Fara í efni

Fréttir

16.11.2016

Undirskriftalistar kennara afhentir

Fulltrúar grunnskólakennara í Fjarðabyggð afhentu Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, undirskriftir sem safnast hafa á landinu öllu vegna kjaramála kennara.
15.11.2016

Hosumarkaður í Safnahúsinu á Dögum myrkurs

Hosurnar voru á Dögum myrkurs með sinn árlega styrktarmarkað í Safnahúsinu í Neskaupstað. Boðið var upp á smákökubar og vakti sú nýjung mikla lukku.
07.11.2016

Frábærir Dagar myrkurs

Dögum myrkurs lauk á fantagóðum tónleikum með Todmobile í Tónlistarmiðstöð Austurlands í gærkvöld.
04.11.2016

Framkvæmdir við ferðamannastaði

Nýr og glæsilegur áningarstaður er risinn við Helgustaðarnámu, auk þess sem verið er að vinna í nýjum áningarstað Eskifjarðarmegin á Hólmahálsinum. Enn fleiri framkvæmdir eru jafnframt á teikniborðinu vegna ferðamannastaða í Fjarðabyggð.
04.11.2016

Niðurstöður úr skuggakosningum ungmennaráðs

Yfirkjörstjórn skuggakosninga í Fjarðabyggð, sem fóru fram samhliða alþingiskosningum 29. október sl., kom saman í gær til atkvæðatalningar. Skemmst er frá því að segja, að úrslit hefðu orðið önnur ef unga fólkið hefði fengið að ráða.
03.11.2016

Fjárhagsáætlun tekin til fyrri umræðu

Fjarhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2017 var ásamt þriggja ára áætlun 2018 - 2020 tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn í dag. Ljúka ber síðari umræðu fyrir 15. desember nk.
01.11.2016

Nýtt uppsjávarskip til Eskju

Uppsjávarskipið Libas var afhent Eskju hf. á Eskifirði sl. mánudag. Skipið mun fá nafnið Aðalsteinn Jónsson og leysa af hólmi frystiskip félagsins með sama nafni.
01.11.2016

Minjavernd heiðruð fyrir framúrskarandi framlag til samfélagsins

Fjarðabyggð veitti nýlega Minjavernd heiðursviðurkenningu fyrir endurreisn Frönsku húsanna á Fáskrúðsfirði. Hér má sjá Þröst Ólafsson, stjórnarformann og Þorstein Bergsson, framkvæmdastjóra ásamt Páli Björgvini Guðmundssyni, bæjarstjóra, af því tilefni.
01.11.2016

Europa Nostra á Fáskrúðsfirði

Fulltrúar evrópsku menningarverðlaunanna Euorpa Nostra sóttu nýlega Fáskrúðsfjörð heim, en Minjavernd hlaut i ár þessi virtu verðlaun fyrir endurreisn Frönsku húsanna.
31.10.2016

Dýraeftirlitið sækir Dalatanga heim

Árlegri hunda- og kattahreinsun lauk í síðustu viku með heimsókn Dýraeftirlitsins til Dalatanga. Hér má sjá vitavörðinn Marsibil Erlendsdóttur taka á móti dýraeftirlitsmanni Fjarðabyggðar.
28.10.2016

Dekkjakurl fjarlægt af sparkvöllum

Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti í sumar að láta fjarlægja dekkjakurl af sparkvöllum í sveitarfélaginu. Í vikunni hafa starfsmenn á vegum fyrirtækisins Altis unnið við að fjarlægja dekkjakurlið, þeir byrjuðu á Stöðvarfirði og munu enda á Norðfirði.
26.10.2016

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Fjarðabyggð, fram að kjördegi laugardaginn 29. október, verður sem hér segir:
25.10.2016

Spennandi skuggakosningar

kuggakosningar ungs fólks í Fjarðabyggð fara fram samhliða alþingiskosningum þann 29. október nk. Kosningarétt hefur ungt fólk á aldrinum 14 til 17 ára.
25.10.2016

Birgir Jónsson ráðinn í starf upplýsingafulltrúa

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn í starf upplýsingafulltrúa Fjarðabyggðar en hann var valinn úr hópi tíu umsækjenda.
25.10.2016

Kvennafrí í Fjarðabyggð

Konur í Fjarðabyggð tóku sér frí úr vinnu kl. 14:38 í gær til að undristrika kröfuna um sömu laun fyrir sömu eða sambærilega vinnu. Þessi mynd var tekin í Grunnskóla Reyðarfjarðar þar sem boðið var upp á kaffi og hvatningarræður í tilefni dagsins.
24.10.2016

Kuldaboli

Um helgina fór fram ungmennahátíðin Kuldaboli, samstarfsverkefni félagsmiðstöðva í Fjarðabyggð. Eins og vanalega var unglingum úr 8. – 10. bekk af öllu Austurlandi boðið að taka þátt. Aðalmarkmiðið með Kuldabola er að krakkar kynnist innbyrðis, prófi nýjar tómstundir og skemmti sér saman á heilbrigðan máta.
24.10.2016

Launajafnrétti

Í dag, 24. október, eru rúm fjörutíu ár liðin frá því konur um allt land fylktu liði og yfirgáfu heimili og vinnustaði til að vekja athygli á ójafnri stöðu kynjanna. Baráttumál kvenna þá voru margvísleg og snerust m.a. um launajafnrétti. Nú árið 2016 hefur sem betur fer margt færst í rétta átt en samt sem áður sýna nýjustu launakannanir á vinnumarkaði að enn ber eitthvað í milli í launum kynjanna. Allir kvenkyns starfsmenn Fjarðabyggðar, sem þess óska, munu af þessu tilefni leggja niður störf kl. 14:38 í dag mánudaginn 24.október.
21.10.2016

Umhverfisviðurkenning Fjarðabyggðar 2016

Jón Björn Hákonarson, formaður eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, afhentu í dag í Tónlistarmiðstöð Austurlands fyrstu umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar.
20.10.2016

Besta hlið Íslands

Greinarhöfundur breska dagsblaðsins Sunday Times sótti nýlega Austurland heim. Úr varð stórskemmtileg grein sem lofar þennan eftirsóknarverða áfangastað í hástert undir fyrirsögninni Icelands's really wild side.
17.10.2016

Viðtalstímar bæjarstjóra í bæjarkjörnum

Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri, verður með viðtalstíma í bæjarkjörnum Fjarðabyggðar dagana 17. til 31. október.
13.10.2016

Notaðu nefið

Þekkir þú muninn á geymsluþolsmerkingum matvæla? Fjarðabyggð verður með áhugaverðar kynningar á Tæknidegi fjölskyldunnar, í Verkmenntaskóla Austurlands laugardaginn 15. október.
11.10.2016

Undrumst, fræðumst, gleðjumst og sjáumst

Tæknidagur fjölskyldunnar verður í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað þann 15. október nk. Fjöldi fyrirtækja á Austurlandi kynnir nýjasta nýtt, Ævar vísindamaður verður á á staðnum og verkmenntaskólinn fagnar 30 ára starfsafmæli sínu.
05.10.2016

Geðræktardagur á Austurlandi

Fjölmennt málþing um geðheilbrigðisþjónustu fór nýlega fram í sal Grunnskóla Reyðarfjarðar. Auk þess sem fjallað var um úrræði fyrir fólk með geðraskanir á Austurlandi, fór fram gagnleg umræða um stöðu málaflokksins innan landshlutans.
05.10.2016

Tónskóli í sérflokki

Tónskóli Neskaupstaðar fagnaði 60 ára starfsafmæli þann 1. október sl. Egill Jónsson, tónskólastjóri, rifjar í tilefni af því upp áhugaverða sögu skólans í skemmtilegu viðtali við Austurgluggann.
05.10.2016

Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit

Fjarðabyggð hefur gert samkomulag við Eldvarnabandalagið um að efla eldvarnir heimila og stofnana sveitarfélagsins. Í samkomulaginu felst m.a. að Fjarðabyggð innleiðir eigið eldvarnaeftirlit nú í haust.
30.09.2016

Hágarðahlaup 2016

Sunnudaginn 2. október verður hið árlega Hágarðahlaup og gefst þá þátttakendum tækifæri til að reyna sig við hlaup á göngu- og útivistarstígum við snjóflóðamannvirkin í Neskaupstað.
26.09.2016

Fjarðabyggðarhafnir á Expo 2016

Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2016 opnar í Laugardagshöll í Reykjavík næstkomandi miðvikudag. Um stærstu sýningu ársins er að ræða hér á landi með vel á annað hundrað þátttakendur, bæði innlenda og erlenda.
22.09.2016

Bilun í símkerfi

Vegna bilunar í símkerfi getur verið erfitt að ná sambandi við bæjarskrifstofur Fjarðabyggðar. Unnið er að viðgerð.
19.09.2016

Fíflalús nemur land

Uppi eru vísbendingar um að fíflalús sé að ná útbreiðslu á Austurlandi. Lúsin, sem með stræstu blaðlúsum, er hvimleiður gestur en ekki hættulegur.
18.09.2016

Gospel í Tónlistarmiðstöð Austurlands

Lokaæfing fyrir kvöldið. Gospelnámskeiði Tónlistarmiðstöðvar Austurlands, sem staðið hefur yfir um helgina, lýkur með glæsilegum tónleikum í dag. Tæplega 60 manna kór kemur fram ásamt stórsöngvaranum Páli Rósinkranz. Einstaklega kraftmikið söngfólk og söngmenning er á Austurlandi, að sögn Óskars Einarssonar, námskeiðsstjórnanda.