Fara í efni

Fréttir

17.08.2015

Veraldarvinir í Fjarðabyggð

Júlíblað UNA Magazine, fréttablaðs Veraldarvina, er að stóru leyti helgað Fjarðabyggð og störfum þeirra hér. Um þessar mundir eru 76 sjálfboðaliðar frá 22 löndunum starfandi á vegum samtakanna á Stöðvarfirði og Eskifirði, þar á meðal við að gera upp gamla barnaskólann á Eskifirði.
17.08.2015

Skorað á stjórnvöld

Bæjarráð Fjarðabyggðar skorar á stjórnvöld að hafa hagsmuni sjávarbyggða að leiðarljósi í aðgerðum á þeirra vegum vegna viðskiptabanns Rússlands.
13.08.2015

Sögulegur fundur hjá bæjarstjórn Fjarðabyggðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar fagnaði á fundi sínum í dag 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna. Af því tilefni sátu einvörðungu konur þennan 183. fund bæjarstjórnar. Til umræðu kom m.a. kynbundinn launamunur og hinsegin fræðsla.
12.08.2015

100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi

Boðað hefur verið til sérstaks fundar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 13. ágúst 2015 á bæjarskrifstofunni Reyðarfirði og hefst kl. 16:00. Eingöngu kvenbæjarfulltrúar munu sitja fundinn.
11.08.2015

Nýir starfsmenn á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar

Bergey Stefánsdóttir, Stefán Ingvar Stefánsson, Helga Elísabet Guðlaugsdóttir, Ólöf Vilbergsdóttir og Páll Baldursson tóku nýlega til starfa á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar. Bergey og Helga Elísabet starfa á fjölskyldusviði, Stefán Ingvar á fjármálasviði en Páll og Ólöf eru á framkvæmdasviði.
10.08.2015

Konur í meirihluta hafnarstjórnar

Þessi skemmtilega mynd var tekin nýlega í tilefni af því, konur eru í fyrsta sinn í sögu Fjarðbyggðar fleiri en karlar í hafnarstjórn. Þær eru nú þrjár af fimm stjórnarmönnum.
05.08.2015

Fagnaðarlátum ætlaði aldrei að linna

Neistaflug er fjölskylduhátíð í raun, sem gamandúóið Felix Bergsson og Gunnar Helgason, segjast ekki vilja missa af. Fagnaðarlátum ætlaði ekki að linna þegar Gunni birtist óvænt á hátíðinni, sem fram fór í Neskaupstað um síðustu helgi.
28.07.2015

Ný göngubrú yfir Búðará

Nýja göngubrúin tengir saman gönguleiðir austan og vestan árinnar og er stór áfangi fyrir aðgengi almennings að vinsælu útivistarsvæði á Reyðarfirði.
27.07.2015

Franskra sjómanna við Íslandsstrendur minnst

Rósafleyting í minningu þeirra frönsku sjómanna sem farist hafa við Íslandsstrendur fór fram að minningarathöfn lokinni í Franska grafreitnum á Fáskrúðsfirði sl. laugardag.
27.07.2015

Einstakt framlag til menningararfleifðar Frakka á Fáskrúðsfirði

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, þakkaði Serge Lambert og Alberti Eiríkssyni einstakt framlag þeirra til menningararfleifðar Frakka á Fáskrúðsfirði í móttöku sem fram fór á Frönskum dögum.
27.07.2015

Franskir dagar í 20 ár

Í ár eru 20 ár liðin frá því að Franskir dagar hófu göngu sína á Fáskrúðsfirði. Af því tilefni færði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, framkvæmdanefnd hátíðarinnar rósir og hamingjuóskir við setninguna sl. föstudagskvöld.
25.07.2015

Allir velkomnir um borð í Belle poule

Franska skonnortan Belle poule er stödd á Fáskrúðsfirði í tilefni Franskra daga. Skipið er svipað þeim sem Frakkar gerðu fyrr á tímum út á Íslandsmið. Almenningur er boðinn velkominn um borð sunnudaginn 25. júlí kl. 10:00-12:00 og 14:00-17:00.
25.07.2015

Glæsileg setningarhátíð Franskra daga

Franskir dagar voru settir í gær með glæsibrag. Á meðal þeirra sem komu fram voru eldgleypar frá Sirkus Íslands, sem léku listir sínar og segja má að hafi lýst upp hátíðarsvæðið í ljósaskiptunum.
22.07.2015

Áfangastaðurinn Austurland

Áfangastaðurinn Austurland er verkefni sem snýst um að þróa Austurland sem heild til búsetu, fyrirtækjareksturs og sem áfangastað fyrir ferðamenn.
15.07.2015

Hátíðin Pólar á Stöðvarfirði heppnaðist vel

Matar, listar og menningarhátíðin Pólar var haldin á Stöðvarfirði dagana 7. - 12. júlí og tókst með eindæmum vel. Pólarhátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2013 á Stöðvarfirði í samstarfi við þorpshátíðina Maður er manns gaman og er markmið hátíðarinnar að kynna Stöðvarfjörð fyrir fólki og fólk fyrir Stöðvarfirði.
13.07.2015

Guðmundur Bjarnason er látinn

Guðmundur Bjarnason fyrrverandi bæjarstjóri Fjarðabyggðar er látinn. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað að morgni laugardagsins 11. júlí. Útför Guðmundar fer fram frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 18.júlí og hefst kl. 14:00. Hægt verður að fylgjast með útförinni á skjá í Egilsbúð.
10.07.2015

Skemmtum okkur um alla Fjarðabyggð í sumar

Sumarið er tími hátíðanna í Fjarðabyggð. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, hvetur Fjarðabúa til að fylgjast með því sem er á döfinni í sveitarfélaginu og taka þátt. Nálgast má upplýsingar um viðburði og margt fleira á visitfjardabyggd.is.
10.07.2015

Eistnaflug og Fjarðabyggð rokka

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Stefán Magnússon, skipuleggjandi Eistnaflugs, blása á umræðu um að Eistnaflug og Fjarðabyggð rokki ekki saman þegar kemur að einni stærstu tónlistarhátíð landsins.
10.07.2015

Friðarhlaupið 2015

Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið hefur gengið mjög vel á hringferð sinni um Ísland og var á Austurlandi í vikunni.
09.07.2015

Stærra og flottara Eistnaflug

Rokkhátíðinni Eistnaflug var hleypt af stokkunum í gærkvöldi með frábærum fjölskyldutónleikum. Gert er ráð fyrir að meira en 2.000 gestum á hátíðina, sem er sú stærsta og flottasta til þessa.
08.07.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð og Leiknir í toppbaráttu

Að loknum 10 umferðum í 1. og 2.deild karla eru bæði lið Fjarðabyggðar og Leiknis í 3.sæti með 21 stig.
07.07.2015

Bannað að vera fáviti - Tjaldstæði og bílastæði

Það styttist í Eistnaflug. Hátíðin hefst á miðvikudaginn kl. 19:00 með fjölskyldutónleikum. Fimmtudag, föstudag og laugardag hefst dagskráin kl. 14:30 og stendur fram eftir nóttu.
01.07.2015

Odee sýnir í Dahlshúsi

Sýning á verkum eftir listamanninn Odd Friðrik Eysteinsson, betur þekktur sem Odee, opnar í Dahlshúsi Eskfirði á morgun.
01.07.2015

Farvegur Hlíðarendaár breikkar og dýpkar

Farmkvæmdum vegna ofanflóðavarna á Eskifirði miðar vel áfram. Yfirborðsfrágangur er hafinn við Bleiksá og hefjast framkvæmdir vegna Hlíðarendaár í byrjun næstu viku.
29.06.2015

Bæjarráð fundar á Mjóafirði

Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, setti í morgun 433. fund ráðsins á Sólbrekku í Mjóafirði.
29.06.2015

Íslenska stríðsárasafninu færðar góðar gjafir

Það var hátíðleg stund, þegar Íslenska striðsárasafninu var árnað heilla, á Hernámsdeginum sl. sunnudag, í tilefni af 20 ára starfsafmælis þess. Velunnarar færðu auk þess safninu voru færðar góðar gjafir.
29.06.2015

Sigfús „Róri“ Guðlaugsson heiðraður

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, afhenti Sigfúsi Guðlaugssyni, rafveitustjóra, sértaka viðurkenningu vegna stuðnings Rafveitu Reyðarfjarðar við Íslenska stríðsárasafnið allt frá stofnun þess.
29.06.2015

Hernámshlaupið 2015

Þátttaka var góð í hernámshlaupi Íslandsbanka og mættu tæplega 20 hlauparar til leiks. Hlaupaveður var ágætt þó að sólin hefði að ósekju mátt sýna sig aðeins betur.
26.06.2015

Ljósmyndasýning Höska opnar í Molanum

Glæsileg sýning á 15 ljósmyndum eftir Ólaf Höskuld Ólafsson eða Höska opnaði fyrir stundu í Molanum. Sýningin er forsmekkurinn að hverfa- og bryggjuhátíðinni á Reyðarfirði sem fram fer á morgun.
24.06.2015

Íslenska stríðsárasafnið í 20 ár

Tuttugu ára starfsafmæli Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði verður fagnað á Hernámsdeginum, sunnudaginn 28. júní nk. Safnið hóf starfsemi sína í júnímánuði árið 1995 og er hið eina hér á landi sem gerir árum síðari heimstyrjaldarinnar skil út frá bæði hernaðarlegum og samfélagslegum sjónarmiðum tímabilsins.