Í tilefni af útgáfu barnabókarinnar 24 DAGAR TIL JÓLA verður útgáfuhóf á Bókasafni Reyðarfjarðar fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17:00. Særún Hlín Laufeyjardóttir, höfundur bókarinnar, mun segja frá bókinni sinni, lesa nokkra valda kafla og árita bókina sem verður einnig til sölu á staðnum. Allir sem mæta geta tekið þátt í happdrætti með því að skrifa nafnið sitt á miða og heppinn aðili gæti unnið eintak af bókinni. Að sjálfsögðu verða léttar veitingar í boði. Allir velkomnir í þessa hugljúfu stund.
Útgáfuhóf barnabókarinnar 24 dagar til jóla
Dags
27. nóvember
Kl.
17:00 - 19:00
Staðsetning
Bókasafn Reyðarfjarðar
Útgáfuhóf barnabókarinnar 24 dagar til jóla.
