Fara í efni

Fréttir

07.12.2015

Áætlunarferðum flýtt vegna veðurs

Strætisvagnar Austurlands hafa flýtt áætlunarferðum í dag vegna slæmrar veðurspár. Þá hefur Vegagerðin tilkynnt að fjallvegum á Austurlandi verði lokað eftir klukkan 16:00.
04.12.2015

Samverustund á aðventunni

Í tilefni aðventunnar buðu börnin í Kærabæ á Fáskrúðsfirði foreldrum og öðrum gestum í morgunkaffi, eldsnemma í morgun.
04.12.2015

Jólaljósum frestað vegna veðurs

Kveikt verður á jólatrénu á Eskifirði sunnudaginn 6. desember kl. 16:00, en ekki á morgun laugardag, eins og stefnt var að.
03.12.2015

Smári Geirsson tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Bók Smára Geirssonar, Stórhvalaveiðar við Íslands til 1915, er meðal þeirra bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis.
03.12.2015

Skíðasvæðið í Oddsskarði opnar á annan í jólum ef veður leyfir

Stefnt er á að opna Skíðamiðstöðina í Oddsskarði 26. desember ef aðstæður leyfa.
01.12.2015

Rauði krossinn færir nemendum í 1. bekk gjöf

Fulltrúar Rauða krossins á Reyðarfirði færðu nemendum í 1. bekk íslensku bókstafina í litlum kassa.
30.11.2015

Ólsen Ólsendagurinn

Fimmtudaginn 26. nóvember var hinn árlegi Ólsen Ólsendagur Grunnskólans á Eskifirði. Þá hittast allir nemendur skólans og spila af krafti þetta skemmtilega spil í eina kennslustund.
29.11.2015

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar komu ofan af fjöllunum og tóku þátt í að tendra jólaljósin víða um Fjarðabyggð í dag og í gær. Hér má sjá þá sem komu til Neskaupstaðar í dag og nutu til þess dyggrar aðstoðar slökkviliðsins.
27.11.2015

Fjardabyggd.is einn af fimm bestu

Fjardabyggd.is er einn af fimm bestu sveitarfélagavefjum landsins. Vefurinn fékk 87 stig af 100 mögulegum og er í 3. til 5. sæti ásamt Akraneskaupstað og sveitarfélaginu Skagafirði.
27.11.2015

Fornleifaathugun við Stöð í Stöðvarfirði

Að sögn Dr. Bjarna Einarsson fornleifafræðings eru augljós merki um mannabústað við Stöð í Stöðvarfirði. Ef um landnámsskála væri að ræða yrði það fyrsti staðfesti skálinn sem finnst á Austurlandi.
25.11.2015

Grænfáninn dreginn að hún

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði þeim frábæra áfanga nýverið að fá grænfánann afhentan í þriðja sinn.
24.11.2015

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Ómissandi hluti af jólaundirbúningnum er að sjá ljósin kvikna á jólatrénu og heilsa upp á jólasveinana. Kveikt verður á jólatrjánum í Fjarðabyggð á eftirtöldum dögum:
23.11.2015

Bæjarráð fagnar að óvissu hafi verið eytt

Bæjarráð Fjarðabyggðar fagnaði því á fundi sínum í morgun, að innanríkisráðherra hafi eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur um málefni Reykjavíkurflugvallar.
23.11.2015

Íslandsmót haust í 3. og 5. flokki í blaki

Um helgina fór fram í Neskaupstað Íslandsmót haust í blaki fyrir 3. og 5.flokk. Um 160 keppendur öttu kappi og var stemmningin góð. Tuttugu og fimm lið tóku þátt í mótinu en Þróttur Neskaupstað átti tíu af þeim og næst flest lið á mótinu átti Huginn frá Seyðisfirði sem var með fimm lið.
23.11.2015

Umræðu- og kynningarfundir um menningararf

Mennta- og menningarmálaráðuneytið gengst fyrir umræðu- og kynningarfundum á Austurlandi um menningararf og menningarerfðir. Alls verða þrír fundir haldnir dagana 26. til 28. nóvember á Vopnafirði, Reyðarfirði og Egilsstöðum.
20.11.2015

Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær, fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar að lokinni síðari umræðu. Á meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á milli umræðna má nefna fjórðungs lækkun á verðlagsforsendum áætlunarinnar sem lækkuðu við það úr 4,3% í 3,2%.
20.11.2015

Reyðarfjarðarhöfn bjargar málum

Óvenjumikil skipaumferð í Mjóeyrarhöfn gerði að verkum gámaskipi var beint til Reyðarfjarðarhafnar í dag.
16.11.2015

Íbúafundur Neskaupstað

Í kvöld kl. 20:00 verður haldinn í Nesskóla íbúafundur um heilbrigðismál og fjárhags- og starfsáætlanir Fjarðabyggðar 2016-2019.
16.11.2015

Íbúafundi í Neskaupstað frestað

Íbúafundinum sem vera átti í kvöld í Nesskóla í Neskaupstað hefur verið frestað vegna veðurs. Nýr fundartími verður auglýstur bráðlega.
16.11.2015

Uppeldi til ábyrgðar í Fjarðabyggð

Kennarar í Fjarðabyggð sóttu nýlega námskeið í uppbyggingarstefnunni Uppeldi til ábyrgðar. Leik- og grunnskólar sveitarfélagsins hafa frá árinu 2009 starfað samkvæmt þessari stefnu.
15.11.2015

Frábær árangur hjá grunnskólum Fjarðabyggðar

Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar sigraði í vélmennakapphlaupi á LEGO-hönnunarkeppninni sem fram fór í Háskólabíói í gær og Grunnskóli Reyðarfjarðar var með bestu lausn í hönnun og forritun vélmennis.
13.11.2015

Úrelt umræða um landsbyggðina

Er sú umræða ekki úrelt, að stilla landsbyggð og höfuðborg upp sem andstæðum? Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, velti nýlega upp þessari og fleiri áhugaverðum spurningum um ofanflóðavarnir og verðmætasköpun á landinu.
11.11.2015

Gamalt hús með nýtt hlutverk

Endurnýta má gömul hús með góðum árangri, eins og þetta gamla félagshús hestamannafélagsins Blæs á Norfirði, sem hefur verið flutt í Skíðamiðstöðina í Oddsskarði.
11.11.2015

Rannsókn á högum og líðan ungs fólks í Fjarðabyggð

Skýrsla Rannsóknar og greiningar á högum og líðan ungs fólks í 5. - 7. bekk í grunnskólum Fjarðabyggðar er komin á vef sveitarfélagsins.
07.11.2015

Fjarðabyggð vann Vestmannaeyjabæ í Útsvarinu

Fjarðabyggð vann mjög sannfærandi sigur á Vestmannaeyjabæ í Útsvari á föstudagskvöldið.
07.11.2015

Vinir gegn einelti

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar færðu bæjarbúum kærleikskveðjur í tilefni af alþjóðadeginum gegn einelti, sem er 8. nóvember ár hvert.
06.11.2015

Veginum út með norðanverðum Reyðarfirði lokað

Lögreglan á Austurlandi hefur að beiðni Ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands rýmt fjárbúið Engjabakka í norðanverðum Reyðarfirði auk þess sem veginum er lokað við Mjóeyri á Eskifirði. Mikið hefur rignt og sprunga myndast í hlíðinni milli Hellisár og Beljanda.
04.11.2015

Fornminjafundur á Stöðvarfirði vekur athygli

Fornleifarannsóknir benda til að landnámsskáli hafi fundist á Stöð í Stöðvarfirði. Fjarðabyggð hefur ábyrgst forvarnir á þeim gripum sem frekari rannsóknir kunna að leiða í ljós.
04.11.2015

Fjarðabyggð keppir í Útsvari

Fjarðabyggð etur kappi við Vestmannaeyjabæ í Útsvari á RÚV nk. föstudagskvöld kl. 20:40. Lið Fjarðabyggðar er skipað þeim Davíð Þór Jónssyni, Hákoni Ásgrímssyni og Heiðu Dögg Liljudóttur.
03.11.2015

Árni Steinar Jóhannsson er látinn

Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri Fjarðabyggðar er látinn. Árni lést í heimabæ sínum Dalvík sunnudaginn 1. nóvember eftir erfið veikindi.