Föstudaginn 10. febrúar var söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi, SamAust, haldin. Að þessu sinni fór keppnin fram í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði.
Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) kom í heimsókn til Fjarðabyggðar sl. fimmtudag, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
Hollusta starfsfólks hjá Fjarðabyggð hefur aukist frá árinu 2013, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar sem kynntar voru í bæjarráði á mánudag. Meðalstarfsmaðurinn hjá Fjarðabyggð hlakkar til að fara í vinnuna og telur góða þjónustu forgangsatriði á sínum vinnustað.
Sunnudaginn 12. febrúar verður hið árlega sólarkaffi Kvenfélags Reyðarfjarðar í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju. Það byrjar kl. 15:00 og á boðstólum verða pönnukökur og kleinur.
Á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar voru nýir siðir í endurvinnslu formlega teknir upp á starfsmannafundi sl. fimmtudag, þegar starfsmenn komu með ruslafötur fyrir almennan úrgang sem höfðu verið staðsettar við hvert skrifboð og skiluðu þeim.
Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur á mánudaginn, 6. febrúar. Í tilefni af því gefa leikskólar sveitarfélagsins innsýn í það góða starf sem þar fer fram.
Íbúagátt Fjarðabyggðar opnaði formlega á bæjarstjórnarfundi í dag. Um framfaraskref er að ræða í þjónustu við íbúa. Í gáttinni verður hægt að sjá álagningaseðla fasteignagjalda, gjaldayfirlit gagnvart sveitarfélag og sækja um þjónustu þess.
Um 230 nemendur úr 7.-10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar komu saman á árlegum íþróttadegi í gær. Í þetta sinn fór hann fram í Neskaupstað en hann ferðast á milli byggðakjarna ár frá ári.
Álagningu fasteignagjalda er lokið í Fjarðabyggð fyrir árið 2017. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti óbreytta álagningu á milli áranna 2016 og 2017 nema hvað varðaði álagningu sorphreinsunar- og sorpeyðingargjalda.
Lífshlaupið verður ræst í tíunda sinn á morgun, 1. febrúar. Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnustaða í Fjarðabyggð taki þátt í þessari landskeppni í hreyfingu, með hliðsjón af þátttökunni í sveitarfélaginu í síðustu lífshlaupum.