Fara í efni

Fréttir

30.06.2016

Bryggjuhátíðin

Bryggjuhátíðin er haldin á Reyðafirði Laugardaginn 2. júlí í boði íbúasamtöka Reyðarfjarðar. Þetta er frábær fjölskylduskemmtun sem enginn vill missa af. Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar nánar og gerðu þér glaðan dag á Reyðarfirði.
30.06.2016

Støð í Stöð

Støð í Stöð í er fjölskylduhátíð sem haldin verður á Stöðvarfirði núna um helgina, 30. júní - 3. júlí. Kynntu þér glæsilega dagskrá hátíðarinnar sen hefst fimmtudaginn 30.júlí með ljósmyndasýningu í Sköpunarmiðstöðinni og seinasti af fjölmörgu dagskráliðum hátíðarinnar er pylsuveisla undir ljúfum harmónikkutónum í Nýgræðingi Sunnudaginn 3.júlí.
29.06.2016

Sumarið er tíminn í Fjarðabyggð

Margar af stærstu sumarhátíðum Fjarðabyggðar eru framundan. Alþjóðlega rokk- og tónlistarhátíðin Eistnaflug verður á flugi í Neskaupstað 6. til 9. júlí og að kvöldi dags þann 20. júlí hefja göngu sína Franskir dagar á Fáskrúðsfirði með fjögurra daga skemmtidagskrá á franska vísu.
20.06.2016

Allt að þriðjungs fækkun í sumarstörfum

Að ráðningum loknum hjá þjónustumiðstöðvum og Vinnuskóla Fjarðabyggðar er ljóst, að ásókn í þessi sumarstörf hefur minnkað á milli ára.
17.06.2016

Það er kominn 17. júní!

Íbúar í Fjarðabyggð fjölmenntu á Fáskrúðsfirði, þar sem lýðveldisdeginum var fagnað. Þessi litla snót var á meðal þeirra fjölmörgu barna sem biðu þolinmóð eftir að fá 17. júní-blöðru fyrir skrúðgönguna.
16.06.2016

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð

17. júní verður fagnað á Fáskrúðsfirði með glæsilegri skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
10.06.2016

Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ

Farið var í fjöruferð og náttúran notuð í stærfræðikennslu og læsi.
09.06.2016

Brúargerðinni senn lokið

Unnið var við að malbika nýju brúna yfir Hlíðarendaá á Eskifirði nú síðdegis.
08.06.2016

Niðurstöður umhverfisvöktunar í Reyðarfirði

Meðaltalsgildi flúors í grasi lækkaði talsvert á milli ára, samkvæmt niðurstöðum umhverfisvöktunar í Reyðarfirði. Niðurstöður voru kynntar á opnum kynningarfundi sem fram fór nýlega í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.
05.06.2016

Hafdís komin í höfn

Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fagnaði 50 ára afmæli sveitarinnar með því að koma Hafdísi í höfn, nýjum og fullkomnum björgunar- og sjúkrabáti. Páll Björgvini Guðmundsson, bæjarstjóri og Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, afhenda hér Grétari Helga Geirssyni, formanni Geisla, gjafabréf vegna kaupa á bátnum. Afhendingin fór fram í Skrúði þar sem slyslavarnadeildin Hafdís hélt Geisla veglega afmælisveislu í tilefni dagsins.
04.06.2016

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins hafa farið fram í einmuna blíðu. Sjómannadagurinn er í Fjarðabyggð ein stærsta hátíð sumarsins með skipulagðri skemmtidagskrá dagana 2. til 5. júní í Neskaupstað, á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.
02.06.2016

Fjarðabyggð gengur til liðs við Eldvarnabandalagið

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Var samkomulag þess efnis undirritað á slökkvistöð Fjarðabyggðar í dag.
02.06.2016

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, staðfestu í dag brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
27.05.2016

Viðtalstímar bæjarstjóra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, verður með auglýsta viðtalstíma í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar næstu daga, sem hér segir:
27.05.2016

Mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs

Í félagsmiðstöðvum víða um land er unnið gott og faglegt starf þar sem starfsmenn setja krafta sína í að veita ungmennum jákvætt og uppbyggjandi umhverfi til að sækja félagsstarf. Á landsbyggðinni er oft minna um fjölbreytni í tómstunda- og íþróttastarfi en gerist í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu.
26.05.2016

Heimsókn 6. bekkinga í Mjóafjörð

Nemendur 6. bekkja í Fjarðabyggð, samtals um 70 börn, sigldu nýlega frá Norðfirði yfir til Mjóafjarðar. Siglt var á skemmtibátnum Gerpi, nýuppgerðum trébát frá Norðfirði, sem Hildibrand Hótel rekur nú í sumar.
26.05.2016

Sumarið er komið

Alla síðustu viku hafa sjálfboðaliðar samtakanna Veraldarvinir verið að störfum við að tína rusl meðfram vegum og ströndum í Fjarðabyggð. Mikið hefur áunnist og ásýnd svæða orðin betri. Mest af ruslinu er ýmiskonar plast og drykkjarílát.
24.05.2016

Snillingar á leikskólanum Dalborg

Útskriftarárgangurinn Snillingar útskrifaðist með láði frá leikskólanum Dalborg á Eskifrði nýlega. Að vanda var farið í skemmtilega útskriftarferð m.a. til Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
23.05.2016

Húsfyllir á Lúðvíksvöku

Á meðal þeirra sem minntust Lúðvíks Jósepssonar var hin aldna kempa Helgi Seljan. Húsfyllir var í Egilsbúð í Neskaupstað í gær á Lúðvíksvöku.
19.05.2016

Synt til styrktar hjúkrunarheimilunum

Frítt í sund laugardaginn 21.maí milli 13:00 og 16:00 til styrktar hjúkrunarheimilunum á Austurlandi.
18.05.2016

Vor í Fjarðabyggð

Árlegt vorhreinsunarátak Fjarðabyggðar fer fram dagana 23. til 30. maí nk. Umhverfisvænu upplýsingariti vegna átaksins verður dreift í öll hús á næstu dögum. Bæjarstjóri boðar aukna áherslu á umhverfismál hjá sveitarfélaginu.
17.05.2016

Dansað við fjöllin

Norðurljósahús Íslands hóf starfsemi á Fáskrúðsfirði hvítasunnudag með opnun ljósmyndasýningarinnar "Dansað við fjöllin". Í tilefni dagsins fluttu leikskólabörn á Kærabæ norðurljósalag.
11.05.2016

Norðurljósahús Íslands opnar

Sunnudaginn 15. maí opnar Norðurljósahús Íslands í Wathneshúsinu á Fáskrúðsfirði.
09.05.2016

Myglusveppur aftur kominn fram

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að loka tímabundið jarðhæð í vesturálmu Nesskóla í Neskaupstað vegna myglusveppa. Ráðist verður í umfangsmikillar endurbætur á húsnæðinu, í annað sinn á tveimur árum.
07.05.2016

Göngum saman í Fjarðabyggð

Mæðradagsganga Göngum saman hópsins verður á tveimur stöðum í Fjarðabyggð eða í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Sala á styrktarvarningi Göngum saman stendur nú sem hæst. Þessi mynd náðist af fulltrúum hópsins á Reyðarfirði sem stóðu vaktina í Krónunni.
07.05.2016

Smíði göngubrúar á Kirkjubólsstíg

Starfsmenn þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði hafa að undanförnu unnið við smíði göngubrúar á Kirkjubólsstígnum. Á myndinni má sjá þá Guðmund Jakobsson og Pétur Björgvinsson starfsmenn þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði þegar verkinu var að ljúka.
06.05.2016

Vörur með ljósmyndum frá Eskifirði

Áhugaljósmyndarnir Atli Börkur Egilsson og Hlynur Ársælsson stofnuðu fyrir nokkru fyrirtækið Pighill sem hannar og framleiðir alls kyns varning með Eskfirskum ljósmyndum.
06.05.2016

Undanúrslit Útsvars - Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað

Í kvöld á RÚV föstudaginn 6.maí klukkan 20:00 stundvíslega mætir okkar fólk, þau Davíð Þór, Hákon og Heiða Dögg, nágrönnunum frá Fljótsdalshéraði í undanúrslitum Útsvars. Sigurvegarinn mætir Reykvíkingum í úrslitum 20.maí.
03.05.2016

Bilun í vatnslögn í Neskaupstað

Vegna bilunar í vatnslögn gætu orðið vatnstruflanir í bakkahverfi í Neskaupstað fram eftir degi. Unnið er að viðgerð.