Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri og Silja Rún Friðriksdóttir, verkefnastjóri námssamfélags ætla að heimsækja hluta Austurlands í næstu viku. Þær munu funda með bæjarráðum Múlaþings og Fjarðarbyggðar ásamt því að bjóða Austfirðingum í kaffi.
Heimsóknin er í takt við áherslur HA um að vera háskóli alls landsins og halda í persónulega nálgun þrátt fyrir að vera sá opinberi háskóli sem hefur stækkað hvað mest hlutfallslega undanfarin ár.
Háskólinn á Akureyri hefur á undanförnum 15 árum tvöfaldast hvað varðar nemendafjölda, fengið heimild til doktorsnáms á átta fræðisviðum, þróað margar nýjar námsleiðir og stöðugt bætt í hvaða varðar rannsóknarstig. Því fyrir utan hefur HA á þessum árum, stigið stór skref við að byggja upp fjarnám, tileinka sér notkun gervigreindar og annarrar tækni ásamt því að vera í virkri uppbyggingu námssamfélags og nýsköpunarumhverfis.
Nú langar okkur að kynnast Austurlandi og íbúum þess betur og í leiðinni bjóða í spjall um HA og vegferð skólans. Vegna þess verður boðið upp á opin fund 1. desember í Fróðleiksmolanum, Reyðarfirði klukkan 20:00. Í boði verða léttar veitingar.
Um 150 Austfirðingar stunda nú nám við háskólann og við bjóðum velkomna fyrrverandi, núverandi og framtíðarnemendur.
