Soprhirðudagatal fram á vorið er nú aðgengilegt á vefsíðu Fjarðabyggðar. Dagatalið er nú einungis gefið út fram á vor vegna mögulegra breytinga á meðhöndlun úrgangs í Fjarðabyggð.
Vinna við kortlagningu beitarsvæða á landi í eigu Fjarðabyggðar hefur átt sér stað á síðustu árum og samrýmist hún því sem þekkist hjá öðrum sveitarfélögum.
Starfsmenn þjónustumiðstöðva munu fara um bæjarfélagið í næstu viku og týna upp jólatré. Íbúar, þeir sem það vilja, eru beðnir um að setja tré við lóðamörk.
Slökkvilið Fjarðabyggðar vill koma því á framfæri, að varhugavert getur verið að skjóta upp flugeldum í tilefni af þrettándanum vegna sérstakra aðstæðna. Jörð er mikið til auð og víða er þurr sina og gróður.
Efling geðheilbrigðisþjónustu í skólum, bætt loftræsting í íþróttahúsum sveitarfélagsins og uppbygging fjallahjólagarðs í Oddskarði, var á meðal þess sem ungmennaráð vakti máls á og ræddi, á fundi með bæjarstjórn í dag.
Um áramótin taka nýjar reglur um húsaleigubætur gildi. Fjarðabyggð veitir þá ekki lengur almennar húsaleigubætur til leigjanda. Í staðinn koma reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.
Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Ungmennafélaginu Val.
Á sama tíma og Ungmennafélagið Valur hélt upp á 80 ára afmælið var íþróttamaður Vals fyrir árið 2016 útnefndur og hlaut Ásmundur Hálfdán Ásmundsson glímukóngur, nafnbótina að þessu sinni.
Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2016. Tuttugu og fimm keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.
Nýlega voru undirritaðir fimm verktakasamningar um ræstingu leikskólanna Eyrarvalla, Dalborgar, Lyngholts og Kærabæjar ásamt ræstingu bæjarskrifstofunnar að Hafnargötu 2 Reyðarfirði.
Fyrir nokkrum árum var stofnaður sameiginlegur jólasjóður fyrir Fjarðabyggð og Breiðdalsvík. Þökk sé góðum stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka, hefur öllum verið veitt aðstoð sem til sjóðsins leita.