Formleg vígsla verður á ofanflóðamannvirkjum við Bleiksá, Hlíðarendaá og Ljósá á Eskifirði föstudaginn 2. júlí klukkan 11:00. Íbúar Fjarðabyggðar og aðrir gestir, eru boðnir hjartanlega velkomnir til að fagna þessum mikilvæga áfanga í ofanflóðavörnum í sveitarfélaginu.