Fara í efni
17.04.2017 Fréttir

Páskaplast og pappi í endurvinnsluna

Deildu

Nokkur dæmi má taka í því tilliti:

Margir eru með einhvers konar kjöt í páskamatinn. T.d. kalkún, lambakjöt eða hamborgarahrygg. Öllu er þessu pakkað í plastumbúðir sem auðvelt er að þrífa, safna saman í glæran poka og setja í grænu tunnuna.

Páskaegg voru líklega á boðstólunum á flestum heimilum. Páskaeggjunum er pakkað í plast- og pappaumbúðir. Auk þess er sælgætinu sem er innan í páskaegginu gjarnan pakkað í plast- eða pappírsumbúðir. Það er því gríðarlegt magn af plasti sem fellur til við páskaeggjaát og mikilvægt að koma því í glæran plastpoka, þá í grænu tunnuna og þar með í endurvinnslu.

Þessi dæmi eru þau helstu þar sem endurvinnanlegur úrgangur fellur til yfir páskahátíðina en auðvitað er hann í öðru formi líka. Það er mikilvægt að hafa augun opin og flokka yfir páskahátíðina jafnt og á öðrum dögum.

Flokkunartaflan

Meira um endurvinnslu