Fara í efni

Fréttir

01.03.2016

Krabbameinsfélag Austfjarða gefur skólum og bókasöfnum á Austurlandi góða og fallega bókagjöf

Krabbameinsfélag Austfjarða ákvað nýlega að gefa skólum/bókasöfnum á Austfjörðum bækurnar "Þegar foreldri fær krabbamein - Um börn og alvarleg veikindi" og "Begga og áhyggjubollinn", eftir Wendy S. Harpham í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Krabbameinsfélagið naut til þessa liðstyrks Alcoa Fjarðaáls.
29.02.2016

Ný tímaáætlun hjá Strætisvögnum Austurlands

Ný tímaáætlun Strætisvagna Austurlands tekur gildi 1.mars.
25.02.2016

Framkvæmum við Hlíðarendaá lýkur í sumar

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, fjallaði á íbúafundi í gær um ofanflóðavarnir á Eskifirði. Að framkvæmdum loknum verða öll svæði í þéttbýli varin sem talin eru í mestri hættu fyrir aur- og skriðuföllum.
25.02.2016

Enn óljóst hvað veldur jarðskriði

Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur Veðurstofu Íslands, fjallaði á fjölmennum íbúafundi í gær, um stöðu mála og niðurstöður mælinga vegna jarðskriðsins utarlega í Eskifirði.
25.02.2016

Slökkvistarf gekk vel

http://www.visir.is/eldur-i-vinnubudum-vid-nordfjardargong/article/2016160229307Eldur kviknaði í vinnubúðum við Norðfjarðargöng í gærkvöldi. Búðirnar voru mannlausar og gekk slökkvistarf vel að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra.
23.02.2016

Íbúafundur í Grunnskóla Eskifjarðar miðvikudaginn 24.febrúar kl. 20:00

Miðvikudaginn 24. febrúar verður haldinn íbúafundur í Grunnskóla Eskifjarðar. Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á veðurstofu Íslands, er á meðal gesta fundarins.
19.02.2016

Breytt áætlun hjá SVAUST

Akstur frá Alcoa Fjarðaáli kl. 20:00 verður seinkað til miðnættis frá og með 1. mars nk. Uppfærð tímaáætlun verður birt bráðlega.
18.02.2016

Hægst hefur á jarðskriðinu

Land skríður á tveimur svæðum um 1 til 2 sm. á dag í hlíðinni niður af Oddsskarði í Eskifirði. Fjallað var nýlega í fréttum RÚV um málið og rætt við m.a. Jón Björn Hákonarson, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
15.02.2016

Styrkir til menningarmála 2016

Menningar- og safnanefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2016. Umsóknarfrestur er til 17.febrúar nk.
12.02.2016

Fleiri sveitarfélög íhuga breytt rekstrarform

Þau sveitarfélög sem reka skíðasvæði horfa mörg hver til Fjarðabyggðar varðandi rekstrarfyrirkomulag svæðanna. Rætt var í fréttum RÚV við Ómar Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags skíðasvæðisins í Oddsskarði um reksturinn.
12.02.2016

Hálka

Vegna leysinga og rigningar er mjög hált víða í Fjarðabyggð. Íbúar eru beðnir um að fara varlega í hálkunni en erfitt er að sanda meðan rignir.
11.02.2016

Einfaldara og þægilegra fyrir austan

Morgunblaðið birtir skemmtilegt viðtal við Klöru og Telmu Ívarsdætur um lífið og tilveruna í Neskaupstað annars vegar og Reykjavík hins vegar. Báðar æfa knattspyrnu í meistarflokki auk þess sem þær stunda framhaldsnám af kappi.
10.02.2016

Frá liðnum Öskudegi

Á Öskudaginn fyllir glaðvær söngur afgreiðslu bæjarskrifstofunnar þegar að streyma uppábúin börn. Á meðal þeirra sem heimsóttu bæjarskrifstofuna í ár var Maðurinn með ljáinn, Svarthöfði, ruslakall, dauð rokkstjarna og fleiri fígúrur.
10.02.2016

Breyting á sorphirðu vegna veðurs

Vegna ófærðar verður að fresta sorphreinsun í Neskaupstað í dag miðvikudaginn 10. febrúar. Þess í stað verður unnið að hreinsun á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði degi fyrr en vanalega.
10.02.2016

Vinátta, gleði og samhugur

Um helgina fór fram fyrsta bikarmót vetrarins á snjóbrettum og jafnframt það fyrsta sem farið hefur fram á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Þátttakendur komu víða að af landinu og kepptu við frábærar aðstæður.
08.02.2016

Sigur hjá Þróttarastelpum í blakinu

Kvennalið Þróttar fékk nöfnur sínar úr Reykjavíkur Þrótti í heimsókn um helgina.
05.02.2016

Tafir á umferð á Fagradal

Vegna kvikmyndatöku á Fagradal í dag föstudag verða einhverjar tafir á umferð frá kl. 16:30 og til kl. 20:00. Umferð verður hleypt í gegnum tökustað í hollum, neðarlega á Fagradal nær Reyðarfirði, á meðan á tökum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem þetta kann að valda hlutaðeigandi.
05.02.2016

Snjómokstur

Snjómokstur gengur hægt þar sem snjórinn er blautur og þungur. Unnið verður að mokstri fram eftir degi og fram á kvöld ef þörf verður á. Íbúar eru beðnir um að sýna snjómokstursmönnum þolinmæði.
05.02.2016

Nýtt Sandfell kemur til heimahafnar

Loðnuvinnslan, LVF, hélt glæsilega móttökuathöfn í gær í tilefni af komu nýs Sandfells SU 75 til heimahafnar á Fáskrúðsfirði.
05.02.2016

Snjóbrettamót í Oddsskarði

Fyrsta stórmótið sem fram fer í Oddsskarði á brettum verður laugardaginn 6. febrúar. Mótið skiptist í annars vegar bikarmót fyrir 12 ára og eldri og hefðbundið snjóbrettamót fyrir þau sem yngri eru.
04.02.2016

Dagur leikskólans í Fjarðabyggð

Glatt veður á hjalla í leikskólum Fjarðabyggðar, föstudaginn 6. febrúar. Sá dagur er "nebblega" Dagur leikskólans.
02.02.2016

Samningur við Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Andrea Borgþórsdóttir formaður Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar, undirrituðu fyrr í dag samning um framlag bæjarins til árshátíðar starfsmanna.
01.02.2016

Skákdagurinn haldinn í Fjarðabyggð

Þann 26. janúar sl. var Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem varð 81 árs gamall. Kjörorð Skákdagins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
30.01.2016

Tökur að hefjast á Fortitude

Fyrri tökulotan hefst á Reyðarfirði, þriðjudaginn 2. febrúar nk. Vegna sérstakra aðstæðna við tökur þennan dag, eru íbúar beðnir um að hafa slökkt á útiljósum og jólaseríum frá kl. 16:30 til 20:00. Á það einkum við byggðina ofan við og í næsta nágrenni við Molann.
29.01.2016

Línur lagðar fyrir næsta Eistnaflug

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, undirrituðu í dag samning vegna tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Neskaupstað dagana 6. til 9. júlí nk. Tjaldstæðisgjald leysir þjónustugjald af hólmi.
29.01.2016

Aukin áhersla á endurvinnslu

Samningar við Íslenska gámafélagið hafa verið endurnýjaðir. Aukin áhersla verður lögð á vinnslu endurvinnanlegs úrgangs, auk þess sem opnunartími söfnunarstöðva er orðinn hentugri.
28.01.2016

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna

Sjö glæsilegir iðkendur frá glímudeild Vals Reyðarfirði kepptu á Reykjavíkurleikunum í glímu og skoskri glímu undir merkjum UÍA.
21.01.2016

Ungmennaráð Fjarðabyggðar

Nýtt ungmennaráð hélt sinn fyrsta fund í dag. Hér má sjá fulltrúa ráðsins skömmu fyrir fundinn ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra og Bjarka Ármanni Oddssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.
20.01.2016

Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina

Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Nikólína Bóel Ólafsdóttir, nemendur í 9. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlutu 1. og 2. sætið í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina "Framtíðin er Núna!" Um er að ræða verkefni sem fjallar um góðar hugmyndir fyrir heimabyggðina, hugmyndir á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs og tekjuöflunar.
19.01.2016

Allir lesa aftur af stað!

Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð.