Fara í efni

Fréttir

17.09.2016

Í leikskóla er lífið gott

Opnun Eyrarvalla var fagnað í dag. Leikskólanum bárust í tilefni dagsins gjafir góðar og fræðslustjóri Fjarðabyggðar frumflutti söngvísur Eyrarvalla. Þá var veitt viðurkenning vegna nafnavals nýja leikskólans og má hér sjá Höllu Höskuldsdóttur, leikskólastjóra, afhenda Guðrúnu Evu Loftsdóttur bók að launum fyrir vinningstillöguna.
17.09.2016

Bæjarstjórn fundar á Fáskrúðsfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt 206. fund sinn á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá bæjarfulltrúa í upphafi fundarins, sem fram fór í Skólamiðstöðinni.
16.09.2016

Opnunarhátíð Eyrarvalla nýs leikskóla í Neskaupstað

Laugardaginn 17.september verður haldin formleg opnunarhátíð á Eyrarvöllum. Hátíðardagskrá mun standa yfir frá kl. 10:00 til 11:00 og að henni lokinni verður opið hús á Eyrarvöllum til kl. 13:00. Allir hjartanlega velkomnir.
16.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru í Fjarðabyggð

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Í tilefni af því verður hrundið af stað í grunnskólum Fjarðabyggðar söfnun gamalla sagna um vættir í náttúru sveitarfélagsins. Einnig hefur Verkmenntaskóli Austurlands (VA) í dag formlega göngu sína sem Skóli á grænni grein.
15.09.2016

Verkmenntaskólinn á grænni grein

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) hefur formlega göngu sína sem skóli á grænni grein á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september.
14.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru

Vættir í náttúru landsins eru að þessu sinni viðfangsefnið á Degi íslenskrar náttúru. Söfnun á gömlum sögum og minnum um slíka vætti í Fjarðabyggð hefur göngu sína þann 16. september, sem er einmitt dagurinn. Er hárbrúða Holtasóleyjarinnar kannski álfkona í álögum?
12.09.2016

Glæsilegur sigur í Útsvari

Okkar fólk vann sannfærandi sigur á grönnum okkar á Fljótsdalshéraði í fyrstu viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari á RÚV. Viðureigninni lauk með sigri Fjarðabyggðar 85 stig gegn 54 stigum Fljótsdalshéraðs.
10.09.2016

Námskeið í endurnýtingu

Föstudaginn 9. september hélt fjölskyldusvið Fjarðabyggðar námskeið fyrir starfsmenn félagsstarfs aldraðra.
08.09.2016

Málum bæinn rauðan

Kvennaþing Landsbjargar fer fram á Fáskrúðsfirði dagana 9. og 10. september og verður bærinn málaður rauður með margvíslegu móti, af því tilefni. Ýmis félög og fyrirtæki verða með opið hús, tilboð og margt fleira.
07.09.2016

Útsvar aftur af stað

Okkar fólk mun mæta nágrönnum sínum frá Fljótsdalshéraði í fyrstu viðureign vetrarins í Útsvari á RÚV nk. föstudagskvöld kl. 20:00.
05.09.2016

Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar 2016

Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar 2016. Tekið er við tilnefningum til og með 9. september nk.
02.09.2016

Nýr áningastaður í smíðum

Framkvæmdir vegna áningarstaðar við Helgustaðarnámu hafa sóst vel. Náman er friðlýst náttúruvætti og hafa framkvæmdirnar þann tvíþætta tilgang að verja svæðið annars vegar gegn ágangi og hins vegar að auðvelda ferðamönnum að sækja staðinn heim.
26.08.2016

Innrás úr austri

Sannkölluð menningarveisla verður í Hörpunni í boði tónlistarfólks frá öllu Austurlandi þann 10. september nk.
26.08.2016

Langur laugardagur á Stöðvarfirði

Frábær menningardagur með Salthússmarkaðanum, Sköpunarmiðstöðinni, Minjasafni Tona, Svartholinu, ljósakvöldi Steinasafns Petru og fleira skemmtilegu.
22.08.2016

Stefánslaug til heiðurs Stefáni Þorleifssyni 100 ára

Í tilefni af 100 ára afmæli Stefáns Þorleifssonar þann 18. ágúst sl., samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar að Sundlaug Norðfjarðar verði framvegis nefnd honum til heiðurs Stefánslaug.
22.08.2016

Bundið slitlag sett á Norðfjarðarflugvöll

Undirritaður var í dag á Norðfjarðarflugvelli samningur á milli Fjarðabyggðar og Innanríkisráðuneytisins um fjármögnun endurbóta á Norðfjarðarflugvelli, sem gera munu flugvellinum kleift að sinna áfram þýðingarmiklu öryggishlutverki sínu. Fjarðabyggð fjármagnar ásamt SÚN og Síldarvinnslunni í Neskaupstað um helming framkvæmdarinnar. Hér má sjá Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarsstjóra, handsala samninginn að undirritun lokinni.
22.08.2016

Lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli mótmælt harðlega

Bæjarráð Fjarðabyggðar undrast að á sama tíma og leitað er allra leiða til að tryggja aðstöðu fyrir sjúkraflug í Neskaupstað, skuli sveitarfélagið Reykjavíkurborg kjósa að loka mikilvægri öryggisflugbraut fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Í bókun sem bæjarráðið samþykkti á fundinum sínum í morgun er lokun brautarinnar jafnframt mótmælt harðlega og vonbrigðum lýst með aðgerðarleysi stjórnvalda.
19.08.2016

Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar brá undir sig betri fætinum í vikunni og hélt bæjarstjórnarfund á Stöðvarfirði. Hér eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra með fagran Stöðvarfjörðinn í baksýn.
19.08.2016

Glæsileg opnunarhátíð

Hátíðarhöldin í tilefni af því að 230 ár eru liðin frá því að Eskifjörður hlaut kaupstaðarréttindi hófust með veglegri opnunarhátíð sem fram fór í Valhöll í gærkvöldi.
18.08.2016

Fyrsti starfsdagurinn runninn upp

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhenti Höllu Höskuldsdóttur, leikskólastjóra, formlega lykilinn að Eyrarvöllum í Neskaupstað í morgun. Fyrsti starfsdagur nýja leikskólans er í dag og var eftirvæntingin mikil.
17.08.2016

230 ár síðan Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi

Þess verður minnst um helgina að 230 ár eru síðan að Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af þessu tilefni verður vegleg hátíðardagskrá í boði fram á sunnudag.
16.08.2016

Eyrarvellir á Neseyri

Innan skamms verður smiðshöggið rekið á nýjan og glæsilegan leikskóla á Neseyri í Neskaupstað. Um merkan áfanga er að ræða í skólastarfi sveitarfélagsins.
05.08.2016

Girðingarátak NAUST og Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi. Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.
27.07.2016

Neistaflug í Neskaupstað

Fyrsti viðburður í dagskrá Neistaflugs er á morgun en Magni Ásgeirs og Eyþór Ingi verða með '90s rokktónleika en einnig verður sundlaugadiskó og útibíó. Kynntu þér frábæra og fjölbreytta dagskrá Neistaflugs hér ásamt nánari upplýsingum um hátíðina.
27.07.2016

Nágrannaslagur milli Fjarðabyggðar og Leiknis F.

Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði mætast í í kvöld á Eskjuvelli kl 19:15. Ljóst er að hart verður barist í þessum grannaslag og við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið. Hér getur þú nálgast leikskrána fyrir leikinn.
26.07.2016

Tilfinningaþrungin stund

Blómsveigar voru lagðir að róðukrossi Franska grafreitsins á Fáskrúðsfirði, í athöfn sem fram fer á Frönskum dögum í minningu þeirra frönsku sjómanna sem farist hafa á sjó. Athöfnin var tilfinningaþrungin fyrir Maxime Normand, sem vitjaði leiði afa síns fyrstur afkomenda. Talið er að um 4.000 franskir sjómenn hafi farist við Íslandsstrendur á árunum 1830 til 1930.
25.07.2016

Allabadderí fransí

Franskir dagar fóru vel fram um helgina á Fáskrúðsfirði. Þátttaka var góð á Frönskum dögum og þrátt fyrir rigningarspá þá hélst hann þurr.
22.07.2016

George Bullard í Neskaupstað

George Bullard landkönnuður og heimshornaflakkari er í Neskaupstað en hann kom á Kajak til bæjarins fyrr í dag. Þeir sem vilja hitta George og fræðast um ferðir hans eru velkomnir í Kajakklúbbinn í Neskaupstað í kvöld föstudaginn 22.júlí kl. 20:30.
19.07.2016

Þegar Íslandsmótið í knattspyrnu er hálfnað

Gengi Fjarðabyggðar, Leiknis og sameiginlegs kvennaliðs með Hetti hefur verið skrykkjótt í sumar.
15.07.2016

Blað Franskra daga komið út

Fjölskylduhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verður haldin í næstu viku dagana 21. - 24. júlí. Blað Franskra Daga er komið út og er ritstjóri þess er Albert Eiríksson. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni um Frönsku dagana og lífið á Fáskrúðsfirði fyrr og nú.