Fara í efni
21.10.2016 Fréttir

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016

Deildu

Viðurkenning er veitt í þremur flokkum eða fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús, snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð og snyrtilegustu fyrirtækjalóðina.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegustu lóð við íbúðarhús hlutu Kristbjörg Kristinsdóttir og Hörður Þórhallsson, Heiðarvegi 25, Reyðarfirði.

Viðurkenningu fyrir snyrtilegasta umhverfi íbúðarhúss í dreifðri byggð hlutu Dalir I og II, í Daladal í Fáskrúðsfirði. Ábúendur eru Ármann Elísson og Jóna Ingunn Óskarsdóttir.

Verðlaun fyrir snyrtilegustu fyrirtækjalóð hlaut svo Síldarvinnslan í Neskaupstað, SVN.

Þetta er í fyrsta sinn sem Fjarðabyggð veitir viðurkenningar fyrir snyrtingu og fegrun umhverifsins. Stefnt er að því að þessi ánægjulegi viðuburður fari framvegis fram daginn fyrir fyrsta vetrardag á hverju ári.

Auglýst var eftir tilnefningum í ágúst og september sl. og var öllum með lögheimili í Fjarðabyggð heimilt að senda inn tilnefningar.

Dómnefnd skipuðu Freyr Ævarsson, umhverfisfulltrúi Fljótsdalshéraðs, Sveinbjörn Hrafn Kristjánsson, starfsmaður þjónustumiðstöð Fljótsdalshéraðs og Anna Heiða Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur og eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.

Skipan dómnefndar og yfirumsjón málsins heyrir undir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar.

Sjá nánar á vefsíðu umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar

Sjá fréttatilkynningu (pdf)