Fara í efni

Fréttir

19.12.2016

Umsögn Fjarðabyggðar um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

Á fundi bæjarstjórnar 15. desember var lögð fram og samþykkt samhljóða, eftirfarandi umsögn bæjarins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
16.12.2016

Jólaheimsóknir bæjarstjóra

Sú skemmtilega hefð hefur myndast að bæjarstjóri heimsæki stofnanir sveitarfélagsins á aðventunni. Hér má sjá Pál Björgvin í góðum félagsskap í Grunnskóla Reyðarfjarðar í dag.
16.12.2016

Piparkökuhús í Molanum

Þessa viku hafa fjögur glæsileg piparkökuhús staðið til sýnis í verslunarmiðstöðunni Molanum á Reyðarfirði. Piparkökuhúsin eru hluti af góðgerðarverkefni sem ungmenni úr félagsmiðstöðvunum Zveskjunni á Reyðarfirði og Atóm á Norðfirði standa fyrir.
08.12.2016

Hönnunar- og söngkeppnin SamEind

Föstudaginn 3. desember var haldin hönnunar- og söngkeppnin SamEind í Egilsbúð í Neskaupstað. SamEind er sameiginlegt verkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð en efstu þrjú sætin í söngkeppninni tryggðu þátttöku á SamAust söngkeppni félagsmiðstöðva á öllu Austurlandi.
08.12.2016

Nægt vatn í Neskaupstað

Vegna fréttar RÚV í gærkvöldi um vatnsleysi í Neskaupstað er rétt að árétta að viðgerð á kaldavatnslögn milli Fannadals og Neskaupstaðar er lokið. Það er því engin hætta á að kalt vatn klárist í Neskaupstað í dag eða næstu daga.
05.12.2016

Rafmagnstruflanir á Norðfirði í kvöld og nótt

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum og skömmtun raforku á Norðfirði í kvöld mánudag 5.desember frá kl.23:30 til kl. 05:00 í fyrramálið.
04.12.2016

Laun kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð óbreytt

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi 1.desember að samþykkt kjararáðs frá 29. október sl., um breytingar á þingfararkaupi sem átti að gilda frá 1. nóvember sl., verði ekki notuð sem viðmið við ákvörðun á launum kjörinna fulltrúa hjá Fjarðabyggð. Laun kjörinna fulltrúa verði því óbreytt að svo stöddu.
02.12.2016

Bygging grjóthleðslugarðs á Fáskrúðsfirði

Um þessar mundir er unnið að jarðvegskiptum við kirkjugarðinn á Fáskrúðsfirði í tengslum við byggingu grjóthleðslugarðs. Framkvæmdir við hleðsluvegg hefjast vorið 2017.
01.12.2016

Rafmagnstruflanir í Neskaupstað

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum á Norðfirði í kvöld 1. desember frá kl.23:30 og til kl. 06 í fyrramálið. Notendur eru hvattir til að slökkva á orkufrekum búnaði eins og rafmagnsofnum fyrir þennan tíma, svo ekki þurfi að koma til skömmtunar vegna álags.
26.11.2016

Jólaljósin ljóma

Krakkar mínir komið þið sæl. Jólasveinar voru á ferðinni í dag og tóku þátt í að tendra jólaljósin um alla Fjarðabyggð.
26.11.2016

Jólamarkaður í Dalahöllinni

Margt var um manninn í Dalahöllinni, reiðhöll Norðfirðinga, í dag þegar árlegur jólamarkaður heimamanna fór fram.
24.11.2016

Grunnvatnsstaða í byggð neðan fyrirhugaðra varnargarða í Neskaupstað

Fjarðabyggð mun láta fylgjast með grunnvatnsstöðu í byggð neðan fyrirhugaðra varnargarða undir Urðarbotnum og Nes- og Bakkagiljum á Norðfirði.
23.11.2016

Rafmagnstruflanir á Norðfirði

Vegna vinnu hjá Landsneti er hætta á rafmagnstruflunum og skömmtun raforku á Norðfirði í kvöld frá kl.23:30 og til kl. 06:00 í fyrramálið. Notendur eru hvattir til að slökkva á sérstaklega orkufrekum búnaði eins og rafmagnsofnum, fyrir þennan tíma, svo ekki þurfi að koma til skömmtunar vegna álags, þar sem notast verður við varaaflsvélar á meðan á vinnu stendur.
22.11.2016

Öll jólatré úr heimabyggð

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, felldi í gær fyrsta jólatréið af þeim sem skreyta munu bæjarkjarna Fjarðabyggðar á aðventunni. Kveikt verður á jólatrjánum í flestum bæjarkjörnum um helgina.
21.11.2016

Mizuno deild kvenna í blaki

Stelpurnar í Þrótti léku tvo leiki við Völsung um helgina. Báðir leikirnir unnust nokkuð örugglega 3-0.
17.11.2016

Nýtum sóknarfærin til fulls

Áhugavert málþing fór fram nýlega í Egilsbúð um þau sóknarfæri sem nýju Norðfjarðargöngin hafa í för með sér en göngin opna á næsta ári.
17.11.2016

Fundur um deiliskipulag Hlíðarenda

Íbúafundur verður haldinn í Grunnskóla Eskifjarðar um deiliskipulag Hlíðarenda, næstkomandi mánudag kl. 20:00.
17.11.2016

Hafðu samband

Vegna bilunar í tilkynningakerfi heimasíðu bæjarins hafa tilkynningar íbúa af heimasíðunni í gegnum "Hafðu samband", ekki skilað sér upp á síðkastið. Íbúar eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa valdið, en vonast er til að þetta komist í lag síðar í dag.
16.11.2016

Grænfáninn dreginn að húni

Leikskólinn Lyngholt fagnaði í dag þeim einstaka áfanga að hljóta grænfánann í fimmta sinn. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri, aðstoðuðu nemendur við að draga fánann að húni.
16.11.2016

Undirskriftalistar kennara afhentir

Fulltrúar grunnskólakennara í Fjarðabyggð afhentu Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, undirskriftir sem safnast hafa á landinu öllu vegna kjaramála kennara.
15.11.2016

Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs

Hosurnar voru á Dögum myrkurs með sinn árlega styrktarmarkað í Safnahúsinu í Neskaupstað. Boðið var upp á smákökubar og vakti sú nýjung mikla lukku.
07.11.2016

Frábærir Dagar myrkurs

Dögum myrkurs lauk á fantagóðum tónleikum með Todmobile í Tónlistarmiðstöð Austurlands í gærkvöld.
04.11.2016

Framkvæmdir við ferðamannastaði

Nýr og glæsilegur áningarstaður er risinn við Helgustaðarnámu, auk þess sem verið er að vinna í nýjum áningarstað Eskifjarðarmegin á Hólmahálsinum. Enn fleiri framkvæmdir eru jafnframt á teikniborðinu vegna ferðamannastaða í Fjarðabyggð.
04.11.2016

Niðurstöður úr skuggakosningum ungmennaráðs

Yfirkjörstjórn skuggakosninga í Fjarðabyggð, sem fóru fram samhliða alþingiskosningum 29. október sl., kom saman í gær til atkvæðatalningar. Skemmst er frá því að segja, að úrslit hefðu orðið önnur ef unga fólkið hefði fengið að ráða.
03.11.2016

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu

Fjarhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 var ásamt þriggja ára áætlun 2018 - 2020 tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk.
01.11.2016

Nýtt uppsjávarskip til Eskju

Uppsjávarskipið Libas var afhent Eskju hf. á Eskifirði sl. mánudag. Skipið mun fá nafnið Aðalsteinn Jónsson og leysa af hólmi frystiskip félagsins með sama nafni.
01.11.2016

Minjavernd heiðruð fyrir framúrskarandi framlag til samfélagsins

Fjarðabyggð veitti nýlega Minjavernd heiðursviðurkenningu fyrir endurreisn Frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá Þröst Ólafsson, stjórnarformann og Þorstein Bergsson, framkvæmdastjóra ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, af því tilefni.
01.11.2016

Europa Nostra á Fáskrúðsfirði

Fulltrúar evrópsku menningarverðlaunanna Euorpa Nostra sóttu nýlega Fáskrúðsfjörð heim, en Minjavernd hlaut i ár þessi virtu verðlaun fyrir endurreisn Frönsku húsanna.
31.10.2016

Dýraeftirlitið sækir Dalatanga heim

Árlegri hunda- og kattahreinsun lauk í síðustu viku með heimsókn Dýraeftirlitsins til Dalatanga. Hér má sjá vitavörðinn Marsibil Erlendsdóttur taka á móti dýraeftirlitsmanni Fjarðabyggðar.
28.10.2016

Dekkjakurl fjarlægt af sparkvöllum

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti í sumar að láta fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum í sveitarfélaginu. Í vikunni hafa starfsmenn á vegum fyrirtækisins Altis unnið við að fjarlægja dekkjakurlið, þeir byrjuðu á Stöðvarfirði og munu enda á Norðfirði.