Fara í efni

Fréttir

23.03.2016

Góður árangur Grunnskóla Reyðarfjarðar og UÍA í grunnskólamóti og sveitaglímu

Sautján nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands í glímu, sem fram fór á Hvolsvelli laugardaginn 19. mars. Hópurinn stóð sig með miklum ágætum.
18.03.2016

Mottumars á bæjarskrifstofu

Vel er liðið á marsmánuð og það sem af er mánuði hafa þó nokkrar mottur sprottið fram í þágu málstaðarins. Þessir flottu naglar eru (f.v.) Valur Sveinsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ívar Örn Þórðarson, eigna- og framkvæmdafulltrúi, Stefán Ingvar Stefánsson, bókari og Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs.
18.03.2016

Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur, þar sem launamunur kynja er innan viðmiðunarmarka samkvæmt niðurstöðum jafnlaunaúttektar á launagögnum sveitarfélagsins.
18.03.2016

Nýir starfsmenn hjá bænum

Tveir nýir starfsmenn koma til starfa hjá sveitarfélaginu 1. apríl nk. Nýr forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva er Sigurður Jóhannes Jónsson og nýr umhverfisstjóri er Anna Berg Samúelsdóttir.
17.03.2016

Heildstæð stefnumörkun í málefnum fjölskyldunnar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti í dag fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Stefnan er sú fyrsta sinnar tegundar sem sveitarfélagið innleiðir og samþættir á heildstæðum grunni þjónustu Fjarðabyggðar innan fræðslu-, félags-, frístunda- og íþróttamála, með áherslu á markvissa ráðgjöf og forvarnir.
17.03.2016

Ungmennahelgi UÍA og JCI helgina 19. og 20.mars á Reyðarfirði fyrir 16 – 25 ára

Um komandi helgi stendur til að halda Ungmennahelgi UÍA og JCI í Grunnskóla Reyðarfjarðar JCI og UÍA standa saman að sprellfjörugri ungmennahelgi þar sem unnið verður meðal annars með ræðumennsku, hópefli, hugmyndaflug og samfélagsverkefni. Helgin er ætluð ungu fólki 16-25 ára sem hefur áhuga á að bæta sig og samfélagið sitt, leika sér og læra eitthvað nýtt. Ekki láta þig vanta á þennan frábæra viðburð!
17.03.2016

Nótan 2016

Svæðiskeppni fyrir Nótuna 2016, var haldin í Hofi á Akureyri 11. mars. Góður árangur hjá fulltrúum Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Tónskóla Neskaupstaðar.
17.03.2016

Íbúafundur í Neskaupstað 17. mars

Í Egilsbúð kl. 20:00 vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarna á Norðfirði.
16.03.2016

Stóra upplestrarkeppnin

Tólf nemendur úr grunnskólum Fjarðabyggðar kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni, sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðinni Eskifirði í dag.
16.03.2016

Hvað segirðu gott?

Geðræktarmálþingið "Hvað segirðu gott?" fór fram fyrir fullu húsi í Nesskóla, Neskaupstað, um síðastliðna helgi. Um 300 manns sóttu málþingið, þar sem fjallað var um geðrækt út frá mismunandi sjónarhornum.
15.03.2016

Ertu með viðskiptahugmynd ?

Kynning á Ræsing Fjarðabyggðar verður föstudaginn 18. mars kl. 12:00 í Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Fjarðabyggð og Alcoa leita að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífsins í sveitarfélaginu.
11.03.2016

Norðurljósahús Íslands opnar í maí

Fyrirhugað er að opna sýningu í Wathneshúsinu á Fáskrúðsfirði 15. maí nk. Sýningin verður opin til 30. september.
09.03.2016

Áhersla á aukin umhverfisgæði

Á fjölmennum íbúafundi á Eskifirði í gærkvöldi voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna varnavirkja í Ljósá en einnig var fjallað um málefni Hitaveitu Eskifjarðar.
09.03.2016

Eskja byggir frystihús

Eskja hf. hyggst ráðast í byggingu frystihúss fyrir uppsjávartegundir á næstu mánuðum. Fyrsti áfangi verkefnisins kostar um fimm milljarða króna.
09.03.2016

Skipan forvarnar- og öryggisnefndar

Í tengslum við samning milli VÍS og Fjarðabyggðar um tryggingar sveitarfélagsins, sem tók gildi 1.janúar sl., var á fundi bæjarráðs 15. febrúar sl. skipuð forvarnar- og öryggisnefnd sem hefur skilgreint hlutverk í forvarnarmálum.
04.03.2016

Breyttur opnunartími á söfnunarstöðvum á laugardögum

Helgaropnunartími söfnunarstöðva breytist um helgina. Opið verður framvegis á laugardögum frá 12:30 til 17:00.
03.03.2016

Fótbolti um helgina

Fyrstu heimaleikir Fjarðabyggðar og Leiknis í A deild Lengjubikarsins verða um helgina. Mótherjarnir eru sterkir og ekki af verri endanum.
03.03.2016

Leiðtoganámskeið Ungmennaráðs Fjarðabyggðar

Leiðtogafræði, samfélagsverkefni, ræðumennska og verkefnastjórnun var á meðal áhuaverðra viðfangsefna á árlegu leiðtoganámskeiði ungmennaráðsins.
02.03.2016

Sendiherra Færeyja sækir Fjarðabyggð heim

Petur Petersen, sendiherra Færeyja á Íslandi, átti fund í dag með Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra.
01.03.2016

Krabbameinsfélag Austfjarða gefur skólum og bókasöfnum á Austurlandi góða og fallega bókagjöf

Krabbameinsfélag Austfjarða ákvað nýlega að gefa skólum/bókasöfnum á Austfjörðum bækurnar "Þegar foreldri fær krabbamein - Um börn og alvarleg veikindi" og "Begga og áhyggjubollinn", eftir Wendy S. Harpham í þýðingu Karls Emils Gunnarssonar. Krabbameinsfélagið naut til þessa liðstyrks Alcoa Fjarðaáls.
29.02.2016

Ný tímaáætlun hjá Strætisvögnum Austurlands

Ný tímaáætlun Strætisvagna Austurlands tekur gildi 1.mars.
25.02.2016

Framkvæmum við Hlíðarendaá lýkur í sumar

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, fjallaði á íbúafundi í gær um ofanflóðavarnir á Eskifirði. Að framkvæmdum loknum verða öll svæði í þéttbýli varin sem talin eru í mestri hættu fyrir aur- og skriðuföllum.
25.02.2016

Enn óljóst hvað veldur jarðskriði

Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur Veðurstofu Íslands, fjallaði á fjölmennum íbúafundi í gær, um stöðu mála og niðurstöður mælinga vegna jarðskriðsins utarlega í Eskifirði.
25.02.2016

Slökkvistarf gekk vel

http://www.visir.is/eldur-i-vinnubudum-vid-nordfjardargong/article/2016160229307Eldur kviknaði í vinnubúðum við Norðfjarðargöng í gærkvöldi. Búðirnar voru mannlausar og gekk slökkvistarf vel að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar, slökkviliðsstjóra.
23.02.2016

Íbúafundur í Grunnskóla Eskifjarðar miðvikudaginn 24.febrúar kl. 20:00

Miðvikudaginn 24. febrúar verður haldinn íbúafundur í Grunnskóla Eskifjarðar. Harpa Grímsdóttir, sérfræðingur á veðurstofu Íslands, er á meðal gesta fundarins.
19.02.2016

Breytt áætlun hjá SVAUST

Akstur frá Alcoa Fjarðaáli kl. 20:00 verður seinkað til miðnættis frá og með 1. mars nk. Uppfærð tímaáætlun verður birt bráðlega.
18.02.2016

Hægst hefur á jarðskriðinu

Land skríður á tveimur svæðum um 1 til 2 sm. á dag í hlíðinni niður af Oddsskarði í Eskifirði. Fjallað var nýlega í fréttum RÚV um málið og rætt við m.a. Jón Björn Hákonarson, forseta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
15.02.2016

Styrkir til menningarmála 2016

Menningar- og safnanefnd Fjarðabyggðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til menningarmála fjárhagsárið 2016. Umsóknarfrestur er til 17.febrúar nk.
12.02.2016

Fleiri sveitarfélög íhuga breytt rekstrarform

Þau sveitarfélög sem reka skíðasvæði horfa mörg hver til Fjarðabyggðar varðandi rekstrarfyrirkomulag svæðanna. Rætt var í fréttum RÚV við Ómar Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags skíðasvæðisins í Oddsskarði um reksturinn.
12.02.2016

Hálka

Vegna leysinga og rigningar er mjög hált víða í Fjarðabyggð. Íbúar eru beðnir um að fara varlega í hálkunni en erfitt er að sanda meðan rignir.