Vegna veðurs fellur sorphirða úr grænu tunnunni í Neskaupstað niður í dag. Verkið verður klárað strax og veður leyfir og þá verður jafnframt klárað að hirða sorp í Norðfjarðarsveit sem ekki náðist að ljúka á miðvikudaginn.
Föstudaginn 10. febrúar var söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi, SamAust, haldin. Að þessu sinni fór keppnin fram í félagsheimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði.
Viðlagatrygging Íslands (VTÍ ) kom í heimsókn til Fjarðabyggðar sl. fimmtudag, en heimsóknin er liður í átaki stofnunarinnar til að bæta þekkingu á hlutverki hennar og skráningu opinberra mannvirkja í eigu sveitarfélaganna sem vátryggð eru hjá VTÍ.
Hollusta starfsfólks hjá Fjarðabyggð hefur aukist frá árinu 2013, samkvæmt niðurstöðum nýrrar starfsánægjukönnunar sem kynntar voru í bæjarráði á mánudag. Meðalstarfsmaðurinn hjá Fjarðabyggð hlakkar til að fara í vinnuna og telur góða þjónustu forgangsatriði á sínum vinnustað.
Sunnudaginn 12. febrúar verður hið árlega sólarkaffi Kvenfélags Reyðarfjarðar í safnaðarheimili Reyðarfjarðarkirkju. Það byrjar kl. 15:00 og á boðstólum verða pönnukökur og kleinur.