01.03.2016
Krabbameinsfélag Austfjarða gefur skólum og bókasöfnum á Austurlandi góða og fallega bókagjöf
Krabbameinsfélag Austfjarða ákvað nýlega að gefa skólum/bókasöfnum á Austfjörðum bækurnar "Þegar foreldri fær krabbamein - Um börn og alvarleg veikindi" og "Begga og áhyggjubollinn", eftir Wendy S. Harpham í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Krabbameinsfélagið naut til þessa liðstyrks Alcoa Fjarðaáls.