Fyrsta "samflotið" á Austurlandi fór fram í Sundlaug Norðfjarðar í gær. Var þessi áhugaverða slökunaraðferð kynnt í tengslum við styrktargöngu Göngum saman.
Kongur gengu saman í Neskaupstað í tilefni mæðradagsins. Hér má sjá hluta hópsins, sem taldi um 80 til 90 þátttakendur, en Göngum saman styrktargöngunni í Neskaupstað lauk við Sundlaug Norðfjarðar, en einnig var ganga á Fáskrúðsfirði.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, tók ásamt sr. Sigurði Rúnar Ragnarssyni, sóknarpresti og Guðjóni B. Magnússyni, formanni sóknarnefndar Norðfjarðrkirkju, á móti áhöfn færeyska trúboðsskipsins Jóhönnu í Neskaupstað í dag.
Skipuleggjendur tjÖldungs,öldungamóts Blakfélags Íslands, láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir óvilhalla veðurguði. Mótið færist m.a. í Fjarðabyggðarhöllina.
Grunnskólar Fjarðabyggðar fengu nýlega afhentar 95 nýjar fartölvur frá Nýherja fyrir kennara skólanna en um er að ræða endurnýjun á 6 ára gömlum vélum.
Öldungamótið í blaki hefst í Neskaupstað fimmtudaginn 30.apríl. Blakdeild Þróttar hefur fest kaup á þremur uppblásnum íþróttahúsum í tengslum við mótið.
Ferðaþjónustuaðilar buðu nýlega í stórskemmtilegt ferðalag á puttanum um Austurland í Fjarðabyggðarhöllinni. Viðburðurinn var festur á stutt myndband sem er nú aðgengilegt.
KPMG og Skólastofan fengu það verkefni að kortleggja mögulegar leiðir í rekstri sveitarfélagsins. Ráðgjafafyrirtækin kynntu niðurstöður sínar í dag á fundum sem fram fóru í Neskaupstað og á Reyðarfirði.
Miðvikudaginn 15. apríl 2015 fór fram fyrri umræða í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um ársreikning bæjarfélagsins fyrir árið 2014. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í bæjarstjórn.