Fara í efni

Fréttir

12.07.2016

Malbiksframkvæmdir

Veðurfar og bilanir hafa sett skipulag malbiksframkvæmda í sumar úr skorðum.
11.07.2016

Átak gegn útbreiðslu Lúpínu

Hvenær er gott að slá Lúpínuna og vinna gegn útbreiðslu hennar ?
07.07.2016

BLIND

BLIND tónleikarnir vöktu aldeilis lukku seinasta sumar og verður leikurinn endurtekinn nú í sumar. BLIND tónleikarnir eru einstakir að því leitinu til að gestir upplifa viðburðinn með bundið fyrir augun og Jón Hilmar, hugmyndasmiðurinn, hefur enn hvergi fundið sambærilega hugmynd þó víða hafi leitað.
07.07.2016

Bannað að vera fáviti - Eistnaflug 2016

Rokkhátíðin Eistnaflug hófst í gær, miðvikudag og þar er bannað að vera fáviti. Þetta er best sótta miðvikudagskvöld hingað til en gert er ráð fyrir um 2.000 gestum á hátíðina. Hún er sú stærsta og flottasta til þessa en alls koma fram 77 hljómsveitir á hátíðinni.
06.07.2016

Bann við lagningu bíla í kringum tónleikastað í Neskaupstað vegna Eistnaflugs

Eistnaflugshátíðin hefst í dag miðvikudag kl. 17:00. Í tengslum við hátíðina verður bannað að leggja bílum í nágrenni við íþróttahúsið í Neskaupstað. Gestir hátíðarinnar eru beðnir um að virða merkingar en lögregla mun sekta þá bíla sem ekki fylgja fyrirmælum þar um. Gestir eru einnig beðnir um að taka tillit til íbúa þegar bílum er lagt.
06.07.2016

Truflanir á kaldavatnsrennsli á Eskifirði

Vegna prófana geta íbúar orðið varir við truflanir á kaldavatnsrennsli í efri byggðum á Eskifirði, fram að hádegi í dag.
06.07.2016

Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Odddsskarði og kaup á nýjum troðara

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti þann 9. júní sl. að endurnýja samning við Austurríki ehf. um áframhaldandi rekstur skíðasvæðisins í Oddskarði. Mikil ánægja var með síðustu skíðavertíð og mikill vilji var hjá báðum aðilum til að halda samstarfinu áfram. Samningur þessi nær út skíðavertíðina 2020.
05.07.2016

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum 8.-10.júlí. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg en hún höfðar bæði til breiðs aldurhóps sem og ólíks áhugasviðs. Því er alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
04.07.2016

Líf og fjör í Fjarðabyggð um helgina

Það var engin dauð stund í Fjarðabyggð um helgina en alls voru haldnar þrjár bæjarhátíðir. Á Reyðarfirði var Bryggjuhátíðin á laugardeginum og Hernámsdagurinn á sunnudeginum. Á Stöðvarfirði var Stod í Stöð svo haldin frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðarhöld gengu vel fyrir sig enda var dagskráin með glæsilegra móti.
02.07.2016

Leikur Íslands - Frakklands í Fjarðabyggð

Íslenska karlalandsliði hefur náð frábærum árangri á EM! Nú eru þeir komnir í átta liða úrslit eftir að hafa unnið Englendinga 2-1. Líkt og á öllu Íslandi myndaðist frábær stemming víðsvegar í Fjarðabyggð þegar Ísland lék við England 27.júní 2016. Sá leikur var sýndur í öllum byggðarkjörnunum og endurtaka á leikinn að nýju. Að þessu sinni spila Íslendingar við Frakka en leikurinn hefst kl 19:00 þann 3.júlí!
01.07.2016

Hernámsdagurinn

Hernámsdagurinn verður haldinn á Reyðarfirði sunnudaginn 3. júlí. Dagskráin er með látlausara sniði að þessu sinni en stórglæsileg engu að síður, kynntu þér það nánar hér. Viljum við vekja athylgi á að frítt er í Stríðsárasafnið og því um að gera að nýta tækifærið.
30.06.2016

Bryggjuhátíðin

Bryggjuhátíðin er haldin á Reyðafirði Laugardaginn 2. júlí í boði íbúasamtöka Reyðarfjarðar. Þetta er frábær fjölskylduskemmtun sem enginn vill missa af. Kynntu þér dagskrá hátíðarinnar nánar og gerðu þér glaðan dag á Reyðarfirði.
30.06.2016

Støð í Stöð

Støð í Stöð í er fjölskylduhátíð sem haldin verður á Stöðvarfirði núna um helgina, 30. júní - 3. júlí. Kynntu þér glæsilega dagskrá hátíðarinnar sen hefst fimmtudaginn 30.júlí með ljósmyndasýningu í Sköpunarmiðstöðinni og seinasti af fjölmörgu dagskráliðum hátíðarinnar er pylsuveisla undir ljúfum harmónikkutónum í Nýgræðingi Sunnudaginn 3.júlí.
29.06.2016

Sumarið er tíminn í Fjarðabyggð

Margar af stærstu sumarhátíðum Fjarðabyggðar eru framundan. Alþjóðlega rokk- og tónlistarhátíðin Eistnaflug verður á flugi í Neskaupstað 6. til 9. júlí og að kvöldi dags þann 20. júlí hefja göngu sína Franskir dagar á Fáskrúðsfirði með fjögurra daga skemmtidagskrá á franska vísu.
20.06.2016

Allt að þriðjungs fækkun í sumarstörfum

Að ráðningum loknum hjá þjónustumiðstöðvum og Vinnuskóla Fjarðabyggðar er ljóst, að ásókn í þessi sumarstörf hefur minnkað á milli ára.
17.06.2016

Það er kominn 17. júní!

Íbúar í Fjarðabyggð fjölmenntu á Fáskrúðsfirði, þar sem lýðveldisdeginum var fagnað. Þessi litla snót var á meðal þeirra fjölmörgu barna sem biðu þolinmóð eftir að fá 17. júní-blöðru fyrir skrúðgönguna.
16.06.2016

Þjóðhátíð í Fjarðabyggð

17. júní verður fagnað á Fáskrúðsfirði með glæsilegri skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna.
10.06.2016

Góða veðrið vel nýtt í Kærabæ

Farið var í fjöruferð og náttúran notuð í stærfræðikennslu og læsi.
09.06.2016

Brúargerðinni senn lokið

Unnið var við að malbika nýju brúna yfir Hlíðarendaá á Eskifirði nú síðdegis.
08.06.2016

Niðurstöður umhverfisvöktunar í Reyðarfirði

Meðaltalsgildi flúors í grasi lækkaði talsvert á milli ára, samkvæmt niðurstöðum umhverfisvöktunar í Reyðarfirði. Niðurstöður voru kynntar á opnum kynningarfundi sem fram fór nýlega í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.
05.06.2016

Hafdís komin í höfn

Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fagnaði 50 ára afmæli sveitarinnar með því að koma Hafdísi í höfn, nýjum og fullkomnum björgunar- og sjúkrabáti. Páll Björgvini Guðmundsson, bæjarstjóri og Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, afhenda hér Grétari Helga Geirssyni, formanni Geisla, gjafabréf vegna kaupa á bátnum. Afhendingin fór fram í Skrúði þar sem slyslavarnadeildin Hafdís hélt Geisla veglega afmælisveislu í tilefni dagsins.
04.06.2016

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Hátíðahöld í tilefni sjómannadagsins hafa farið fram í einmuna blíðu. Sjómannadagurinn er í Fjarðabyggð ein stærsta hátíð sumarsins með skipulagðri skemmtidagskrá dagana 2. til 5. júní í Neskaupstað, á Eskifirði og á Fáskrúðsfirði.
02.06.2016

Fjarðabyggð gengur til liðs við Eldvarnabandalagið

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Var samkomulag þess efnis undirritað á slökkvistöð Fjarðabyggðar í dag.
02.06.2016

Ný brunavarnaáætlun tekur gildi

Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar, staðfestu í dag brunavarnaáætlun Slökkviliðs Fjarðabyggðar.
27.05.2016

Viðtalstímar bæjarstjóra

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, verður með auglýsta viðtalstíma í öllum bæjarkjörnum Fjarðabyggðar næstu daga, sem hér segir:
27.05.2016

Mikilvægi félagsmiðstöðvastarfs

Í félagsmiðstöðvum víða um land er unnið gott og faglegt starf þar sem starfsmenn setja krafta sína í að veita ungmennum jákvætt og uppbyggjandi umhverfi til að sækja félagsstarf. Á landsbyggðinni er oft minna um fjölbreytni í tómstunda- og íþróttastarfi en gerist í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu.
26.05.2016

Heimsókn 6. bekkinga í Mjóafjörð

Nemendur 6. bekkja í Fjarðabyggð, samtals um 70 börn, sigldu nýlega frá Norðfirði yfir til Mjóafjarðar. Siglt var á skemmtibátnum Gerpi, nýuppgerðum trébát frá Norðfirði, sem Hildibrand Hótel rekur nú í sumar.
26.05.2016

Sumarið er komið

Alla síðustu viku hafa sjálfboðaliðar samtakanna Veraldarvinir verið að störfum við að tína rusl meðfram vegum og ströndum í Fjarðabyggð. Mikið hefur áunnist og ásýnd svæða orðin betri. Mest af ruslinu er ýmiskonar plast og drykkjarílát.
24.05.2016

Snillingar á leikskólanum Dalborg

Útskriftarárgangurinn Snillingar útskrifaðist með láði frá leikskólanum Dalborg á Eskifrði nýlega. Að vanda var farið í skemmtilega útskriftarferð m.a. til Slökkviliðs Fjarðabyggðar.