Fara í efni

Fréttir

03.01.2017

Lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar

Bæjarráð Fjarðabyggðar ályktaði á fundi 2. janúar um málefni Reykjavíkurflugvallar.
30.12.2016

Nýjar reglur og lög um húsaleigubætur

Um áramótin taka nýjar reglur um húsaleigubætur gildi. Fjarðabyggð veitir þá ekki lengur almennar húsaleigubætur til leigjanda. Í staðinn koma reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sem bæjarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum.
30.12.2016

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson er íþróttamaður Fjarðabyggðar 2016

Íþróttamaður Fjarðabyggðar var valinn við hátíðlega athöfn í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði fimmtudaginn 29. desember. Fyrir valinu varð glímukappinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Ungmennafélaginu Val.
29.12.2016

Ungmennafélagið Valur 80 ára

Ungmennafélagið Valur Reyðarfirði hélt upp á 80 ára afmæli sitt þann 27. desember en félagið var stofnað þennan dag árið 1936.
29.12.2016

Ásmundur Hálfdán Ásmundsson Íþróttamaður Vals 2016

Á sama tíma og Ungmennafélagið Valur hélt upp á 80 ára afmælið var íþróttamaður Vals fyrir árið 2016 útnefndur og hlaut Ásmundur Hálfdán Ásmundsson glímukóngur, nafnbótina að þessu sinni.
28.12.2016

Áramótabrennur

Áramótabrennur verða á gamlársdag 31. desember, sem hér segir:
28.12.2016

Fjórðungsglíma Austurlands - Aðalsteinsbikarinn

Fjórðungsglíma Austurlands, keppnin um Aðalsteinsbikarinn fór fram í Íþróttahúsinu á Reyðarfirði 27. desember 2016. Tuttugu og fimm keppendur kepptu í þremur flokkum karla og þremur flokkum kvenna.
23.12.2016

Slydda og slabb

Íbúar eru hvattir til að hreinsa frá og fylgjast vel með niðurföllum við híbýli sín.
21.12.2016

Ræsting á leikskólum Fjarðabyggðar og bæjarskrifstofu

Nýlega voru undirritaðir fimm verktakasamningar um ræstingu leikskólanna Eyrarvalla, Dalborgar, Lyngholts og Kærabæjar ásamt ræstingu bæjarskrifstofunnar að Hafnargötu 2 Reyðarfirði.
20.12.2016

Jólasjóðurinn í Fjarðabyggð og Breiðdalsvík

Fyrir nokkrum árum var stofnaður sameiginlegur jólasjóður fyrir Fjarðabyggð og Breiðdalsvík. Þökk sé góðum stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka, hefur öllum verið veitt aðstoð sem til sjóðsins leita.
19.12.2016

Umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Á fundi bæjarstjórnar 15. desember var lögð fram og samþykkt samhljóða, eftirfarandi umsögn bæjarins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
16.12.2016

Jólaheimsóknir bæjarstjóra

Sú skemmtilega hefð hefur myndast að bæjarstjóri heimsæki stofnanir sveitarfélagsins á aðventunni. Hér má sjá Pál Björgvin í góðum félagsskap í Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag.
16.12.2016

Piparkökuhús í Molanum

Þessa viku hafa fjögur glæsileg piparkökuhús staðið til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af góðgerðarverkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðvunum Zveskjunni á Reyðarfirði og Atóm á Norðfirði standa fyrir.
08.12.2016

Hönnunar- og söngkeppnin SamEind

Föstudaginn 3. desember var haldin hönnunar- og söngkeppnin SamEind í Egilsbúð í Neskaupstað. SamEind er sameiginlegt verkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð en efstu þrjú sætin í söngkeppninni tryggðu þátttöku á SamAust söngkeppni félagsmiðstöðva á öllu Austurlandi.
08.12.2016

Nægt vatn í Neskaupstað

Vegna fréttar RÚV í gærkvöldi um vatnsleysi í Neskaupstað er rétt að árétta að viðgerð á kaldavatnslögn milli Fannadals og Neskaupstaðar er lokið. Það er því engin hætta á að kalt vatn klárist í Neskaupstað í dag eða næstu daga.
05.12.2016

Rafmagnstruflanir á Norðfirði í kvöld og nótt

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum og skömmtun raforku á Norðfirði í kvöld mánudag 5.desember frá kl.23:30 til kl. 05:00 í fyrramálið.
04.12.2016

Laun kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð óbreytt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi 1.desember að samþykkt kjararáðs frá 29. október sl., um breytingar á þingfararkaupi sem átti að gilda frá 1. nóvember sl., verði ekki notuð sem viðmið við ákvörðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð. Laun kjörinna fulltrúa verði því óbreytt að svo stöddu.
02.12.2016

Bygging grjóthleðslugarðs á Fáskrúðsfirði

Um þessar mundir er unnið að jarðvegskiptum við kirkjugarðinn á Fáskrúðsfirði í tengslum við byggingu grjóthleðslugarðs. Framkvæmdir við hleðsluvegg hefjast vorið 2017.
01.12.2016

Rafmagnstruflanir í Neskaupstað

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum á Norðfirði í kvöld 1. desember frá kl.23:30 og til kl. 06 í fyrramálið. Notendur eru hvattir til að slökkva á orkufrekum búnaði eins og rafmagnsofnum fyrir þennan tíma, svo ekki þurfi að koma til skömmtunar vegna álags.
26.11.2016

Jólaljósin ljóma

Krakkar mínir komið þið sæl. Jólasveinar voru á ferðinni í dag og tóku þátt í að tendra jólaljósin um alla Fjarðabyggð.
26.11.2016

Jólamarkaður í Dalahöllinni

Margt var um manninn í Dalahöllinni, reiðhöll Norðfirðinga, í dag þegar árlegur jólamarkaður heimamanna fór fram.
24.11.2016

Grunnvatnsstaða í byggð neðan fyrirhugaðra varnargarða í Neskaupstað

Fjarðabyggð mun láta fylgjast með grunnvatnsstöðu í byggð neðan fyrirhugaðra varnargarða undir Urðarbotnum og Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði.
23.11.2016

Rafmagnstruflanir á Norðfirði

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum og skömmtun raforku á Norðfirði í kvöld frá kl.23:30 og til kl. 06:00 í fyrramálið. Notendur eru hvattir til að slökkva á sérstaklega orkufrekum búnaði eins og rafmagnsofnum, fyrir þennan tíma, svo ekki þurfi að koma til skömmtunar vegna álags, þar sem notast verður við varaaflsvélar á meðan á vinnu stendur.
22.11.2016

Öll jólatré úr heimabyggð

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, felldi í gær fyrsta jólatréið af þeim sem skreyta munu bæjarkjarna Fjarðabyggðar á aðventunni. Kveikt verður á jólatrjánum í flestum bæjarkjörnum um helgina.
21.11.2016

Mizuno deild kvenna í blaki

Stelpurnar í Þrótti léku tvo leiki við Völsung um helgina. Báðir leikirnir unnust nokkuð örugglega 3-0.
17.11.2016

Nýtum sóknarfærin til fulls

Áhugavert málþing fór fram nýlega í Egilsbúð um þau sóknarfæri sem nýju Norðfjarðargöngin hafa í för með sér en göngin opna á næsta ári.
17.11.2016

Fundur um deiliskipulag Hlíðarenda

Íbúafundur verður haldinn í Grunnskóla Eskifjarðar um deiliskipulag Hlíðarenda, næstkomandi mánudag kl. 20:00.
17.11.2016

Hafðu samband

Vegna bilunar í tilkynningakerfi heimasíðu bæjarins hafa tilkynningar íbúa af heimasíðunni í gegnum "Hafðu samband", ekki skilað sér upp á síðkastið. Íbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið, en vonast er til að þetta komist í lag síðar í dag.
16.11.2016

Grænfáninn dreginn að húni

Leikskólinn Lyngholt fagnaði í dag þeim einstaka áfanga að hljóta grænfánann í fimmta sinn. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, aðstoðuðu nemendur við að draga fánann að húni.