Fara í efni

Fréttir

04.02.2017

Flokkum í Fjarðabyggð

Á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar voru nýir siðir í endurvinnslu formlega teknir upp á starfsmannafundi sl. fimmtudag, þegar starfsmenn komu með ruslafötur fyrir almennan úrgang sem höfðu verið staðsettar við hvert skrifboð og skiluðu þeim.
03.02.2017

Mikið um að vera í leikskólunum á degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur á mánudaginn, 6. febrúar. Í tilefni af því gefa leikskólar sveitarfélagsins innsýn í það góða starf sem þar fer fram.
03.02.2017

Alcoa Fjarðaál menntafyrirtæki ársins 2017

Fjarðaál fékk verðlaunin sem menntafyrirtæki ársins á menntadegi atvinnulífsins í gær úr hendi forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar.
02.02.2017

Íbúagátt Fjarðabyggðar formlega tekin í notkun

Íbúagátt Fjarðabyggðar opnaði formlega á bæjarstjórnarfundi í dag. Um framfaraskref er að ræða í þjónustu við íbúa. Í gáttinni verður hægt að sjá álagningaseðla fasteignagjalda, gjaldayfirlit gagnvart sveitarfélag og sækja um þjónustu þess.
02.02.2017

Samheldni og gleði á íþróttadegi grunnskólanna í gær

Um 230 nemendur úr 7.-10. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar komu saman á árlegum íþróttadegi í gær. Í þetta sinn fór hann fram í Neskaupstað en hann ferðast á milli byggðakjarna ár frá ári.
02.02.2017

Sýningar á Fortitude II hefjast á RÚV í kvöld

Fyrsti þátturinn í nýju þáttaröðinni verður sýndur kl. 22:20 í kvöld.
01.02.2017

Dagur kvenfélagskonunnar er í dag

1. febrúar ár hvert er dagur kvenfélagskonunnar. Ástæðan fyrir dagsetningunni er sú að Kvenfélagasamband Íslands var stofnað þennan dag árið 1930.
31.01.2017

Þróun fasteignagjalda í Fjarðabyggð

Álagningu fasteignagjalda er lokið í Fjarðabyggð fyrir árið 2017. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti óbreytta álagningu á milli áranna 2016 og 2017 nema hvað varðaði álagningu sorphreinsunar- og sorpeyðingargjalda.
31.01.2017

Lífshlaupið hefst á morgun

Lífshlaupið verður ræst í tíunda sinn á morgun, 1. febrúar. Gera má ráð fyrir að fjöldi vinnustaða í Fjarðabyggð taki þátt í þessari landskeppni í hreyfingu, með hliðsjón af þátttökunni í sveitarfélaginu í síðustu lífshlaupum.
30.01.2017

Skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs 2017

Samkvæmt hefð var skrifað undir samninga vegna Eistnaflugs helgina sem Kommablótið er haldið í Neskaupstað.
30.01.2017

Álagning fasteignagjalda 2017

Álagningu fasteignagjalda í Fjarðabyggð fyrir árið 2017 er nú lokið. Álagningarseðlar hafa verið póstlagðir.
27.01.2017

Læsissáttmáli undirritaður í Grunnskóla Reyðarfjarðar

Á miðvikudag fengu foreldrar kynningu á og undirrituðu læsissáttmála.
26.01.2017

Fræðslufundur um einhverfu í Nesskóla í fyrrakvöld

Foreldrafélag Nesskóla stóð fyrir afar áhugaverðum fræðslufundi um börn með röskun á einhverfurófi.
25.01.2017

Fjarðabyggð vinnur að ljósleiðaravæðingu dreifbýlis

Sveitarfélagið hefur ákveðið að unnið verði að umsókn um styrk til Fjarskiptasjóðs til ljósleiðaralagningar í dreifbýli.
24.01.2017

Mikið magn af fjölpósti inn um bréfalúgurnar

Á síðasta ári fékk hvert heimili í Fjarðabyggð um 14 kg af fjölpósti inn um bréfalúguna.
20.01.2017

Komdu í Oddsskarð

Merkur áfangi hefur náðst í markaðsstarfi skíðasvæðisins í Oddsskarði.
20.01.2017

Rafbílavæðing Austurlands

Fimmtudaginn 26. janúar verður fundur um rafbílavæðingu Austurlands á vegum Austurbrúar.
19.01.2017

Sorphirða á nýju ári

Soprhirðudagatal fram á vorið er nú aðgengilegt á vefsíðu Fjarðabyggðar. Dagatalið er nú einungis gefið út fram á vor vegna mögulegra breytinga á meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð.
18.01.2017

Tónskóli Neskaupstaðar í nýuppgert húsnæði

Tónskóli Neskaupstaðar hefur hafið starfsemi að nýju í nýuppgerðu húsnæði við Skólaveg.
15.01.2017

Nýir þjónustuaðilar í sveitarfélaginu

Tveir nýir þjónustuaðilar hófu starfsemi sína formlega í gær.
15.01.2017

Fleiri nýjungar í Oddsskarði

Snjótroðarinn var ekki eina nýjungin á fyrsta opnunardegi vetrarins í Oddsskarði í gær.
14.01.2017

Stór dagur í Oddsskarði

Afnot af nýjum snjótroðara voru formlega veitt í blíðskaparveðri í dag.
14.01.2017

Stórsigur á Reykjavík í Útsvari

Útsvarsliðið okkar lagði lið Reykvíkinga í gær með 110 stigum gegn 55.
13.01.2017

Fyrsti opnunardagur vetrarins í Oddsskarði

Á morgun, laugardaginn 14. janúar, opnar skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur og nýr snjótroðari verður formlega afhentur.
12.01.2017

Aukin stýring á beitar- og slægjulandi sveitarfélagsins

Vinna við kortlagningu beitarsvæða á landi í eigu Fjarðabyggðar hefur átt sér stað á síðustu árum og samrýmist hún því sem þekkist hjá öðrum sveitarfélögum.
09.01.2017

Afar vel heppnað hugmyndaþing

Það kenndi ýmissa grasa á árlegu hugmyndaþingi starfsmanna Fjarðabyggðar sem fór fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands á laugardag.
06.01.2017

Söfnun jólatrjáa

Starfsmenn þjónustumiðstöðva munu fara um bæjarfélagið í næstu viku og týna upp jólatré. Íbúar, þeir sem það vilja, eru beðnir um að setja tré við lóðamörk.
06.01.2017

Varað við hættu á sinubruna

Slökkvilið Fjarðabyggðar vill koma því á framfæri, að varhugavert getur verið að skjóta upp flugeldum í tilefni af þrettándanum vegna sérstakra aðstæðna. Jörð er mikið til auð og víða er þurr sina og gróður.
05.01.2017

Sameiginlegur fundur bæjarstjórnar og ungmennaráðs

Efling geðheilbrigðisþjónustu í skólum, bætt loftræsting í íþróttahúsum sveitarfélagsins og uppbygging fjallahjólagarðs í Oddskarði, var á meðal þess sem ungmennaráð vakti máls á og ræddi, á fundi með bæjarstjórn í dag.
03.01.2017

Skipulag haf- og strandsvæða heim í hérað - Umsögn Fjarðabyggðar

Á fundi bæjarstjórnar þann 15. desember síðastliðinn var lögð fram og samþykkt umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.