Fara í efni

Fréttir

09.07.2015

Stærra og flottara Eistnaflug

Rokkhátíðinni Eistnaflug var hleypt af stokkunum í gærkvöldi með frábærum fjölskyldutónleikum. Gert er ráð fyrir að meira en 2.000 gestum á hátíðina, sem er sú stærsta og flottasta til þessa.
08.07.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð og Leiknir í toppbaráttu

Að loknum 10 umferðum í 1. og 2.deild karla eru bæði lið Fjarðabyggðar og Leiknis í 3.sæti með 21 stig.
07.07.2015

Bannað að vera fáviti - Tjaldstæði og bílastæði

Það styttist í Eistnaflug. Hátíðin hefst á miðvikudaginn kl. 19:00 með fjölskyldutónleikum. Fimmtudag, föstudag og laugardag hefst dagskráin kl. 14:30 og stendur fram eftir nóttu.
01.07.2015

Odee sýnir í Dahlshúsi

Sýning á verkum eftir listamanninn Odd Friðrik Eysteinsson, betur þekktur sem Odee, opnar í Dahlshúsi Eskfirði á morgun.
01.07.2015

Farvegur Hlíðarendaár breikkar og dýpkar

Farmkvæmdum vegna ofanflóðavarna á Eskifirði miðar vel áfram. Yfirborðsfrágangur er hafinn við Bleiksá og hefjast framkvæmdir vegna Hlíðarendaár í byrjun næstu viku.
29.06.2015

Bæjarráð fundar á Mjóafirði

Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, setti í morgun 433. fund ráðsins á Sólbrekku í Mjóafirði.
29.06.2015

Íslenska stríðsárasafninu færðar góðar gjafir

Það var hátíðleg stund, þegar Íslenska striðsárasafninu var árnað heilla, á Hernámsdeginum sl. sunnudag, í tilefni af 20 ára starfsafmælis þess. Velunnarar færðu auk þess safninu voru færðar góðar gjafir.
29.06.2015

Sigfús „Róri“ Guðlaugsson heiðraður

Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar, afhenti Sigfúsi Guðlaugssyni, rafveitustjóra, sértaka viðurkenningu vegna stuðnings Rafveitu Reyðarfjarðar við Íslenska stríðsárasafnið allt frá stofnun þess.
29.06.2015

Hernámshlaupið 2015

Þátttaka var góð í hernámshlaupi Íslandsbanka og mættu tæplega 20 hlauparar til leiks. Hlaupaveður var ágætt þó að sólin hefði að ósekju mátt sýna sig aðeins betur.
26.06.2015

Ljósmyndasýning Höska opnar í Molanum

Glæsileg sýning á 15 ljósmyndum eftir Ólaf Höskuld Ólafsson eða Höska opnaði fyrir stundu í Molanum. Sýningin er forsmekkurinn að hverfa- og bryggjuhátíðinni á Reyðarfirði sem fram fer á morgun.
24.06.2015

Íslenska stríðsárasafnið í 20 ár

Tuttugu ára starfsafmæli Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði verður fagnað á Hernámsdeginum, sunnudaginn 28. júní nk. Safnið hóf starfsemi sína í júnímánuði árið 1995 og er hið eina hér á landi sem gerir árum síðari heimstyrjaldarinnar skil út frá bæði hernaðarlegum og samfélagslegum sjónarmiðum tímabilsins.
24.06.2015

Íbúafundur vegna Eistnaflugs

Boðað er til kynningarfundar vegna tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs sem haldin verður í Neskaupstað 8. – 11. júlí nk. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 24.júní í Nesskóla og hefst kl. 20:00.
22.06.2015

Endurfjármögnun Fjarðabyggðarhallarinnar

Fjarðabyggð hefur lokið við endurfjármögnun á fasteignaleigusamningum m.a. vegna Fjarðabyggðarhallarinnar. Með því sparast allt að 3,5 millj. kr. á ári með lægri vaxtakostnaði.
19.06.2015

Kosningaréttur kvenna 100 ára

Fjarðabyggð óskar íbúum og landsmönnum öllum til hamingju með aldarafmæli kosningarréttar kvenna. Opnun sýningarinnar "Vér heilsum glaðar framtíðinni" er á meðal viðburða dagsins í Fjarðabyggð.
17.06.2015

Þjóðhátíð á Reyðarfirði

Kolbrún Ósk Jóhannsdóttir, Fjallkona Fjarðabyggðar ásamt Aðalheiði Vilbergsdóttur, formanni umf. Vals og fánaberum hátíðarinnar, Hirti Elí Steindórssyni og Bylgju Rún Ólafsdóttur. Hátíðarhöld dagsins voru glæsileg, en auk útiskemmtunar á sviði fór fram fjölbreytt leikjadagskrá í Fjarðabyggðarhöllinni.
16.06.2015

Framkvæmdir við Norðfjarðarhöfn og á hafnarsvæði

Töluverðar framkvæmdir eru við Norðfjarðarhöfn en auk þess eru G. Skúlason, Síldarvinnslan og Fjarðarnet í byggingaframkvæmdum.
16.06.2015

Glæsileg hátíðar- og skemmtidagskrá á Reyðarfirði

17. júní verður fagnað á Reyðarfirði. Skrúðganga leggur af stað frá Molanum kl. 14:00 og verður gengið fylktu liði að hátíðarsvæðinu sem er við Fjarðabyggðarhöllina. Víðavangshlaup fyrir leik- og grunnskólabörn hefst nokkru fyrr eða kl. 13:00. Sjá augýsingu.
16.06.2015

Óviðunandi ástand Norðfjarðarflugvallar

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri segir sveitarfélagið reiðubúið að leita fjármögnunar í heimabyggð fyrir allt að 75 millj. kr. gegn samsvarandi fjárframlagi úr ríkissjóði, til þess að koma Norðfjarðarflugvelli í ásættanlegt horf. Á síðasta fundi bæjarráðs, þann 15. júní, var fjallað um ástand flugvallarins.
16.06.2015

Framkvæmdir í Neskaupstað

Í Neskaupstað eru miklar framkvæmdir í gangi og allir iðnaðarmenn hafa meira en nóg að gera langt fram á næsta ár.
15.06.2015

Tónlistarhátíðin Eistnaflug hlaut hæsta styrkinn úr Samfélagssjóði Aloca Fjarðaáls

Alcoa Fjarðaál veitti í síðustu viku skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Eistnaflugs í Neskaupstað hæsta einstaka styrkinn við árlega vorúthlutun Samfélagssjóðs Alcoa Fjarðaáls. Alls var úthlutað átta milljónum króna til þrjátíu og tveggja verkefna á Austurlandi og rann ein milljón króna til Eistnaflugs.
14.06.2015

Upplýsingamiðstöð Fjarðabyggðar á Stöðvarfirði

Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn hefur verið staðsett með góðum árangri í Brekkunni á Stöðvarfirði undanfarin ár. Hér má sjá Ástu Snædísi Guðmundsdóttur og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra, undirrita samning um áframhaldandi rekstur miðstöðvarinnar þar.
14.06.2015

Gestastofa Fjarðabyggðar í samstarfi við Salthússmarkaðinn

Salthússmarkaðurinn hefur tekið að sér rekstur samkomuhússins á Stöðvarfirði ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar í sumar. Hér má sjá Aðalheiði G. Guðmundsdóttur og Pál Björgvin Guðmundsson takast í hendur að lokinni undirritun samkomulags þess efnis.
10.06.2015

Opnunarhátíð á Stöðvarfirði

Samkomuhúsið á Stöðvarfirði verður í aðalhlutverki opnunarhátíðar sem fram fer 12. júní, kl. 15:00. Á hátíðinni verður því fangað að Salthúsmarkaðurinn opnar í nýju húsnæði, ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar og glæsilegri sýningu á austfirskum þokumyndum.
10.06.2015

Gjaldfrjáls aðgangur að garðlöndum

Matjurtagarðarnir í Fjarðabyggð eru tilbúnir til notkunar, en afnot af garðlandi eru íbúum að kostnaðarlausu.
08.06.2015

Fótboltafréttir - Fjarðabyggð fer vel af stað – Glæsileg byrjun Leiknis

Fjarðabyggð hefur unnið þrjá leiki og tapað tveimur í fyrstu umferðum 1.deildar karla ( B – deild ) auk þess sem liðið er komið í 16.liða úrslit bikarkeppninnar. Leiknir hefur unnið alla fimm leiki sína í 2.deild karla ( C - deild).
07.06.2015

Veðrið lék við hátíðargesti

Hátíðarhöld í Fjarðabyggð tilefni af sjómannadeginum náðu hámarki í dag. Ekki spillti fyrir að veðrið lék við hátíðargesti, sem nutu sín vel í glampandi sólinni.
07.06.2015

Til hamingju með daginn

Sjómannadagurinn er ein stærsta hátíð sumarsins í Fjarðbyggð, með veglegri hátíðardagskrá víða um sveitarfélagið. Hátíðarhöldin ná svo hármaki í dag. Við óskum sjómönnum til hamingju með daginn.
06.06.2015

Metþátttaka í götuþríþrautinni

Tvö met féllu í götuþríþrautinni sem fram fór á Eskifirði í dag, sem jafnframt er sú fjölmennasta frá upphafi. Hér má sjá sigurvegara í keppninni við verðlaunaafhendingu fyrr í dag ásamt Díönu Mjöll Sveinsdóttur, einn af skipuleggjendum þríþrautarinnar.
04.06.2015

Skemmtiferðaskipin snemma á ferðinni í ár

Fyrstu komur skemmtiferðaskipa til Fjarðabyggðar í ár voru heldur fyrr en vanalega. Fyrsta skipið lagði að höfn í Fjarðabyggð þann 27. maí sl. Hér má sjá Marco Polo í Eskifjarðarhöfn þegar þetta 820 farþega lúxusskip átti þar viðkomu.
29.05.2015

Lokadagar vorhreinsunar

Fjöldi heimila og fyrirtækja tók til hendinni í vorhreinsun Fjarðabyggðar. Síðustu dagar átaksins voru um helgina.