mobile navigation trigger mobile search trigger
06.05.2016

Vörur með ljósmyndum frá Eskifirði

Áhugaljósmyndarnir Atli Börkur Egilsson og Hlynur Ársælsson stofnuðu fyrir nokkru fyrirtækið Pighill sem hannar og framleiðir alls kyns varning með Eskfirskum ljósmyndum.

Vörur með ljósmyndum frá Eskifirði
Handklæði frá Pighill.

Að sögn þeirra félaga var framleiðslan í byrjun einskorðuð við smávöru ýmiss konar eins og segla og glasamottur, en hefur síðan verið að vinda upp á sig. Heiti fyrirtækisins er dregið af Svínaskálahlið, en báðir búa við þá götu á Eskifirði.

Viðtal við Atla Börk og Hlyn birtist í Austurglugga vikunnar. Þar segja þeir að viðtökur hafi verið mjög góðar og möguleikarnir á frekari vöruþróun og framleiðslu séu í raun endalausir.

Atli Börkur og Hlynur eru þekktir áhugaljósmyndarar á Eskifirði. Fyrir um tveimur árum fóru þeir að sögn Hlyns að velta því fyrir sér að gera eitthvað úr myndunum, þar á meðal minjagripi fyrir ferðamenn.

Vörurnar frá Pighill fást í Böggablómi á Eskifirði.

Pighill er á FB

Frétta og viðburðayfirlit