Fara í efni

Fréttir

16.11.2015

Uppeldi til ábyrgðar í Fjarðabyggð

Kennarar í Fjarðabyggð sóttu nýlega námskeið í uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Leik- og grunnskólar sveitarfélagsins hafa frá árinu 2009 starfað samkvæmt þessari stefnu.
15.11.2015

Frábær árangur hjá grunnskólum Fjarðabyggðar

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sigraði í vélmennakapphlaupi á LEGO-hönnunarkeppninni sem fram fór í Háskólabíói í gær og Grunnskóli Reyðarfjarðar var með bestu lausn í hönnun og forritun vélmennis.
13.11.2015

Úrelt umræða um landsbyggðina

Er sú umræða ekki úrelt, að stilla landsbyggð og höfuðborg upp sem andstæðum? Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, velti nýlega upp þessari og fleiri áhugaverðum spurningum um ofanflóðavarnir og verðmætasköpun á landinu.
11.11.2015

Gamalt hús með nýtt hlutverk

Endurnýta má gömul hús með góðum árangri, eins og þetta gamla félagshús hestamannafélagsins Blæs á Norfirði, sem hefur verið flutt í Skíðamiðstöðina í Oddsskarði.
11.11.2015

Rannsókn á högum og líðan ungs fólks í Fjarðabyggð

Skýrsla Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks í 5. - 7. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar er komin á vef sveitarfélagsins.
07.11.2015

Fjarðabyggð vann Vestmannaeyjabæ í Útsvarinu

Fjarðabyggð vann mjög sannfærandi sigur á Vestmannaeyjabæ í Útsvari á föstudagskvöldið.
07.11.2015

Vinir gegn einelti

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar færðu bæjarbúum kærleikskveðjur í tilefni af alþjóðadeginum gegn einelti, sem er 8. nóvember ár hvert.
06.11.2015

Veginum út með norðanverðum Reyðarfirði lokað

Lögreglan á Austurlandi hefur að beiðni Ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands rýmt fjárbúið Engjabakka í norðanverðum Reyðarfirði auk þess sem veginum er lokað við Mjóeyri á Eskifirði. Mikið hefur rignt og sprunga myndast í hlíðinni milli Hellisár og Beljanda.
04.11.2015

Fornminjafundur á Stöðvarfirði vekur athygli

Fornleifarannsóknir benda til að landnámsskáli hafi fundist á Stöð í Stöðvarfirði. Fjarðabyggð hefur ábyrgst forvarnir á þeim gripum sem frekari rannsóknir kunna að leiða í ljós.
04.11.2015

Fjarðabyggð keppir í Útsvari

Fjarðabyggð etur kappi við Vestmannaeyjabæ í Útsvari á RÚV nk. föstudagskvöld kl. 20:40. Lið Fjarðabyggðar er skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Hákoni Ásgrímssyni og Heiðu Dögg Liljudóttur.
03.11.2015

Árni Steinar Jóhannsson er látinn

Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri Fjarðabyggðar er látinn. Árni lést í heimabæ sínum Dalvík sunnudaginn 1. nóvember eftir erfið veikindi.
02.11.2015

Fyrri umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2016 og þriggja ára áætlun 2017-2019

Fimmtudaginn 29. október 2015 var tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fjarðabyggðar fjárhagsáætlun sveitarfélagsins og stofnana fyrir árið 2016 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2017-2019. Dagsetning seinni umræðu bæjarstjórnar liggur ekki fyrir, en henni skal lögum samkvæmt vera lokið fyrir 15. desember nk.
27.10.2015

Rekstri skíðasvæðisins í Oddsskarði útvistað

Gerður hefur verið þjónustu- og leigusamningur við Ómar Skarphéðinsson um rekstur skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði til fimm ára. Ómar hefur um árabil séð um rekstur skíðasvæða, þar á meðal í Bláfjöllum.
22.10.2015

Menningarsnautt eru dautt samfélag

Menning, þýðing hennar og staða innan Fjarðabyggðar, var meginefni opins fundar sem fram fór í Tónlistarmiðstöð Austurlands í gærkvöldi. Að fundinum stóð starfshópur sem skipaður hefur verið um mótun og framsetningu menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð.
21.10.2015

Mótun menningarstefnu Fjarðabyggðar

Menningarstefna Fjarðabyggðar, mótun hennar og framsetning, verður krufin til mergjar á opnum fundi sem verður í Tónlistarmiðtöð Austurlands i kvöld, miðvikudag kl. 20:00 til 22:00. Allt áhugafólk um öfluga menningu, listir og skapandi greinar er hvatt til að mæta og miðla sinni skoðun.
19.10.2015

Ókeypis hjólaviðgerðir á Stöðvarfirði

Bandarísku listmönnunum Salomon Anaya og Adam Masters var vel tekið á Stöðvarfirði í gær, þegar þeir buðu á vegum Sköpunarmiðstöðvarinnar ókeypis hjólaviðgerðir.
16.10.2015

Uppbygging Helgustaðarnámu sem ferðamannastaðar hafin

Samningar hafa tekist með Fjarðabyggð og Héraðsverki um framkvæmdir vegna ferðamannastaðar við Helgustaðarnámu.
15.10.2015

Hjáleið við Hlíðarendaá Eskifirði

Vegna framkvæmda við Hlíðarendaá verður umferð beint um hjáleið við Strandgötu 78-84 á Eskifirði. Hjáleiðin verður opnuð í næstu viku og tekur við allri umferð á meðan framkvæmdum stendur eða fram í nóvember.
13.10.2015

Verknámskynning hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar

Verknámsvika hefur mælst vel fyrir sem hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar. Með nýjum samstarfssamningi Fjarðabyggðar og Verkmenntaskóla Austurlands er þessi fjölbreytta verknámskynning nú orðin viðtekinn hluti af Vinnuskóla Fjarðarbyggðar.
12.10.2015

Uppbygging nýs safnasvæðis á Eskifirði

Nemendur í safnafræði og umhverfisskipulagi hafa verið í vettvangsferð um Eskifjörð vegna hugmynda- og skipulagsvinnu fyrir nýtt safnasvæði. Hér má sjá hópinn við Randulffssjóhús í gærdag.
09.10.2015

Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar snýst um tækni, vísindi og sköpun í sinni skemmtilegustu mynd, enda nýtur þessi árlegi viðburður í Verkmenntaskóla Austurlands mikilla vinsælda. Sprengjugengið, rafknúnir kappakstursbílar, Segway-hjól, FAB Lab Austurlands og margt fleira verður í boði.
09.10.2015

Kuldabola hleypt af stað í fimmta sinn

Lazertag, sögur og spuni og dansstúdíó er á meðal þess sem verður í boði á Kuldabola, sem fram fer í Fjarðabyggðarhöllinni nú um helgina.
09.10.2015

Íbúafundur á Eskifirði

Sjóminjasafn Austurlands heldur íbúafund í kvöld í Kirkju- og menningarmiðstöðinni (Tónlistarmiðstöð Austurlands) á Eskifrði í kvöld kl. 20:30. Kynntar verða hugmyndir að nýju safnasvæði í útbæ Eskifjarðar.
07.10.2015

Beint flug á milli Lundúna og Egilsstaða kynnt

Tanni Travel og Fjallsýn undirrituðu í dag umboðssamning við bresku ferðaskrifstofuna Discover the World vegna sölu og markaðssetningar á beinu flugi á milli Lundúna og Egilsstaða. Fyrsta vélin fer í loftið 28. maí á næsta ári.
07.10.2015

Dagar myrkurs

Þessi dularfulla og stórskemmtilega menningarveisla verður um allt Austurland dagana 28. október til 1. nóvember nk.
30.09.2015

Í fyrsta sinn á Íslandi

Áfangastaðurinn Austurland er fyrsta áfangastaðarhönnun sinnar tegundar hér á landi. Næstu skref verkefnisins verða mörkuð á áhugaverðri mál- og vinnustofu, sem fer fram næsta laugardag og er öllum opin.
24.09.2015

Stór dagur fyrir Austurland allt

Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hleypti formlega síðustu sprengingu Norðfjarðarganga af í dag. Stór dagur fyrir Austurland allt, að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
22.09.2015

Ofanflóðavarnir í Norðfirði

Hafinn er undirbúningur næstu áfanga vegna ofanflóðavarna í Norðfirði. Fyrirhugaðar eru tvær aðskildar framkvæmdir annars vegar undir Nesgili og Bakkagili og hins vegar Urðarbotni og Sniðgili. Drög að tillögum að matsáætlun umhverfisáhrifa hafa verið lögð fram til kynningar og rennur frestur út til að skila inn athugasemdum 7. október nk.
20.09.2015

Fjölmennt á afmælishátíð rafveitunnar

Rafveita Reyðarfjarðar fagnaði 85 ára starfsafmæli sínu í gær. Auk þes sem boðið var í alvöru grillveislu að hætti rafveitunnar, var nýja göngubrúin yfir Búðarárstíflu tekin formlega í notkun. Hér má sjá þegar klippt var á borðann í samstilltu átaki.
18.09.2015

Þriðjungi minni flúor í grasi

Flúor í grasi hefur farið minnkandi í Reyðarfirði þrjú ár í röð. Í sumar lækkuðu gildin að meðaltali um þriðjung á milli ára. Hvað umhverfisáhrif snertir, skipar þessi árangur Alcoa Fjarðaáli í fremstu röð, að sögn Magnúsar Ásmundssonar, forstjóra.