Árlegt vorhreinsunarátak Fjarðabyggðar fer fram dagana 23. til 30. maí nk. Umhverfisvænu upplýsingariti vegna átaksins verður dreift í öll hús á næstu dögum. Bæjarstjóri boðar aukna áherslu á umhverfismál hjá sveitarfélaginu.
Norðurljósahús Íslands hóf starfsemi á Fáskrúðsfirði hvítasunnudag með opnun ljósmyndasýningarinnar "Dansað við fjöllin". Í tilefni dagsins fluttu leikskólabörn á Kærabæ norðurljósalag.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að loka tímabundið jarðhæð í vesturálmu Nesskóla í Neskaupstað vegna myglusveppa. Ráðist verður í umfangsmikillar endurbætur á húsnæðinu, í annað sinn á tveimur árum.
Mæðradagsganga Göngum saman hópsins verður á tveimur stöðum í Fjarðabyggð eða í Neskaupstað og á Reyðarfirði. Sala á styrktarvarningi Göngum saman stendur nú sem hæst. Þessi mynd náðist af fulltrúum hópsins á Reyðarfirði sem stóðu vaktina í Krónunni.
Starfsmenn þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði hafa að undanförnu unnið við smíði göngubrúar á Kirkjubólsstígnum. Á myndinni má sjá þá Guðmund Jakobsson og Pétur Björgvinsson starfsmenn þjónustumiðstöðvar á Fáskrúðsfirði þegar verkinu var að ljúka.
Áhugaljósmyndarnir Atli Börkur Egilsson og Hlynur Ársælsson stofnuðu fyrir nokkru fyrirtækið Pighill sem hannar og framleiðir alls kyns varning með Eskfirskum ljósmyndum.
Í kvöld á RÚV föstudaginn 6.maí klukkan 20:00 stundvíslega mætir okkar fólk, þau Davíð Þór, Hákon og Heiða Dögg, nágrönnunum frá Fljótsdalshéraði í undanúrslitum Útsvars. Sigurvegarinn mætir Reykvíkingum í úrslitum 20.maí.
Boðið verður upp á sjö mismunandi smiðjur í skólabúðum sem Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði hefur skipulagt fyrir nemendur í grunnskólum Fjarðabyggðar.
Hópur embættismanna frá Akureyrarbæ var í heimsókn í Fjarðabyggð fimmtudag og föstudag. Auk þess að skoða sig um í sveitarfélaginu og heimsækja nokkur af söfnum bæjarins fundaði hópurinn með kollegum sínum úr stjórnsýslu Fjarðabyggðar.
Rekstrarafkoma Fjarðabyggðar er á heildina litið góð, að því er fram kemur í ársrekningi sveitarfélagsins fyrir árið 2015 sem lagður var fram í bæjarstjórn í dag. Lögbundnu skuldaviðmiði hefur verið náð fjórum árum fyrr en upphaflega var áætlað.
Reyðfirðingurinn Ásmundur Hálfdán Ásmundsson stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum sem fram fór í Brezt Frakklandi í síðustu viku. Ásmundur Hálfdán varð Evrópumeistari í "Backhold"og hafnaði í þriðja sæti í "Gouren" í +100 kílóa flokki.
Sjávarútvegsfyrirtæki á Austurlandi og Háskólinn á Akureyri hafa undirritað samning um að háskólinn taki að sér að hafa umsjón með starfi Sjávarútvegsskólans. Skólinn er ætlaður nemendum sem nýlokið hafa 9. bekk grunnskóla og er markmið hans að miðla þekkingu í sjávarútvegi til nemenda í sjávarbyggðum og á nærliggjandi svæðum.
Forstöðumenn félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, heimsóttu Stavanger í Noregi í síðustu viku en Stavanger er einmitt einn af vinabæjum Fjarðabyggðar. Í heimsókninni kynnti hópurinn sér félagsmiðstöðvastarf í Stavanger sem og annað ungmennastarf.
UÍA leitar að ungu fólki á aldrinum 18-25 ára til að taka þátt í spennandi ungmennaskiptaverkefni sem UÍA stendur fyrir ásamt írskum ungmennasamtökum. Verkefnið ber yfirskriftina F:ire & ice Fitness, Fun, Further yourself and your Future: IRELAND and ICELAND og er styrkt af Evrópu unga fólksins.
Íbúafundur verður haldinn í Skólamiðstöðinni Fáskrúðsfirði þriðjudaginn 26.apríl. Fundurinn hefst kl. 20:00. Bæjarráð og sviðsstjórar sveitarfélagsins sitja fyrir svörum að kynningum loknum. Dagskrá fundarins verður sem hér segir:
Æfingar standa yfir hjá Slökkviliði Fjarðabyggðar í yfirgefnu húsi sem bíður niðurrifs á Naustahvammi 54 í Neskaupstað. Æfingunum lýkur á því að húsið verður brennt niður.
Fjarðabyggð vann nokkuð öruggan sigur á Norðurþingi í Útsvarinu á föstudagskvöldið - 96:72. Okkar fólk er þar með komið í undanúrslit þar sem þau mæta nágrönnum okkar frá Fljótsdalshéraði.
Sex starfsmenn í heimaþjónustu Fjarðabyggðar sóttu nýlega námskeið í Þjónandi leiðsögn. Í hugmyndafræði Þjónandi leiðsagnar byggja öll samskipti á virðingu og kærleika. Öll samskipti snúast um að skapa traust og jákvæð tengsl milli aðila, en refsingar, líkamlegar eða andlegar og umbun, eru aldrei notaðar til að ná fram markmiðum eða breytingum.
Ríkisstjórn landsins ákvað á fundi sínum í gær, að veita fjórum sveitarfélögum á Austurlandi liðlega 60 milljónir króna í fjárstuðning vegna ofsaveðursins sem reið yfir skömmu fyrir síðustu áramót.
Í gærkvöldi fór fram annar leikur í undanúrslitum kvenna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki í Neskaupstað en HK vann fyrri leikinn í Fagralundi á mánudaginn í oddahrinu.
Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson fengu viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í sínum flokki í lokakeppni Nótunnar, sem fram fór í Hörpu sl. sunnudag.
Tónlistarskólarnir í Fjarðabyggð eiga þrjá glæsilega fulltrúa á lokakeppni Nótunnar, sem fram fer í Hörpu þann 10. apríl. Þau eru Írena Fönn Clemmensen, Tónskóla Neskaupstaðar og Anya Hrund Shaddock og Anton Unnar Steinsson, frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar.
Ferðamálastofa hefur látið rannsaka viðhorf ferðamanna til átta vinsælla ferðamannastaða á Suður- og Vesturlandi. Algengast var að ferðamönnum við Geysi þætti þar mikið af öðrum ferðamönnum.
Tilkynnt var um stofnun starfshóps á vegum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA), sem verður falið að gera tillögur að uppbyggingu þekkingarsamfélags á Austurlandi, á afmælismálþingi sambandsins sem fram fór í Egilsbúð í Neskaupstað nýlega.
Minjavernd hefur hlotið menningarverðlaunin Europa Nostra á sviði menningararfleifðar fyrir enduruppbyggingu og um umbreytingu Franska spítalans á Fáskrúðsfirði í safn. Er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt verkefni hlýtur þessi virtu verðlaun.