Fara í efni

Fréttir

02.09.2016

Nýr áningastaður í smíðum

Framkvæmdir vegna áningarstaðar við Helgustaðarnámu hafa sóst vel. Náman er friðlýst náttúruvætti og hafa framkvæmdirnar þann tvíþætta tilgang að verja svæðið annars vegar gegn ágangi og hins vegar að auðvelda ferðamönnum að sækja staðinn heim.
26.08.2016

Innrás úr austri

Sannkölluð menningarveisla verður í Hörpunni í boði tónlistarfólks frá öllu Austurlandi þann 10. september nk.
26.08.2016

Langur laugardagur á Stöðvarfirði

Frábær menningardagur með Salthússmarkaðanum, Sköpunarmiðstöðinni, Minjasafni Tona, Svartholinu, ljósakvöldi Steinasafns Petru og fleira skemmtilegu.
22.08.2016

Stefánslaug til heiðurs Stefáni Þorleifssyni 100 ára

Í tilefni af 100 ára afmæli Stefáns Þorleifssonar þann 18. ágúst sl., samþykkti bæjarstjórn Fjarðabyggðar að Sundlaug Norðfjarðar verði framvegis nefnd honum til heiðurs Stefánslaug.
22.08.2016

Bundið slitlag sett á Norðfjarðarflugvöll

Undirritaður var í dag á Norðfjarðarflugvelli samningur á milli Fjarðabyggðar og Innanríkisráðuneytisins um fjármögnun endurbóta á Norðfjarðarflugvelli, sem gera munu flugvellinum kleift að sinna áfram þýðingarmiklu öryggishlutverki sínu. Fjarðabyggð fjármagnar ásamt SÚN og Síldarvinnslunni í Neskaupstað um helming framkvæmdarinnar. Hér má sjá Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra og Pál Björgvin Guðmundsson, bæjarsstjóra, handsala samninginn að undirritun lokinni.
22.08.2016

Lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli mótmælt harðlega

Bæjarráð Fjarðabyggðar undrast að á sama tíma og leitað er allra leiða til að tryggja aðstöðu fyrir sjúkraflug í Neskaupstað, skuli sveitarfélagið Reykjavíkurborg kjósa að loka mikilvægri öryggisflugbraut fyrir sjúkraflug á Reykjavíkurflugvelli. Í bókun sem bæjarráðið samþykkti á fundinum sínum í morgun er lokun brautarinnar jafnframt mótmælt harðlega og vonbrigðum lýst með aðgerðarleysi stjórnvalda.
19.08.2016

Bæjarstjórn fundar á Stöðvarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar brá undir sig betri fætinum í vikunni og hélt bæjarstjórnarfund á Stöðvarfirði. Hér eru bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra með fagran Stöðvarfjörðinn í baksýn.
19.08.2016

Glæsileg opnunarhátíð

Hátíðarhöldin í tilefni af því að 230 ár eru liðin frá því að Eskifjörður hlaut kaupstaðarréttindi hófust með veglegri opnunarhátíð sem fram fór í Valhöll í gærkvöldi.
18.08.2016

Fyrsti starfsdagurinn runninn upp

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhenti Höllu Höskuldsdóttur, leikskólastjóra, formlega lykilinn að Eyrarvöllum í Neskaupstað í morgun. Fyrsti starfsdagur nýja leikskólans er í dag og var eftirvæntingin mikil.
17.08.2016

230 ár síðan Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi

Þess verður minnst um helgina að 230 ár eru síðan að Eskifjörður fékk kaupstaðarréttindi. Af þessu tilefni verður vegleg hátíðardagskrá í boði fram á sunnudag.
16.08.2016

Eyrarvellir á Neseyri

Innan skamms verður smiðshöggið rekið á nýjan og glæsilegan leikskóla á Neseyri í Neskaupstað. Um merkan áfanga er að ræða í skólastarfi sveitarfélagsins.
05.08.2016

Girðingarátak NAUST og Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð tekur um þessar mundir þátt í hvatningarátaki til fjarlægingar ónýtra girðinga í samstarfi við Náttúruverndarsamtök Austurlands - NAUST, ásamt fleiri sveitarfélögum á Austurlandi. Tilgangur átaksins er fyrst og fremst vitundarvakning þar sem reynt er að auka meðvitund fólks fyrir ónýtum girðingum og öðru rusli í náttúrunni. Sveitarfélögin sem þátt taka bjóða landeigendum upp á ákveðna aðstoð og hvati fyrir tiltekt er því fyrir hendi.
27.07.2016

Neistaflug í Neskaupstað

Fyrsti viðburður í dagskrá Neistaflugs er á morgun en Magni Ásgeirs og Eyþór Ingi verða með '90s rokktónleika en einnig verður sundlaugadiskó og útibíó. Kynntu þér frábæra og fjölbreytta dagskrá Neistaflugs hér ásamt nánari upplýsingum um hátíðina.
27.07.2016

Nágrannaslagur milli Fjarðabyggðar og Leiknis F.

Fjarðabyggð og Leiknir Fáskrúðsfirði mætast í í kvöld á Eskjuvelli kl 19:15. Ljóst er að hart verður barist í þessum grannaslag og við hvetjum fólk til að fjölmenna á völlinn og styðja sitt lið. Hér getur þú nálgast leikskrána fyrir leikinn.
26.07.2016

Tilfinningaþrungin stund

Blómsveigar voru lagðir að róðukrossi Franska grafreitsins á Fáskrúðsfirði, í athöfn sem fram fer á Frönskum dögum í minningu þeirra frönsku sjómanna sem farist hafa á sjó. Athöfnin var tilfinningaþrungin fyrir Maxime Normand, sem vitjaði leiði afa síns fyrstur afkomenda. Talið er að um 4.000 franskir sjómenn hafi farist við Íslandsstrendur á árunum 1830 til 1930.
25.07.2016

Allabadderí fransí

Franskir dagar fóru vel fram um helgina á Fáskrúðsfirði. Þátttaka var góð á Frönskum dögum og þrátt fyrir rigningarspá þá hélst hann þurr.
22.07.2016

George Bullard í Neskaupstað

George Bullard landkönnuður og heimshornaflakkari er í Neskaupstað en hann kom á Kajak til bæjarins fyrr í dag. Þeir sem vilja hitta George og fræðast um ferðir hans eru velkomnir í Kajakklúbbinn í Neskaupstað í kvöld föstudaginn 22.júlí kl. 20:30.
19.07.2016

Þegar Íslandsmótið í knattspyrnu er hálfnað

Gengi Fjarðabyggðar, Leiknis og sameiginlegs kvennaliðs með Hetti hefur verið skrykkjótt í sumar.
15.07.2016

Blað Franskra daga komið út

Fjölskylduhátíðin Franskir dagar á Fáskrúðsfirði verður haldin í næstu viku dagana 21. - 24. júlí. Blað Franskra Daga er komið út og er ritstjóri þess er Albert Eiríksson. Blaðið er stútfullt af skemmtilegu efni um Frönsku dagana og lífið á Fáskrúðsfirði fyrr og nú.
12.07.2016

Malbiksframkvæmdir

Veðurfar og bilanir hafa sett skipulag malbiksframkvæmda í sumar úr skorðum.
11.07.2016

Átak gegn útbreiðslu Lúpínu

Hvenær er gott að slá Lúpínuna og vinna gegn útbreiðslu hennar ?
07.07.2016

BLIND

BLIND tónleikarnir vöktu aldeilis lukku seinasta sumar og verður leikurinn endurtekinn nú í sumar. BLIND tónleikarnir eru einstakir að því leitinu til að gestir upplifa viðburðinn með bundið fyrir augun og Jón Hilmar, hugmyndasmiðurinn, hefur enn hvergi fundið sambærilega hugmynd þó víða hafi leitað.
07.07.2016

Bannað að vera fáviti - Eistnaflug 2016

Rokkhátíðin Eistnaflug hófst í gær, miðvikudag og þar er bannað að vera fáviti. Þetta er best sótta miðvikudagskvöld hingað til en gert er ráð fyrir um 2.000 gestum á hátíðina. Hún er sú stærsta og flottasta til þessa en alls koma fram 77 hljómsveitir á hátíðinni.
06.07.2016

Bann við lagningu bíla í kringum tónleikastað í Neskaupstað vegna Eistnaflugs

Eistnaflugshátíðin hefst í dag miðvikudag kl. 17:00. Í tengslum við hátíðina verður bannað að leggja bílum í nágrenni við íþróttahúsið í Neskaupstað. Gestir hátíðarinnar eru beðnir um að virða merkingar en lögregla mun sekta þá bíla sem ekki fylgja fyrirmælum þar um. Gestir eru einnig beðnir um að taka tillit til íbúa þegar bílum er lagt.
06.07.2016

Truflanir á kaldavatnsrennsli á Eskifirði

Vegna prófana geta íbúar orðið varir við truflanir á kaldavatnsrennsli í efri byggðum á Eskifirði, fram að hádegi í dag.
06.07.2016

Samningur um rekstur skíðasvæðisins í Odddsskarði og kaup á nýjum troðara

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti þann 9. júní sl. að endurnýja samning við Austurríki ehf. um áframhaldandi rekstur skíðasvæðisins í Oddskarði. Mikil ánægja var með síðustu skíðavertíð og mikill vilji var hjá báðum aðilum til að halda samstarfinu áfram. Samningur þessi nær út skíðavertíðina 2020.
05.07.2016

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum 8.-10.júlí. Dagskrá hátíðarinnar er stórglæsileg en hún höfðar bæði til breiðs aldurhóps sem og ólíks áhugasviðs. Því er alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
04.07.2016

Líf og fjör í Fjarðabyggð um helgina

Það var engin dauð stund í Fjarðabyggð um helgina en alls voru haldnar þrjár bæjarhátíðir. Á Reyðarfirði var Bryggjuhátíðin á laugardeginum og Hernámsdagurinn á sunnudeginum. Á Stöðvarfirði var Stod í Stöð svo haldin frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðarhöld gengu vel fyrir sig enda var dagskráin með glæsilegra móti.
02.07.2016

Leikur Íslands - Frakklands í Fjarðabyggð

Íslenska karlalandsliði hefur náð frábærum árangri á EM! Nú eru þeir komnir í átta liða úrslit eftir að hafa unnið Englendinga 2-1. Líkt og á öllu Íslandi myndaðist frábær stemming víðsvegar í Fjarðabyggð þegar Ísland lék við England 27.júní 2016. Sá leikur var sýndur í öllum byggðarkjörnunum og endurtaka á leikinn að nýju. Að þessu sinni spila Íslendingar við Frakka en leikurinn hefst kl 19:00 þann 3.júlí!
01.07.2016

Hernámsdagurinn

Hernámsdagurinn verður haldinn á Reyðarfirði sunnudaginn 3. júlí. Dagskráin er með látlausara sniði að þessu sinni en stórglæsileg engu að síður, kynntu þér það nánar hér. Viljum við vekja athylgi á að frítt er í Stríðsárasafnið og því um að gera að nýta tækifærið.