17.09.2016
Í leikskóla er lífið gott
Opnun Eyrarvalla var fagnað í dag. Leikskólanum bárust í tilefni dagsins gjafir góðar og fræðslustjóri Fjarðabyggðar frumflutti söngvísur Eyrarvalla. Þá var veitt viðurkenning vegna nafnavals nýja leikskólans og má hér sjá Höllu Höskuldsdóttur, leikskólastjóra, afhenda Guðrúnu Evu Loftsdóttur bók að launum fyrir vinningstillöguna.