02.11.2015
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 og þriggja ára áætlun 2017-2019
Fimmtudaginn 29. október 2015 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019. Dagsetning seinni umræðu bæjarstjórnar liggur ekki fyrir, en henni skal lögum samkvæmt vera lokið fyrir 15. desember nk.





























