Fara í efni

Fréttir

18.12.2015

Tökur að hefjast á annarri þáttaröð Fortitude

Tökur á annarri þáttaröð Fortitude hefjast hér fyrir austan í byrjun febrúar.
18.12.2015

Minningarreitur vegna snjóflóðanna í Neskaupstað vígður

Minningarreitur helgaður minningu þeirra sem farist hafa í snjóflóðum í Neskaupstað var vígður í dag. Reiturinn er staðsettur innan við þéttbýlið á Norðfirði, á þeim slóðum er Mánahús stóð áður.
18.12.2015

Landsnet endurnýjar jarðstrengi á Eskifirði

Framkvæmdir eru að hefjast við lagningu 132 kílóvolta (kV) jarðstrengja frá Stuðlalínu 2 sunnan Eskifjarðar að tengivirki Landsnets á Eskifirði og áfram þaðan að loftlínum ofan við bæinn. Áætlaður kostnaður er 125 milljónir króna og er stefnt að því að framkvæmdum ljúki á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.
15.12.2015

Minningarreitur vígður í Neskaupstað

Minningarreitur vegna snjóflóðanna í Neskaupstað verður vígður föstudaginn 18. desember kl. 18:00. Að athöfn lokinni verður heitt kakó á boðstólum í Mána.
14.12.2015

Góðgerðardagar í Molanum

Fjögur glæsileg piparkökuhús standa nú til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af verkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðinni Zveskjunni á Reyðarfirði standa fyrir.
08.12.2015

Jólasjóðurinn

Jólasjóðurinn aðstoðar einstaklinga og fjölskyldur sem búa við bága félagslega og eða fjárhagslega stöðu fyrir jólin. Hefð er komin á samstarf að Jólasjóðnum mili fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar, Rauða kross deilda í Fjarðabyggð og á Breiðdalsvík, Þjóðkirkjunnar, Kaþólsku kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar á Norðfirði.
08.12.2015

Engin útköll í umdæminu

Engin útköll urðu vegna foktjóns í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi. Bleyta og mikil hálka er víða á vegum eftir úrkomu næturinnar og eru vegfarendur beðnir um að fara með gát.
08.12.2015

Skólahald í Fjarðabyggð

Engar tilkynningar um röskun á skólahaldi hafa borist og verður starfsemi leikskóla, grunnskóla og tónlistarskóla með eðlilegum hætti í dag. Skólastjórnendur vara við bleytu á vegum og mikilli hálku.
07.12.2015

Tilkynning frá Fjarðabyggð vegna veðurs

Skólar, íþróttamiðstöðvar og bókasöfn loka í dag kl. 17:00 vegna veðurs. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnum heim úr skóla eða sjá til þess að þau fái fylgd heim. Gert er ráð fyrir að óveðrinu sloti í fyrramálið, en ekki er ljóst hvenær og eru foreldrar beðnir um að fylgjst vel með tilkynningum. Veittar verða upplýsingar um skólahald í Fjarðabyggð á vef sveitarfélagsins fjardabyggd.is og fésbók upp úr klukkan sjö í fyrramálið eða eins fljótt og unnt verður.
07.12.2015

Tilkynning til smábátaeigenda og útgerðaraðila

Vegna veðurs og sjávarstöðu eru eigendur hvattir til að huga að bátum sínum og tryggja að landfestar séu í lagi. Einnig er brýnt að þeir sem eru með báta sína að landi hugi að ástandi þeirra. Gert er ráð fyrir stífri austanátt áður en vindur snýst til suðurs og síðan vesturs og því rétt að eigendur báta og skipa séu á varðbergi vegna báta sinna.
07.12.2015

Varað við fárviðri

Verulegur viðbúnaður er vegna fárviðrisins sem gengur yfir landið í dag. Fjallvegum verður lokað á Austurlandi frá kl. 16:00 og fram til morguns. Fólk er hvatt til að huga vel að öllu lauslegu í kringum hús eins og ruslafötum og að hreinsa frá niðurföllum, þar sem töluverð slydda eða úrkoma er í spákortunum. Eigendur smábáta eru einnig beðnir um að huga að bátum sínum.
07.12.2015

Áætlunarferðum flýtt vegna veðurs

Strætisvagnar Austurlands hafa flýtt áætlunarferðum í dag vegna slæmrar veðurspár. Þá hefur Vegagerðin tilkynnt að fjallvegum á Austurlandi verði lokað eftir klukkan 16:00.
04.12.2015

Samverustund á aðventunni

Í tilefni aðventunnar buðu börnin í Kærabæ á Fáskrúðsfirði foreldrum og öðrum gestum í morgunkaffi, eldsnemma í morgun.
04.12.2015

Jólaljósum frestað vegna veðurs

Kveikt verður á jólatrénu á Eskifirði sunnudaginn 6. desember kl. 16:00, en ekki á morgun laugardag, eins og stefnt var að.
03.12.2015

Smári Geirsson tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók Smára Geirssonar, Stórhvalaveiðar við Íslands til 1915, er meðal þeirra bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis.
03.12.2015

Skíðasvæðið í Oddsskarði opnar á annan í jólum ef veður leyfir

Stefnt er á að opna Skíðamiðstöðina í Oddsskarði 26. desember ef aðstæður leyfa.
01.12.2015

Rauði krossinn færir nemendum í 1. bekk gjöf

Fulltrúar Rauða krossins á Reyðarfirði færðu nemendum í 1. bekk íslensku bókstafina í litlum kassa.
30.11.2015

Ólsen Ólsendagurinn

Fimmtudaginn 26. nóvember var hinn árlegi Ólsen Ólsendagur Grunnskólans á Eskifirði. Þá hittast allir nemendur skólans og spila af krafti þetta skemmtilega spil í eina kennslustund.
29.11.2015

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar komu ofan af fjöllunum og tóku þátt í að tendra jólaljósin víða um Fjarðabyggð í dag og í gær. Hér má sjá þá sem komu til Neskaupstaðar í dag og nutu til þess dyggrar aðstoðar slökkviliðsins.
27.11.2015

Fjardabyggd.is einn af fimm bestu

Fjardabyggd.is er einn af fimm bestu sveitarfélagavefjum landsins. Vefurinn fékk 87 stig af 100 mögulegum og er í 3. til 5. sæti ásamt Akraneskaupstað og sveitarfélaginu Skagafirði.
27.11.2015

Fornleifaathugun við Stöð í Stöðvarfirði

Að sögn Dr. Bjarna Einarsson fornleifafræðings eru augljós merki um mannabústað við Stöð í Stöðvarfirði. Ef um landnámsskála væri að ræða yrði það fyrsti staðfesti skálinn sem finnst á Austurlandi.
25.11.2015

Grænfáninn dreginn að hún

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði þeim frábæra áfanga nýverið að fá grænfánann afhentan í þriðja sinn.
24.11.2015

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Ómissandi hluti af jólaundirbúningnum er að sjá ljósin kvikna á jólatrénu og heilsa upp á jólasveinana. Kveikt verður á jólatrjánum í Fjarðabyggð á eftirtöldum dögum:
23.11.2015

Bæjarráð fagnar að óvissu hafi verið eytt

Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnaði því á fundi sínum í morgun, að innanríkisráðherra hafi eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur um málefni Reykjavíkurflugvallar.
23.11.2015

Íslandsmót haust í 3. og 5. flokki í blaki

Um helgina fór fram í Neskaupstað Íslandsmót haust í blaki fyrir 3. og 5.flokk. Um 160 keppendur öttu kappi og var stemmningin góð. Tuttugu og fimm lið tóku þátt í mótinu en Þróttur Neskaupstað átti tíu af þeim og næst flest lið á mótinu átti Huginn frá Seyðisfirði sem var með fimm lið.
23.11.2015

Umræðu- og kynningarfundir um menningararf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir umræðu- og kynningarfundum á Austurlandi um menningararf og menningarerfðir. Alls verða þrír fundir haldnir dagana 26. til 28. nóvember á Vopnafirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum.
20.11.2015

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar að lokinni síðari umræðu. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á milli umræðna má nefna fjórðungs lækkun á verðlagsforsendum áætlunarinnar sem lækkuðu við það úr 4,3% í 3,2%.
20.11.2015

Reyðarfjarðarhöfn bjargar málum

Óvenjumikil skipaumferð í Mjóeyrarhöfn gerði að verkum gámaskipi var beint til Reyðarfjarðarhafnar í dag.
16.11.2015

Íbúafundur Neskaupstað

Í kvöld kl. 20:00 verður haldinn í Nesskóla íbúafundur um heilbrigðismál og fjárhags- og starfsáætlanir Fjarðabyggðar 2016-2019.
16.11.2015

Íbúafundi í Neskaupstað frestað

Íbúafundinum sem vera átti í kvöld í Nesskóla í Neskaupstað hefur verið frestað vegna veðurs. Nýr fundartími verður auglýstur bráðlega.