Fara í efni

Fréttir

06.04.2016

Gullmerki jafnlaunaúttektar afhent

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, veitti gullmerki jafnlaunaúttektar PWC viðtöku í dag. Afhendingin fór fram í tengslum við stjórnendaþjálfun sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðstöð Eskifjarðar, en stjórnendur gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn kynbundnum launamun.
06.04.2016

Stjórnendur á skólabekk

Stjórnendur hjá Fjarðabyggð tóku þátt í námskeiði sem fram fór í tveimur hlutum í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði í gær og í dag. Námskeiðið var það fyrsta af fjórum í stjórnenda- og leiðtogaþjálfun.
06.04.2016

Samkomuhús Stöðvarfjarðar í nýju hlutverki

Salthússmarkaður Stöðvarfjarðar endurnýjaði í dag samning sinn við Fjarðabyggð vegna samkomuhússins á Stöðvarfirði. Hér má sjá Hlíf Bryndísi Herbjörnsdóttur, formann markaðarins og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóra, handsala samninginn að undirritun lokinni.
06.04.2016

Lengjubikarinn

Gengi Fjarðabyggðar og Leiknis var nokkuð misjafnt í Lengjubikarnum. Leikni gekk nokkuð vel á meðan lið Fjarðabyggðar átti erfiða daga.
04.04.2016

Af blaki – undanúrslit að hefjast

Um síðustu helgi fór stór og glæsilegur hópur blakfólks suður til Reykjavíkur. Meistaraflokkarnir spiluðu sína síðustu leiki í deildinni við Aftureldingu.
04.04.2016

Ásmundur Hálfdán glímukóngur Íslands

Hundraðasta og sjötta Íslandsglíman fór fram í íþróttahúsinu í Frostaskjóli 2.apríl. Í glímunni um Grettisbeltið sigraði Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, UÍA og hlaut þar með sæmdarheitið glímukóngur Íslands í fyrsta sinn.
04.04.2016

Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefna UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, fór fram dagana 16. – 18. mars á Selfossi. Á ráðstefnunni voru saman komin um hundrað ungmenni á aldrinum 16 – 25 ára víðs vegar af landinu. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var geðheilbrigði ungmenna og staða geðheilbrigðismála á Íslandi. Frá Fjarðabyggð tóku þátt þær Bríet Irma Ómarsdóttir og Sara Rut Vilbergsdóttir, en þær eru báðar í ungmennaráði Fjarðabyggðar.
01.04.2016

Þráðurinn tekinn upp að nýju

Tökur vegna Fortitude 2 hefjast að nýju nú eftir helgi. Þessi síðari tökulota stendur yfir dagana 6. til 22. apríl.
31.03.2016

Nýtt aksturs- og skotæfingasvæði vestan Bjarga

Skipulagsáætlanir vegna aksturs- og skotsvæðis vestan Bjarga á Reyðarfirði voru kynntar á íbúafundi sem fram fór í Grunnskóla Reyðarfjarðar sl. miðvikudag.
31.03.2016

Kynning á frummatsskýrslum

Frummatsskýrslur vegna ofanflóðavarna neðan Nesgils og Bakkagils annars vegar og Urðarbotns og Sniðgils hins vegar voru kynntar á íbúafundi sem fram fór nýlega í Neskaupstað. Um tvo síðustu áfanga er að ræða í ofanflóðavörnum í Norðfirði
29.03.2016

Íbúafundur Reyðarfirði 30.mars kl. 20:00

Fundurinn fer fram í Grunnskólanum á Reyðarfirði. Allir velkomnir.
23.03.2016

Góður árangur Grunnskóla Reyðarfjarðar og UÍA í grunnskólamóti og sveitaglímu

Sautján nemendur frá Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku þátt í Grunnskólamóti Íslands í glímu, sem fram fór á Hvolsvelli laugardaginn 19. mars. Hópurinn stóð sig með miklum ágætum.
18.03.2016

Mottumars á bæjarskrifstofu

Vel er liðið á marsmánuð og það sem af er mánuði hafa þó nokkrar mottur sprottið fram í þágu málstaðarins. Þessir flottu naglar eru (f.v.) Valur Sveinsson, skipulags- og byggingarfulltrúi, Ívar Örn Þórðarson, eigna- og framkvæmdafulltrúi, Stefán Ingvar Stefánsson, bókari og Marinó Stefánsson, sviðsstjóri framkvæmda-, umhverfis- og veitusviðs.
18.03.2016

Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Fjarðabyggð hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC sem viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur, þar sem launamunur kynja er innan viðmiðunarmarka samkvæmt niðurstöðum jafnlaunaúttektar á launagögnum sveitarfélagsins.
18.03.2016

Nýir starfsmenn hjá bænum

Tveir nýir starfsmenn koma til starfa hjá sveitarfélaginu 1. apríl nk. Nýr forstöðumaður framkvæmda- og þjónustumiðstöðva er Sigurður Jóhannes Jónsson og nýr umhverfisstjóri er Anna Berg Samúelsdóttir.
17.03.2016

Heildstæð stefnumörkun í málefnum fjölskyldunnar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti í dag fjölskyldustefnu Fjarðabyggðar. Stefnan er sú fyrsta sinnar tegundar sem sveitarfélagið innleiðir og samþættir á heildstæðum grunni þjónustu Fjarðabyggðar innan fræðslu-, félags-, frístunda- og íþróttamála, með áherslu á markvissa ráðgjöf og forvarnir.
17.03.2016

Ungmennahelgi UÍA og JCI helgina 19. og 20.mars á Reyðarfirði fyrir 16 – 25 ára

Um komandi helgi stendur til að halda Ungmennahelgi UÍA og JCI í Grunnskóla Reyðarfjarðar JCI og UÍA standa saman að sprellfjörugri ungmennahelgi þar sem unnið verður meðal annars með ræðumennsku, hópefli, hugmyndaflug og samfélagsverkefni. Helgin er ætluð ungu fólki 16-25 ára sem hefur áhuga á að bæta sig og samfélagið sitt, leika sér og læra eitthvað nýtt. Ekki láta þig vanta á þennan frábæra viðburð!
17.03.2016

Nótan 2016

Svæðiskeppni fyrir Nótuna 2016, var haldin í Hofi á Akureyri 11. mars. Góður árangur hjá fulltrúum Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Tónskóla Neskaupstaðar.
17.03.2016

Íbúafundur í Neskaupstað 17. mars

Í Egilsbúð kl. 20:00 vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarna á Norðfirði.
16.03.2016

Stóra upplestrarkeppnin

Tólf nemendur úr grunnskólum Fjarðabyggðar kepptu til úrslita í Stóru upplestrarkeppninni, sem fram fór í Kirkju- og menningarmiðinni Eskifirði í dag.
16.03.2016

Hvað segirðu gott?

Geðræktarmálþingið "Hvað segirðu gott?" fór fram fyrir fullu húsi í Nesskóla, Neskaupstað, um síðastliðna helgi. Um 300 manns sóttu málþingið, þar sem fjallað var um geðrækt út frá mismunandi sjónarhornum.
15.03.2016

Ertu með viðskiptahugmynd ?

Kynning á Ræsing Fjarðabyggðar verður föstudaginn 18. mars kl. 12:00 í Kirkju- og menningarmiðstöðinni. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Fjarðabyggð og Alcoa leita að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífsins í sveitarfélaginu.
11.03.2016

Norðurljósahús Íslands opnar í maí

Fyrirhugað er að opna sýningu í Wathneshúsinu á Fáskrúðsfirði 15. maí nk. Sýningin verður opin til 30. september.
09.03.2016

Áhersla á aukin umhverfisgæði

Á fjölmennum íbúafundi á Eskifirði í gærkvöldi voru kynntar fyrirhugaðar framkvæmdir vegna varnavirkja í Ljósá en einnig var fjallað um málefni Hitaveitu Eskifjarðar.
09.03.2016

Eskja byggir frystihús

Eskja hf. hyggst ráðast í byggingu frystihúss fyrir uppsjávartegundir á næstu mánuðum. Fyrsti áfangi verkefnisins kostar um fimm milljarða króna.
09.03.2016

Skipan forvarnar- og öryggisnefndar

Í tengslum við samning milli VÍS og Fjarðabyggðar um tryggingar sveitarfélagsins, sem tók gildi 1.janúar sl., var á fundi bæjarráðs 15. febrúar sl. skipuð forvarnar- og öryggisnefnd sem hefur skilgreint hlutverk í forvarnarmálum.
04.03.2016

Breyttur opnunartími á söfnunarstöðvum á laugardögum

Helgaropnunartími söfnunarstöðva breytist um helgina. Opið verður framvegis á laugardögum frá 12:30 til 17:00.
03.03.2016

Fótbolti um helgina

Fyrstu heimaleikir Fjarðabyggðar og Leiknis í A deild Lengjubikarsins verða um helgina. Mótherjarnir eru sterkir og ekki af verri endanum.
03.03.2016

Leiðtoganámskeið Ungmennaráðs Fjarðabyggðar

Leiðtogafræði, samfélagsverkefni, ræðumennska og verkefnastjórnun var á meðal áhuaverðra viðfangsefna á árlegu leiðtoganámskeiði ungmennaráðsins.
02.03.2016

Sendiherra Færeyja sækir Fjarðabyggð heim

Petur Petersen, sendiherra Færeyja á Íslandi, átti fund í dag með Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra.