Fara í efni

Fréttir

24.06.2015

Íbúafundur vegna Eistnaflugs

Boðað er til kynningarfundar vegna tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs sem haldin verður í Neskaupstað 8. – 11. júlí nk. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24.júní í Nesskóla og hefst kl. 20:00.
22.06.2015

Endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar

Fjarðabyggð hefur lokið við endurfjármögnun á fasteignaleigusamningum m.a. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar. Með því sparast allt að 3,5 millj. kr. á ári með lægri vaxtakostnaði.
19.06.2015

Kosningaréttur kvenna 100 ára

Fjarðabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum til hamingju með aldarafmæli kosningarréttar kvenna. Opnun sýningarinnar "Vér heilsum glaðar framtíðinni" er á meðal viðburða dagsins í Fjarðabyggð.
17.06.2015

Þjóðhátíð á Reyðarfirði

Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, Fjallkona Fjarðabyggðar ásamt Aðalheiði Vilbergsdóttur, formanni umf. Vals og fánaberum hátíðarinnar, Hirti Elí Steindórssyni og Bylgju Rún Ólafsdóttur. Hátíðarhöld dagsins voru glæsileg, en auk útiskemmtunar á sviði fór fram fjölbreytt leikjadagskrá í Fjarðabyggðarhöllinni.
16.06.2015

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn og á hafnarsvæði

Töluverðar framkvæmdir eru við Norðfjarðarhöfn en auk þess eru G. Skúlason, Síldarvinnslan og Fjarðarnet í byggingaframkvæmdum.
16.06.2015

Glæsileg hátíðar- og skemmtidagskrá á Reyðarfirði

17. júní verður fagnað á Reyðarfirði. Skrúðganga leggur af stað frá Molanum kl. 14:00 og verður gengið fylktu liði að hátíðarsvæðinu sem er við Fjarðabyggðarhöllina. Víðavangshlaup fyrir leik- og grunnskólabörn hefst nokkru fyrr eða kl. 13:00. Sjá augýsingu.
16.06.2015

Óviðunandi ástand Norðfjarðarflugvallar

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið reiðubúið að leita fjármögnunar í heimabyggð fyrir allt að 75 millj. kr. gegn samsvarandi fjárframlagi úr ríkissjóði, til þess að koma Norðfjarðarflugvelli í ásættanlegt horf. Á síðasta fundi bæjarráðs, þann 15. júní, var fjallað um ástand flugvallarins.
16.06.2015

Framkvæmdir í Neskaupstað

Í Neskaupstað eru miklar framkvæmdir í gangi og allir iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera langt fram á næsta ár.
15.06.2015

Tónlistarhátíðin Eistnaflug hlaut hæsta styrkinn úr Samfélagssjóði Aloca Fjarðaáls

Alcoa Fjarðaál veitti í síðustu viku skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs í Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls. Alls var úthlutað átta milljónum króna til þrjátíu og tveggja verkefna á Austurlandi og rann ein milljón króna til Eistnaflugs.
14.06.2015

Upplýsingamiðstöð Fjarðabyggðar á Stöðvarfirði

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn hefur verið staðsett með góðum árangri í Brekkunni á Stöðvarfirði undanfarin ár. Hér má sjá Ástu Snædísi Guðmundsdóttur og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra, undirrita samning um áframhaldandi rekstur miðstöðvarinnar þar.
14.06.2015

Gestastofa Fjarðabyggðar í samstarfi við Salthússmarkaðinn

Salthússmarkaðurinn hefur tekið að sér rekstur samkomuhússins á Stöðvarfirði ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar í sumar. Hér má sjá Aðalheiði G. Guðmundsdóttur og Pál Björgvin Guðmundsson takast í hendur að lokinni undirritun samkomulags þess efnis.
10.06.2015

Opnunarhátíð á Stöðvarfirði

Samkomuhúsið á Stöðvarfirði verður í aðalhlutverki opnunarhátíðar sem fram fer 12. júní, kl. 15:00. Á hátíðinni verður því fangað að Salthúsmarkaðurinn opnar í nýju húsnæði, ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar og glæsilegri sýningu á austfirskum þokumyndum.
10.06.2015

Gjaldfrjáls aðgangur að garðlöndum

Matjurtagarðarnir í Fjarðabyggð eru tilbúnir til notkunar, en afnot af garðlandi eru íbúum að kostnaðarlausu.
08.06.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð fer vel af stað – Glæsileg byrjun Leiknis

Fjarðabyggð hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur í fyrstu umferðum 1.deildar karla ( B – deild ) auk þess sem liðið er komið í 16.liða úrslit bikarkeppninnar. Leiknir hefur unnið alla fimm leiki sína í 2.deild karla ( C - deild).
07.06.2015

Veðrið lék við hátíðargesti

Hátíðarhöld í Fjarðabyggð tilefni af sjómannadeginum náðu hámarki í dag. Ekki spillti fyrir að veðrið lék við hátíðargesti, sem nutu sín vel í glampandi sólinni.
07.06.2015

Til hamingju með daginn

Sjómannadagurinn er ein stærsta hátíð sumarsins í Fjarðbyggð, með veglegri hátíðardagskrá víða um sveitarfélagið. Hátíðarhöldin ná svo hármaki í dag. Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn.
06.06.2015

Metþátttaka í götuþríþrautinni

Tvö met féllu í götuþríþrautinni sem fram fór á Eskifirði í dag, sem jafnframt er sú fjölmennasta frá upphafi. Hér má sjá sigurvegara í keppninni við verðlaunaafhendingu fyrr í dag ásamt Díönu Mjöll Sveinsdóttur, einn af skipuleggjendum þríþrautarinnar.
04.06.2015

Skemmtiferðaskipin snemma á ferðinni í ár

Fyrstu komur skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar í ár voru heldur fyrr en vanalega. Fyrsta skipið lagði að höfn í Fjarðabyggð þann 27. maí sl. Hér má sjá Marco Polo í Eskifjarðarhöfn þegar þetta 820 farþega lúxusskip átti þar viðkomu.
29.05.2015

Lokadagar vorhreinsunar

Fjöldi heimila og fyrirtækja tók til hendinni í vorhreinsun Fjarðabyggðar. Síðustu dagar átaksins voru um helgina.
19.05.2015

Skíðafélag Fjarðabyggðar lýkur vetrinum með stæl

Iðkendur og foreldrar hjá Skíðafélagi Fjarðabyggðar luku skíðavetrinum með smá skemmtun í síðustu viku í og við Grunnskólann á Eskifirði.
11.05.2015

Fyrsta samflotið á Austurlandi

Fyrsta "samflotið" á Austurlandi fór fram í Sundlaug Norðfjarðar í gær. Var þessi áhugaverða slökunaraðferð kynnt í tengslum við styrktargöngu Göngum saman.
11.05.2015

Glæsileg byrjun hjá Fjarðabyggð og Leikni

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar og Leiknir F. hófu Íslandsmótið með miklum glæsibrag um helgina.
10.05.2015

Gengið saman á mæðradeginum

Kongur gengu saman í Neskaupstað í tilefni mæðradagsins. Hér má sjá hluta hópsins, sem taldi um 80 til 90 þátttakendur, en Göngum saman styrktargöngunni í Neskaupstað lauk við Sundlaug Norðfjarðar, en einnig var ganga á Fáskrúðsfirði.
10.05.2015

Áhöfnin á Jóhönnu kveður

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, tók ásamt sr. Sigurði Rúnar Ragnarssyni, sóknarpresti og Guðjóni B. Magnússyni, formanni sóknarnefndar Norðfjarðrkirkju, á móti áhöfn færeyska trúboðsskipsins Jóhönnu í Neskaupstað í dag.
07.05.2015

Málþing um þjónustumiðstöð Norðurslóða

Áhugavert málþing um Þjónustumiðstöð Norðurslóða fer fram í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði 2. júní nk. Taktu daginn frá.
05.05.2015

Sorphirða í Neskaupstað

Vegna yfirvofandi vinnustöðvunar 6. og 7.maí - miðvikudag og fimmtudag - var farið í sorphreinsun á Norðfirði í dag þriðjudag.
29.04.2015

Brugðist skjótt við

Skipuleggjendur tjÖldungs,öldungamóts Blakfélags Íslands, láta engan bilbug á sér finna þrátt fyrir óvilhalla veðurguði. Mótið færist m.a. í Fjarðabyggðarhöllina.
28.04.2015

Leitað að öflugum einstaklingum til að taka þátt í Útsvari

Fjarðabyggð leitar að öflugum einstaklingum til að skipa lið sveitarfélagsins í spurningakeppninni Útsvari næsta vetur.
27.04.2015

Nýjar fartölvur í grunnskólana

Grunnskólar Fjarðabyggðar fengu nýlega afhentar 95 nýjar fartölvur frá Nýherja fyrir kennara skólanna en um er að ræða endurnýjun á 6 ára gömlum vélum.
27.04.2015

Öldungamótið í blaki í Neskaupstað

Öldungamótið í blaki hefst í Neskaupstað fimmtudaginn 30.apríl. Blak­deild Þrótt­ar hef­ur fest kaup á þrem­ur upp­blásn­um íþrótta­hús­um í tengslum við mótið.