi upplýsingar og mun leggja áherslu á áframhaldandi samtal og vandaða upplýsingagjöf.

Með samþykkt tillögunnar, sem lögð var fram í bæjarstjórn sl. þriðjudag, hefur stefnan verið mörkuð.  Engin óvissa ríkir um vilja bæjarstjórnar til að framkvæma stefnuna og ná þannig fram markmiðum um  aukna skilvirkni og samlegð  innan skólastofnanna ásamt því að halda áfram að styðja við það öfluga starf sem unnið er innan þeirra.

Frétta og viðburðayfirlit