Hrefna Eyþórsdóttir, formaður Krabbameinsfélags Austfjarða, mun halda fræðsluerindi fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð þar sem hún kynnir starfsemi félagsins og veitir innsýn í þau úrræði og stuðning sem í boði eru.

Erindið er hluti af mánaðarlegum fræðsluviðburðum á vegum öldungaráðs Fjarðabyggðar og félaga eldra fólks, sem hafa það að markmiði að efla upplýsingagjöf og tengsl við eldra fólk í samfélaginu.
Verið hjartanlega velkomin í spjall, kaffi og léttar veitingar