Fara í efni

Fréttir

11.02.2016

Einfaldara og þægilegra fyrir austan

Morgunblaðið birtir skemmtilegt viðtal við Klöru og Telmu Ívarsdætur um lífið og tilveruna í Neskaupstað annars vegar og Reykjavík hins vegar. Báðar æfa knattspyrnu í meistarflokki auk þess sem þær stunda framhaldsnám af kappi.
10.02.2016

Frá liðnum Öskudegi

Á Öskudaginn fyllir glaðvær söngur afgreiðslu bæjarskrifstofunnar þegar að streyma uppábúin börn. Á meðal þeirra sem heimsóttu bæjarskrifstofuna í ár var Maðurinn með ljáinn, Svarthöfði, ruslakall, dauð rokkstjarna og fleiri fígúrur.
10.02.2016

Breyting á sorphirðu vegna veðurs

Vegna ófærðar verður að fresta sorphreinsun í Neskaupstað í dag miðvikudaginn 10. febrúar. Þess í stað verður unnið að hreinsun á Stöðvarfirði og Fáskrúðsfirði degi fyrr en vanalega.
10.02.2016

Vinátta, gleði og samhugur

Um helgina fór fram fyrsta bikarmót vetrarins á snjóbrettum og jafnframt það fyrsta sem farið hefur fram á skíðasvæðinu í Oddsskarði. Þátttakendur komu víða að af landinu og kepptu við frábærar aðstæður.
08.02.2016

Sigur hjá Þróttarastelpum í blakinu

Kvennalið Þróttar fékk nöfnur sínar úr Reykjavíkur Þrótti í heimsókn um helgina.
05.02.2016

Tafir á umferð á Fagradal

Vegna kvikmyndatöku á Fagradal í dag föstudag verða einhverjar tafir á umferð frá kl. 16:30 og til kl. 20:00. Umferð verður hleypt í gegnum tökustað í hollum, neðarlega á Fagradal nær Reyðarfirði, á meðan á tökum stendur. Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem þetta kann að valda hlutaðeigandi.
05.02.2016

Snjómokstur

Snjómokstur gengur hægt þar sem snjórinn er blautur og þungur. Unnið verður að mokstri fram eftir degi og fram á kvöld ef þörf verður á. Íbúar eru beðnir um að sýna snjómokstursmönnum þolinmæði.
05.02.2016

Nýtt Sandfell kemur til heimahafnar

Loðnuvinnslan, LVF, hélt glæsilega móttökuathöfn í gær í tilefni af komu nýs Sandfells SU 75 til heimahafnar á Fáskrúðsfirði.
05.02.2016

Snjóbrettamót í Oddsskarði

Fyrsta stórmótið sem fram fer í Oddsskarði á brettum verður laugardaginn 6. febrúar. Mótið skiptist í annars vegar bikarmót fyrir 12 ára og eldri og hefðbundið snjóbrettamót fyrir þau sem yngri eru.
04.02.2016

Dagur leikskólans í Fjarðabyggð

Glatt veður á hjalla í leikskólum Fjarðabyggðar, föstudaginn 6. febrúar. Sá dagur er "nebblega" Dagur leikskólans.
02.02.2016

Samningur við Skemmtifélag starfsmanna Fjarðabyggðar

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri og Andrea Borgþórsdóttir formaður Skemmtifélags starfsmanna Fjarðabyggðar, undirrituðu fyrr í dag samning um framlag bæjarins til árshátíðar starfsmanna.
01.02.2016

Skákdagurinn haldinn í Fjarðabyggð

Þann 26. janúar sl. var Skákdagur Íslands haldinn um land allt. Skákdagurinn er haldinn á fæðingardegi Friðriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara Íslendinga, sem varð 81 árs gamall. Kjörorð Skákdagins eru einkunnarorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Með þeim er undirstrikað að allir geta teflt, óháð kyni, aldri eða líkamsburðum.
30.01.2016

Tökur að hefjast á Fortitude

Fyrri tökulotan hefst á Reyðarfirði, þriðjudaginn 2. febrúar nk. Vegna sérstakra aðstæðna við tökur þennan dag, eru íbúar beðnir um að hafa slökkt á útiljósum og jólaseríum frá kl. 16:30 til 20:00. Á það einkum við byggðina ofan við og í næsta nágrenni við Molann.
29.01.2016

Línur lagðar fyrir næsta Eistnaflug

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Stefán Magnússon, framkvæmdastjóri Eistnaflugs, undirrituðu í dag samning vegna tónlistarhátíðarinnar sem fram fer í Neskaupstað dagana 6. til 9. júlí nk. Tjaldstæðisgjald leysir þjónustugjald af hólmi.
29.01.2016

Aukin áhersla á endurvinnslu

Samningar við Íslenska gámafélagið hafa verið endurnýjaðir. Aukin áhersla verður lögð á vinnslu endurvinnanlegs úrgangs, auk þess sem opnunartími söfnunarstöðva er orðinn hentugri.
28.01.2016

Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna

Sjö glæsilegir iðkendur frá glímudeild Vals Reyðarfirði kepptu á Reykjavíkurleikunum í glímu og skoskri glímu undir merkjum UÍA.
21.01.2016

Ungmennaráð Fjarðabyggðar

Nýtt ungmennaráð hélt sinn fyrsta fund í dag. Hér má sjá fulltrúa ráðsins skömmu fyrir fundinn ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra og Bjarka Ármanni Oddssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa.
20.01.2016

Viðurkenningar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina

Halldóra Birta Sigfúsdóttir og Nikólína Bóel Ólafsdóttir, nemendur í 9. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar, hlutu 1. og 2. sætið í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina "Framtíðin er Núna!" Um er að ræða verkefni sem fjallar um góðar hugmyndir fyrir heimabyggðina, hugmyndir á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs og tekjuöflunar.
19.01.2016

Allir lesa aftur af stað!

Landsleikurinn Allir lesa fer aftur af stað á bóndadaginn, 22. janúar, og stendur yfir í um mánuð.
16.01.2016

Alþjóðlegi snjódagurinn í Oddsskarði

Alþjóðlegi snjódagurinn, SNJÓR UM VÍÐA VERÖLD, verður sunnudaginn 17. janúar og verður honum að sjálfsögðu fagnað með viðeigandi hætti á skíðasvæðinu í Oddsskarði.
15.01.2016

Hljóðkerfaleiga Austurlands tekur við rekstri Egilsbúðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar fól bæjarstjóra á fundi 11.janúar, að ganga frá fyrirliggjandi samningi við Hljóðkerfaleigu Austurlands um rekstur Egilsbúðar í Neskaupstað. Samkvæmt samningnum verður reksturinn með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur.
14.01.2016

Lagfæringum í Breiðbliki að ljúka

Talsvert vatnstjón varð í Breiðabliki, þjónustuíbúðum aldraðra í Neskaupstað, í ofsarigningunni sem gekk yfir 28. desember sl. Lagfæringar hafa gengið vel og er vonast til að þeim ljúki í næstu viku.
13.01.2016

Allt að 25 bótaskyld mál

Umfang bótaskyldra mála eftir ofsaveðrið sem gekk yfir Austfirði í lok desember liggur í stórum dráttum fyrir hjá Viðlagatryggingu Íslands. Snör viðbrögð þjónustumiðstöðvar Fjarðabyggðar við að halda ræsum opnum kom í veg fyrir enn frekara tjón í Neskaupstað.
13.01.2016

Birtir til í íþróttahúsinu á  Fáskrúðsfirði

Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á lýsingu íþróttahússins á Fáskrúðsfirði. Hefur ljósmagnið verið tvöfaldað og jafnvel þrefaldað þar sem mest lætur.
12.01.2016

Staða heilbrigðismála í Fjarðabyggð tekin fyrir

Kristín Björg Albertsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, situr ásamt öðrum stjórnendum HSA fyrir svörum á íbúafundi sem fram fer í Nesskóla Neskaupstað í kvöld. Einnig taka bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og sviðsstjórar þátt í fyrirspurnum og umræðum um fjárhagsáætlanir bæjarins.
11.01.2016

Blakfréttir - ágætt gengi Þróttara

Kvennalið Þróttar sigraði Stjörnuna í þremur hrinum á laugardaginn í Neskaupstað. María Rún Karlsdóttir, nýkjörinn íþróttamaður Fjarðabyggðar, var stigahæst Þróttara með 15 stig en Anna Maria Valal skoraði 11 stig.
11.01.2016

Fortitude II á leiðinni

Staðarfáni Fortitude verður dreginn aftur að húni í Fjarðabyggð þann 1. febrúar nk., en þá hefjast á nýjan leik tökur á þessari alþjóðlegu sjónvarpsþáttaröð. Hér má sjá hóp starfsmanna frá framleiðanda, sem kom austur um miðjan desember sl. til að hefja undirbúningsvinnu fyrir tökurnar.
09.01.2016

Vel heppnað hugmyndaþing

Andri Freyr Viðarsson, rifjaði upp á hugmyndaþingi starfsmanna Fjarðabyggðar í dag, gömlu góðu dagana í Fjarðabyggð. Hér má sjá útvarpsmanninn geðþekka í góðum félagsskap fyrrverandi skólastjóra síns og kennara í Grunnskóla Reyðarfjarðar og afa síns, Ölvers Guðnasonar.
08.01.2016

Viðlagatrygging Íslands á ferð um Fjarðabyggð

Fulltrúar Viðlagatryggingar gera ráð fyrir að formlegt mat á eignatjóni geti hafist þegar seinni partinn í næstu viku. Matsmenn meta eingöngu þau tjón sem tilkynnt eru og þurfa tjónþolar að gæta að því að tilkynna allt tjón á vef stofnunarinnar.
08.01.2016

Kynning á Karate

Kynning á sjálfsvarnarlistinni Karate verður í Félagsmiðstöðinni Atóm í Neskaupstað mánudaginn 11. janúar kl 17:00 - Allir velkomnir!