Í tilefni af 85 ára starfsafmæli sínu, býður Rafveita Reyðarfjarðar í alvöru grillveislu, laugardaginn 19. september nk. Einnig verður nýja göngubrúin yfir Búðará vígð.
Svanur Vilbergsson gítarleikari og norski sellóleikarinn og tónskáldið Maja Bugge Web halda tónleika í olíutanki á Eskifirði og Bræðslunni á Djúpavogi. Yfirskrift tónleikanna er Endurómur - Etterklang, óvenjulegur ómur í einstæðu rými, sem felur í sér skemmtilega vísun í einstakt tónleikarýmið.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar áréttaði á síðasta fundi sínum, að sveitarfélagið er tilbúið að taka á móti flóttamönnum. Hefur félagsmálanefnd verið falið að fjalla um málið og greina innviði að þessu leyti.
Rannsóknarskipið Oceanic Challenger kom til Reyðarfjarðarhafnar í dag ásamt smærra dráttarskipi. Skipin halda út á Drekasvæðið eftir stutta viðkomu, en rannsóknarskipið er sérhæft til jarð- og jarðeðlisfræðilegra rannsókna vegna olíu- og gasvinnslu.
Línur eru farnar að skýrast í fótboltanum hér fyrir austan. Margt bendir til að tvö lið frá Fjarðabyggð leiki í 1.deild á næsta ári en Leiknir og Huginn eru í harðri baráttu ásamt ÍR um tvö laus sæti í 1.deild.
Vetraráætlun SVAust tekur gildi í dag, þriðjudaginn 1. september. Vakin er athygli á klukkutíma seinkun á síðstu ferð frá Alcoa Fjarðaál í nokkur skipti, nú í byrjun mánaðarins.
Föstudaginn 4. september verður langur föstudagur á Stöðvarfirði. Skelltu þér á skottsölu á afurðum sumarins, ljósakvöld á Steinasafni Petru eða njóttu bragðgóðra tilboða hjá veitingastöðum staðarins.
Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Sigríður Margrét Guðjónsdóttir hjá Heimili og skóla staðfestu aðild Fjarðabyggðar að þjóðarsáttmála um læsi í Nesskóla í dag. Þjóðarsáttmálinn styður efnislega vel við þann samning sem sveitarfélög á Austurlandi gerðu með sér sl. haust um bættan námsárangur í læsi og stærðfræði.
Samfélagsorðan er verkefni sem ætlað er að virkja ungmenni til virkrar þátttöku í jákvæðu og uppbyggjandi félagslífi. Kynningarfundur fyrir verkefnið verður í Sómasetrinu Reyðarfirði 31.ágúst, kl. 18:00, þar sem félagasamtök og aðrir áhugasamir geta gerst samstarfsfélagar og tekið þátt í uppbyggingu á þessu frábæra verkefni.
Júlíblað UNA Magazine, fréttablaðs Veraldarvina, er að stóru leyti helgað Fjarðabyggð og störfum þeirra hér. Um þessar mundir eru 76 sjálfboðaliðar frá 22 löndunum starfandi á vegum samtakanna á Stöðvarfirði og Eskifirði, þar á meðal við að gera upp gamla barnaskólann á Eskifirði.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnaði á fundi sínum í dag 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Af því tilefni sátu einvörðungu konur þennan 183. fund bæjarstjórnar. Til umræðu kom m.a. kynbundinn launamunur og hinsegin fræðsla.
Boðað hefur verið til sérstaks fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. ágúst 2015 á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði og hefst kl. 16:00. Eingöngu kvenbæjarfulltrúar munu sitja fundinn.
Bergey Stefánsdóttir, Stefán Ingvar Stefánsson, Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir og Páll Baldursson tóku nýlega til starfa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar. Bergey og Helga Elísabet starfa á fjölskyldusviði, Stefán Ingvar á fjármálasviði en Páll og Ólöf eru á framkvæmdasviði.
Þessi skemmtilega mynd var tekin nýlega í tilefni af því, konur eru í fyrsta sinn í sögu Fjarðbyggðar fleiri en karlar í hafnarstjórn. Þær eru nú þrjár af fimm stjórnarmönnum.
Neistaflug er fjölskylduhátíð í raun, sem gamandúóið Felix Bergsson og Gunnar Helgason, segjast ekki vilja missa af. Fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna þegar Gunni birtist óvænt á hátíðinni, sem fram fór í Neskaupstað um síðustu helgi.
Rósafleyting í minningu þeirra frönsku sjómanna sem farist hafa við Íslandsstrendur fór fram að minningarathöfn lokinni í Franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði sl. laugardag.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, þakkaði Serge Lambert og Alberti Eiríkssyni einstakt framlag þeirra til menningararfleifðar Frakka á Fáskrúðsfirði í móttöku sem fram fór á Frönskum dögum.
Í ár eru 20 ár liðin frá því að Franskir dagar hófu göngu sína á Fáskrúðsfirði. Af því tilefni færði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, framkvæmdanefnd hátíðarinnar rósir og hamingjuóskir við setninguna sl. föstudagskvöld.
Franska skonnortan Belle poule er stödd á Fáskrúðsfirði í tilefni Franskra daga. Skipið er svipað þeim sem Frakkar gerðu fyrr á tímum út á Íslandsmið. Almenningur er boðinn velkominn um borð sunnudaginn 25. júlí kl. 10:00-12:00 og 14:00-17:00.
Franskir dagar voru settir í gær með glæsibrag. Á meðal þeirra sem komu fram voru eldgleypar frá Sirkus Íslands, sem léku listir sínar og segja má að hafi lýst upp hátíðarsvæðið í ljósaskiptunum.
Matar, listar og menningarhátíðin Pólar var haldin á Stöðvarfirði dagana 7. - 12. júlí og tókst með eindæmum vel. Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman og er markmið hátíðarinnar að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði.
Guðmundur Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar er látinn. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni laugardagsins 11. júlí. Útför Guðmundar fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 18.júlí og hefst kl. 14:00. Hægt verður að fylgjast með útförinni á skjá í Egilsbúð.
Sumarið er tími hátíðanna í Fjarðabyggð. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hvetur Fjarðabúa til að fylgjast með því sem er á döfinni í sveitarfélaginu og taka þátt. Nálgast má upplýsingar um viðburði og margt fleira á visitfjardabyggd.is.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, blása á umræðu um að Eistnaflug og Fjarðabyggð rokki ekki saman þegar kemur að einni stærstu tónlistarhátíð landsins.