06.04.2016
Gullmerki jafnlaunaúttektar afhent
Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, veitti gullmerki jafnlaunaúttektar PWC viðtöku í dag. Afhendingin fór fram í tengslum við stjórnendaþjálfun sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðstöð Eskifjarðar, en stjórnendur gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnum launamun.