Fara í efni

Fréttir

02.11.2015

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 og þriggja ára áætlun 2017-2019

Fimmtudaginn 29. október 2015 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019. Dagsetning seinni umræðu bæjarstjórnar liggur ekki fyrir, en henni skal lögum samkvæmt vera lokið fyrir 15. desember nk.
27.10.2015

Rekstri skíðasvæðisins í Oddsskarði útvistað

Gerður hefur verið þjónustu- og leigusamningur við Ómar Skarphéðinsson um rekstur skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði til fimm ára. Ómar hefur um árabil séð um rekstur skíðasvæða, þar á meðal í Bláfjöllum.
22.10.2015

Menningarsnautt eru dautt samfélag

Menning, þýðing hennar og staða innan Fjarðabyggðar, var meginefni opins fundar sem fram fór í Tónlistarmiðstöð Austurlands í gærkvöldi. Að fundinum stóð starfshópur sem skipaður hefur verið um mótun og framsetningu menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð.
21.10.2015

Mótun menningarstefnu Fjarðabyggðar

Menningarstefna Fjarðabyggðar, mótun hennar og framsetning, verður krufin til mergjar á opnum fundi sem verður í Tónlistarmiðtöð Austurlands i kvöld, miðvikudag kl. 20:00 til 22:00. Allt áhugafólk um öfluga menningu, listir og skapandi greinar er hvatt til að mæta og miðla sinni skoðun.
19.10.2015

Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði

Bandarísku listmönnunum Salomon Anaya og Adam Masters var vel tekið á Stöðvarfirði í gær, þegar þeir buðu á vegum Sköpunarmiðstöðvarinnar ókeypis hjólaviðgerðir.
16.10.2015

Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin

Samningar hafa tekist með Fjarðabyggð og Héraðsverki um framkvæmdir vegna ferðamannastaðar við Helgustaðarnámu.
15.10.2015

Hjáleið við Hlíðarendaá Eskifirði

Vegna framkvæmda við Hlíðarendaá verður umferð beint um hjáleið við Strandgötu 78-84 á Eskifirði. Hjáleiðin verður opnuð í næstu viku og tekur við allri umferð á meðan framkvæmdum stendur eða fram í nóvember.
13.10.2015

Verknámskynning hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar

Verknámsvika hefur mælst vel fyrir sem hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar.
12.10.2015

Uppbygging nýs safnasvæðis á Eskifirði

Nemendur í safnafræði og umhverfisskipulagi hafa verið í vettvangsferð um Eskifjörð vegna hugmynda- og skipulagsvinnu fyrir nýtt safnasvæði. Hér má sjá hópinn við Randulffssjóhús í gærdag.
09.10.2015

Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar snýst um tækni, vísindi og sköpun í sinni skemmtilegustu mynd, enda nýtur þessi árlegi viðburður í Verkmenntaskóla Austurlands mikilla vinsælda. Sprengjugengið, rafknúnir kappakstursbílar, Segway-hjól, FAB Lab Austurlands og margt fleira verður í boði.
09.10.2015

Kuldabola hleypt af stað í fimmta sinn

Lazertag, sögur og spuni og dansstúdíó er á meðal þess sem verður í boði á Kuldabola, sem fram fer í Fjarðabyggðarhöllinni nú um helgina.
09.10.2015

Íbúafundur á Eskifirði

Sjóminjasafn Austurlands heldur íbúafund í kvöld í Kirkju- og menningarmiðstöðinni (Tónlistarmiðstöð Austurlands) á Eskifrði í kvöld kl. 20:30. Kynntar verða hugmyndir að nýju safnasvæði í útbæ Eskifjarðar.
07.10.2015

Beint flug á milli Lundúna og Egilsstaða kynnt

Tanni Travel og Fjallsýn undirrituðu í dag umboðssamning við bresku ferðaskrifstofuna Discover the World vegna sölu og markaðssetningar á beinu flugi á milli Lundúna og Egilsstaða. Fyrsta vélin fer í loftið 28. maí á næsta ári.
07.10.2015

Dagar myrkurs

Þessi dularfulla og stórskemmtilega menningarveisla verður um allt Austurland dagana 28. október til 1. nóvember nk.
30.09.2015

Í fyrsta sinn á Íslandi

Áfangastaðurinn Austurland er fyrsta áfangastaðarhönnun sinnar tegundar hér á landi. Næstu skref verkefnisins verða mörkuð á áhugaverðri mál- og vinnustofu, sem fer fram næsta laugardag og er öllum opin.
24.09.2015

Stór dagur fyrir Austurland allt

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hleypti formlega síðustu sprengingu Norðfjarðarganga af í dag. Stór dagur fyrir Austurland allt, að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
22.09.2015

Ofanflóðavarnir í Norðfirði

Hafinn er undirbúningur næstu áfanga vegna ofanflóðavarna í Norðfirði. Fyrirhugaðar eru tvær aðskildar framkvæmdir annars vegar undir Nesgili og Bakkagili og hins vegar Urðarbotni og Sniðgili. Drög að tillögum að matsáætlun umhverfisáhrifa hafa verið lögð fram til kynningar og rennur frestur út til að skila inn athugasemdum 7. október nk.
20.09.2015

Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar

Rafveita Reyðarfjarðar fagnaði 85 ára starfsafmæli sínu í gær. Auk þes sem boðið var í alvöru grillveislu að hætti rafveitunnar, var nýja göngubrúin yfir Búðarárstíflu tekin formlega í notkun. Hér má sjá þegar klippt var á borðann í samstilltu átaki.
18.09.2015

Þriðjungi minni flúor í grasi

Flúor í grasi hefur farið minnkandi í Reyðarfirði þrjú ár í röð. Í sumar lækkuðu gildin að meðaltali um þriðjung á milli ára. Hvað umhverfisáhrif snertir, skipar þessi árangur Alcoa Fjarðaáli í fremstu röð, að sögn Magnúsar Ásmundssonar, forstjóra.
17.09.2015

Rafveita Reyðarfjarðar 85 ára

Í tilefni af 85 ára starfsafmæli sínu, býður Rafveita Reyðarfjarðar í alvöru grillveislu, laugardaginn 19. september nk. Einnig verður nýja göngubrúin yfir Búðará vígð.
12.09.2015

Move Week í Fjarðabyggð

Í tilefni af Move Week, evrópsku hreyfivikunni, verður frítt í sundalaugar Fjarðabyggðar og líkamsrækt fimmtudaginn 24. september. nk.
09.09.2015

Óvenjulegur ómur í einstæðu rými

Svanur Vilbergsson gítarleikari og norski sellóleikarinn og tónskáldið Maja Bugge Web halda tónleika í olíutanki á Eskifirði og Bræðslunni á Djúpavogi. Yfirskrift tónleikanna er Endurómur - Etterklang, óvenjulegur ómur í einstæðu rými, sem felur í sér skemmtilega vísun í einstakt tónleikarýmið.
05.09.2015

Félagsmálanefnd falinn undirbúningur

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áréttaði á síðasta fundi sínum, að sveitarfélagið er tilbúið að taka á móti flóttamönnum. Hefur félagsmálanefnd verið falið að fjalla um málið og greina innviði að þessu leyti.
02.09.2015

Rannsóknir á Drekasvæðinu að hefjast

Rannsóknarskipið Oceanic Challenger kom til Reyðarfjarðarhafnar í dag ásamt smærra dráttarskipi. Skipin halda út á Drekasvæðið eftir stutta viðkomu, en rannsóknarskipið er sérhæft til jarð- og jarðeðlisfræðilegra rannsókna vegna olíu- og gasvinnslu.
02.09.2015

Fótboltinn það sem af er sumri

Línur eru farnar að skýrast í fótboltanum hér fyrir austan. Margt bendir til að tvö lið frá Fjarðabyggð leiki í 1.deild á næsta ári en Leiknir og Huginn eru í harðri baráttu ásamt ÍR um tvö laus sæti í 1.deild.
01.09.2015

Vetraráætlun Strætisvagna Austurlands

Vetraráætlun SVAust tekur gildi í dag, þriðjudaginn 1. september. Vakin er athygli á klukkutíma seinkun á síðstu ferð frá Alcoa Fjarðaál í nokkur skipti, nú í byrjun mánaðarins.
01.09.2015

Menningardagur á Stöðvarfirði

Föstudaginn 4. september verður langur föstudagur á Stöðvarfirði. Skelltu þér á skottsölu á afurðum sumarins, ljósakvöld á Steinasafni Petru eða njóttu bragðgóðra tilboða hjá veitingastöðum staðarins.
27.08.2015

Fótboltinn í sumar - yngri flokkar

Hér má sjá stöður og úrslit leikja í sumar í yngri flokkum liða Fjarðabyggðar í fótbolta.
25.08.2015

Fjarðabyggð staðfestir þjóðarsáttmála um læsi

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir hjá Heimili og skóla staðfestu aðild Fjarðabyggðar að þjóðarsáttmála um læsi í Nesskóla í dag. Þjóðarsáttmálinn styður efnislega vel við þann samning sem sveitarfélög á Austurlandi gerðu með sér sl. haust um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði.
25.08.2015

Samfélagsorðan – Hvatningarverðlaun fyrir ungmenni

Samfélagsorðan er verkefni sem ætlað er að virkja ungmenni til virkrar þátttöku í jákvæðu og uppbyggjandi félagslífi. Kynningarfundur fyrir verkefnið verður í Sómasetrinu Reyðarfirði 31.ágúst, kl. 18:00, þar sem félagasamtök og aðrir áhugasamir geta gerst samstarfsfélagar og tekið þátt í uppbyggingu á þessu frábæra verkefni.