05.06.2016
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fagnaði 50 ára afmæli sveitarinnar með því að koma Hafdísi í höfn, nýjum og fullkomnum björgunar- og sjúkrabáti. Páll Björgvini Guðmundsson, bæjarstjóri og Steinþór Pétursson, framkvæmdastjóri Fjarðabyggðarhafna, afhenda hér Grétari Helga Geirssyni, formanni Geisla, gjafabréf vegna kaupa á bátnum. Afhendingin fór fram í Skrúði þar sem slyslavarnadeildin Hafdís hélt Geisla veglega afmælisveislu í tilefni dagsins.