Fara í efni

Fréttir

26.10.2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Fjarðabyggð, fram að kjördegi laugardaginn 29. október, verður sem hér segir:
25.10.2016

Spennandi skuggakosningar

kuggakosningar ungs fólks í Fjarðabyggð fara fram samhliða alþingiskosningum þann 29. október nk. Kosningarétt hefur ungt fólk á aldrinum 14 til 17 ára.
25.10.2016

Birgir Jónsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda.
25.10.2016

Kvennafrí í Fjarðabyggð

Konur í Fjarðabyggð tóku sér frí úr vinnu kl. 14:38 í gær til að undristrika kröfuna um sömu laun fyrir sömu eða sambærilega vinnu. Þessi mynd var tekin í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem boðið var upp á kaffi og hvatningarræður í tilefni dagsins.
24.10.2016

Kuldaboli

Um helgina fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli, samstarfsverkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt. Aðalmarkmiðið með Kuldabola er að krakkar kynnist innbyrðis, prófi nýjar tómstundir og skemmti sér saman á heilbrigðan máta.
24.10.2016

Launajafnrétti

Í dag, 24. október, eru rúm fjörutíu ár liðin frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna þá voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber eitthvað í milli í launum kynjanna. Allir kvenkyns starfsmenn Fjarðabyggðar, sem þess óska, munu af þessu tilefni leggja niður störf kl. 14:38 í dag mánudaginn 24.október.
21.10.2016

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016

Jón Björn Hákonarson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhentu í dag í Tónlistarmiðstöð Austurlands fyrstu umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar.
20.10.2016

Besta hlið Íslands

Greinarhöfundur breska dagsblaðsins Sunday Times sótti nýlega Austurland heim. Úr varð stórskemmtileg grein sem lofar þennan eftirsóknarverða áfangastað í hástert undir fyrirsögninni Icelands's really wild side.
17.10.2016

Viðtalstímar bæjarstjóra í bæjarkjörnum

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, verður með viðtalstíma í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar dagana 17. til 31. október.
13.10.2016

Notaðu nefið

Þekkir þú muninn á geymsluþolsmerkingum matvæla? Fjarðabyggð verður með áhugaverðar kynningar á Tæknidegi fjölskyldunnar, í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 15. október.
11.10.2016

Undrumst, fræðumst, gleðjumst og sjáumst

Tæknidagur fjölskyldunnar verður í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað þann 15. október nk. Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi kynnir nýjasta nýtt, Ævar vísindamaður verður á á staðnum og verkmenntaskólinn fagnar 30 ára starfsafmæli sínu.
05.10.2016

Geðræktardagur á Austurlandi

Fjölmennt málþing um geðheilbrigðisþjónustu fór nýlega fram í sal Grunnskóla Reyðarfjarðar. Auk þess sem fjallað var um úrræði fyrir fólk með geðraskanir á Austurlandi, fór fram gagnleg umræða um stöðu málaflokksins innan landshlutans.
05.10.2016

Tónskóli í sérflokki

Tónskóli Neskaupstaðar fagnaði 60 ára starfsafmæli þann 1. október sl. Egill Jónsson, tónskólastjóri, rifjar í tilefni af því upp áhugaverða sögu skólans í skemmtilegu viðtali við Austurgluggann.
05.10.2016

Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Í samkomulaginu felst m.a. að Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit nú í haust.
30.09.2016

Hágarðahlaup 2016

Sunnudaginn 2. október verður hið árlega Hágarðahlaup og gefst þá þátttakendum tækifæri til að reyna sig við hlaup á göngu- og útivistarstígum við snjóflóðamannvirkin í Neskaupstað.
26.09.2016

Fjarðabyggðarhafnir á Expo 2016

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2016 opnar í Laugardagshöll í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Um stærstu sýningu ársins er að ræða hér á landi með vel á annað hundrað þátttakendur, bæði innlenda og erlenda.
22.09.2016

Bilun í símkerfi

Vegna bilunar í símkerfi getur verið erfitt að ná sambandi við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar. Unnið er að viðgerð.
19.09.2016

Fíflalús nemur land

Uppi eru vísbendingar um að fíflalús sé að ná útbreiðslu á Austurlandi. Lúsin, sem með stræstu blaðlúsum, er hvimleiður gestur en ekki hættulegur.
18.09.2016

Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Lokaæfing fyrir kvöldið. Gospelnámskeiði Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, sem staðið hefur yfir um helgina, lýkur með glæsilegum tónleikum í dag. Tæplega 60 manna kór kemur fram ásamt stórsöngvaranum Páli Rósinkranz. Einstaklega kraftmikið söngfólk og söngmenning er á Austurlandi, að sögn Óskars Einarssonar, námskeiðsstjórnanda.
17.09.2016

Í leikskóla er lífið gott

Opnun Eyrarvalla var fagnað í dag. Leikskólanum bárust í tilefni dagsins gjafir góðar og fræðslustjóri Fjarðabyggðar frumflutti söngvísur Eyrarvalla. Þá var veitt viðurkenning vegna nafnavals nýja leikskólans og má hér sjá Höllu Höskuldsdóttur, leikskólastjóra, afhenda Guðrúnu Evu Loftsdóttur bók að launum fyrir vinningstillöguna.
17.09.2016

Bæjarstjórn fundar á Fáskrúðsfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hélt 206. fund sinn á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá bæjarfulltrúa í upphafi fundarins, sem fram fór í Skólamiðstöðinni.
16.09.2016

Opnunarhátíð Eyrarvalla nýs leikskóla í Neskaupstað

Laugardaginn 17.september verður haldin formleg opnunarhátíð á Eyrarvöllum. Hátíðardagskrá mun standa yfir frá kl. 10:00 til 11:00 og að henni lokinni verður opið hús á Eyrarvöllum til kl. 13:00. Allir hjartanlega velkomnir.
16.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru í Fjarðabyggð

Dagur íslenskrar náttúru er í dag. Í tilefni af því verður hrundið af stað í grunnskólum Fjarðabyggðar söfnun gamalla sagna um vættir í náttúru sveitarfélagsins. Einnig hefur Verkmenntaskóli Austurlands (VA) í dag formlega göngu sína sem Skóli á grænni grein.
15.09.2016

Verkmenntaskólinn á grænni grein

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) hefur formlega göngu sína sem skóli á grænni grein á Degi íslenskrar náttúru, þann 16. september.
14.09.2016

Dagur íslenskrar náttúru

Vættir í náttúru landsins eru að þessu sinni viðfangsefnið á Degi íslenskrar náttúru. Söfnun á gömlum sögum og minnum um slíka vætti í Fjarðabyggð hefur göngu sína þann 16. september, sem er einmitt dagurinn. Er hárbrúða Holtasóleyjarinnar kannski álfkona í álögum?
12.09.2016

Glæsilegur sigur í Útsvari

Okkar fólk vann sannfærandi sigur á grönnum okkar á Fljótsdalshéraði í fyrstu viðureign vetrarins í spurningaþættinum Útsvari á RÚV. Viðureigninni lauk með sigri Fjarðabyggðar 85 stig gegn 54 stigum Fljótsdalshéraðs.
10.09.2016

Námskeið í endurnýtingu

Föstudaginn 9. september hélt fjölskyldusvið Fjarðabyggðar námskeið fyrir starfsmenn félagsstarfs aldraðra.
08.09.2016

Málum bæinn rauðan

Kvennaþing Landsbjargar fer fram á Fáskrúðsfirði dagana 9. og 10. september og verður bærinn málaður rauður með margvíslegu móti, af því tilefni. Ýmis félög og fyrirtæki verða með opið hús, tilboð og margt fleira.
07.09.2016

Útsvar aftur af stað

Okkar fólk mun mæta nágrönnum sínum frá Fljótsdalshéraði í fyrstu viðureign vetrarins í Útsvari á RÚV nk. föstudagskvöld kl. 20:00.
05.09.2016

Umhverfisverðlaun Fjarðabyggðar 2016

Óskað er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Fjarðabyggðar 2016. Tekið er við tilnefningum til og með 9. september nk.