mobile navigation trigger mobile search trigger
20.09.2017

Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað

Í gær fór fram formleg vígsla á snjóflóðavarnarmannvirkjum í Tröllagili í Neskaupstað. Um 150 manns mættu í minningarreitin um snjóflóðin í Neskaupstað þar sem athöfnin fór fram í blíðskaparveðri.

Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað
Klippt á borðan - F.v Jón Björn Hákonarson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Björt Ólafsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Jens Garðar Helgason og Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Í upphafi dagskrár ræsti Björt Ólafsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hlaupara sem tóku þátt í Hágarðahlaupi knattspyrnudeildar Þróttar Neskaupstað. Góð þátttaka var í hlaupinu en hægt var að velja um 3 hlaupaleiðir auk þess sem boðið var uppá sérstakt krakkahlaup. Allar hlaupaleiðirnar fóru eftir stígum og götum sem orðið hafa til við framkvæmdir við snjóflóðavarnarmannvirkin.

Að ræsingu lokini flutti Jón Björn Hákonarsson stutt ávarp fyrir hönd Fjarðabyggðar og Irena Fönn Clemmensen flutti tvö ljóð. Björt Ólafsdóttir flutti svo ávarp áður en gengið var upp fyrir minningarreitin þar sem Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, blessaði mannvirkin.

Það voru svo þau Björt Ólafsdóttir, Páll Björgvin Guðmundsson, Eydís Ásbjörnsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Jens Garðar Helgason sem klipptu á borða og vígðu þar með snjóflóðavarnarmannvirkin formlega. Að athöfn lokini var fólki boðið til móttöku í Safnahúsinu í Neskaupstað.

Fleiri myndir:
Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað
Í upphafi ræsti Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra hlaupara í Hágarðahlaupi knattspyrnudeildar Þróttar. Mynd: Austurfrétt/Gunnar
Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað
Irena Fönn Clemmensen flutti tvö ljóð. Mynd: Austurfrétt/Gunnar
Vel heppnuð vígsla snjóflóðamannvirkja í Neskaupstað
Jón Björn Hákonarsson flytur ávarp sitt. Mynd: Austurfrétt/Gunnar

Frétta og viðburðayfirlit